Alþýðublaðið - 27.03.1968, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.03.1968, Blaðsíða 2
ca^iMCE) Ritstjórar: Kristján Bersi Ólafsson (áb.) og BenediKt Gröndal. Símar: 14900 — 14903. - Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Áskriftargjald kr. 120,00. — í lausasölu kr. 7,00 eintakið---Útgefandi: Nýja útgáfufélagið hf. Skipaskoðuni n Sá atburður varð í vikurmi, sem leið, að íslenzkt skip hlaðið saltsíldarfarmi sökk úti fyrir Austfjörðum, en för þess var heit ið til Noregs. Áhöfn skipsins bjargaðist, en dýrmætur farmur týndist. Slíkt telst því miður engan veginn einsdæmi. íslendingar mjssa ár hvert báta og skip með svipuðum hætti. Ber að því að hyggja, þó að mannskaða sé oft ast forðað, þar eð farsæl þróun h^fur orðið í slysavörnum hér á landi og aðstæður til björgunar hljóta að teljast allt aðrar og betri en fyrrum var. Staðreynd er, að veður gerast oft hörð og sjóar stórir og þungir v:ð íslandsstrendur á skammri stundu og öllum árstímum að ■kalla. Þessa hljóta íslendingar jafnan að minnast á fiskveiðum og í sjósókn yfirleitt. En víst mun ástæða að ætla, að hér gæti var hugaverðrar dirfsku við hleðslu báta og skipa í veiðiferðum og flutningum. Verður þessa iðulega vart eftir að sótt er á fjarlæg mið í misjöfnum veðrum og meira reynir á farkosti en nokkru sinni áður. Af þessu tilefni vaknar sú spurning, hvort framkvæmd skipaskoðunarinnar muni ekki helzt til ábótavant. Skipulag hennar ber að vanda sem bezt, en reglur og lagafyrirmæli hrökkva ekki til, ef framkvæmd eftirlitsins reynist fljótfærnis- leg og handahófskennd. Leik- menn eru ekki dómbærir í þess um efnum, en reynslan virðist gefa ótvírætt til kynna, að hér sé úrbóta þörf. Og almennings- álitið hlýtur að krefjast þess, að um þessi mál sé fjallað af ár- vekni og festu. Hér eru manns líf í húfi, ef út af bregður. Alþýðublaðið leggur til, að hlut aðeigandi aðilar kanni gaumgæíi lega ástæður þess, hversu títt er, að bátar og skip farist að veið- um eða í flutningum. Þjóðin ætl ast til, að skipaskoðunin sé sem fullkomnust og eftirlit hennar raunhæft, en ekki aðeins skrif- stofuvinna. Þá lágmarkskröfu verður að gera í landi, þar sem áhættusöm sjósókn er þýðingar mikill atvinnuvegur. iiihii — n ■ IIIIIII—imhií ■II i -~ -~rrinir~rrTTii fylgir barnið? Hvoru VIÐ HJÓNASKILNAÐ fær aðeins annað hjóna foreldraráð barna þeirra öll og óskipt í sínar hendur, og skapast í því sambandi viðkvæmt og afdrifa- rikt vandamál: Hvoru foreldri á barnið að fylgja? Séu foreldr- ar ekki sammála um það, skal farið eftir ákveðnum nánar til- greindum sjónarmiðum. Barn, sem fætt er eftir að hjúskap er slitið, en getið í honum, mundi fylgja móður sinni. Þegar skera á úr þvi, hvort hjóna á við skilnað að fá for- eldraráð yfir börnunum, koma eftirtalin atriði einkum til greina: 1) hvað barninu er fyr- ifi beztu; 2) uppeldishæfni for- ejdris; 3) sök foreldris á hjú- skaparslitum, og 4) ósk barnsins. Það sem barninu er fyrir beztu, rpá telja aðalatriði í þessu máli. Rf barn er t. d. sérstaklega veilt á: lieilsu og viðkvæmt mundi rík hneigð til að móðir fengi for- ráð þess. Einnig má geta þess, að- ýmsir fræðimenn telja mjög v#irhugavert, að tvístra systkin- úin. Uppeldishæfni foreldra er að sjálfsögðu mjög misjöfn, og þarf tjl að ganga úr skugga um það, nákvæma könnun byggða á stað- rgyndum. Ef annað hjóna hefnr orðið hert að því að misþyrma þjnu eða hefur lineigzt til drykkjuskapar, eiturlyfjaneyzlu, lauslætis eða annarra þess hátt- ar ávirðinga, fengi það ógjarn- an foreldraráðin. Þess ber að gæta, að hjúskaparbrot annars hjóna sker ekki til fullnustu úr um foreldraráð barna þess. í þessum efnum ber svo auðvitað að líta til möguleika foreldris- ins á því að sjá barni farborða, veita því heppilegt uppeldi, við- unandi menntun o. s. frv. Þá ber einnig að líta til kynferðis barns- ins, og má segja, að mikil hneigð sé til þess að fá móður forræði stúlkubarna framar föð- ur, jafnvel þó að rök mæli því að einhverju leyti mót. Nefna má þó sænskt mál, þar sem brugðið var út af þessu, sakir þess, að móðirin hafði reynzt ber að kynvillu. Og það er stað- reynd, að móðirin gengur um foreldraráð framar föðurnum, þegar um börn skilinni foreldra er að ræða, nema eitthvað alveg sérstakt mæli því í gegn. í gamla daga fékk það hjóna e'"ki foreldraráð barna, sem aðalsök átti á skilnaði. Frá þessu mun nú horfið að mestu í raun, og er nú svo sem áður segir fyrst og fremst til þess.lit- ið, hvað barninu er fyrir beztu, þó að um hjúskaparbrot annars sé að ræða, ef bæði hjónin telj- ast jafnhæf að takast á hendur umráð barnsins. Má telja þetta mannúðlegri sjónarmið og jafn- framt viturlegri en hin gömlu, enda nær samtímaháttum í þjóðfélaginu. Viljaafstaða harns til þess, hjá hvoru foreldri það vill vera, skiptir oft töluverðu máii, þó að þess beri að gæta, að það kann oft að vera um of háð öðru for- eldri af annarlegum ástæðum, t. d. vegna þess að það er brýnt til andstöðu gagnvart hinu foreldrinu. Ekki mun viljaaf- staða mjög ungs barns skipta hér máli. Og viljaafstaða barns- ins mun hvort eð er, nær aldrei hafa úrslitaþýðingu um foreldra ráðin. Þegar könnuð er vilja- afstaða barnsins, skal það gert í einrúmi af þar til hæfum og hlutlausum manni, t. d. presti. Hér á landi mun hafa verið leit- að eftir viljaafstöðu bama til slíkra málp allt niður í 12 ára aldur. Við hjónaskilnað fær sem sé aðeins annað hjóna foreldra- vald yfir börnunum, og eru lögráð barnsins aðeins og ein göngu í hendi þess aðila, er með foreldravaldið fer. Erf jtt mun að gera breytingar á skipulagi foreldravalds, eftir - að það hefur verið ákveðið við skilnað, og eru ekki bein ákvæði í ísl. lögum um afturköllun for eldravalds, eða umgengisrétt þess, er ekki hefur foreldravald. Þó er í lögum nr. 39 1921 kveðið á um að breyta megi í vissum til vikum skipulagi foreldravalds- ins, og eru þar gerðar allríkar kröfur til ástæðna. Ef barn er ættleitt flytjast foreldraráð að fullu yfir til ættleiðanda. Ef að- ili fullnægir ekki foreldraskyld- um sínum, getur komið til svipt ingar foreldravalds. Ákvörðun um í'oreldravald yf- ir börnum er tekin þegar við skilnað að' borði og sæng og breytist ekki við lögskilnað, nema eltthvað mikið komi til. Það mun í reynd ákaflega sjald- gæft hér á íslandi, að til ágrein ings komi á milli hjóna um það, hvort þeirra eigi að hafa for- ræði barna eftir skilnað. GA. .& RETTUR NÚ VIRÐIST mesta illviðri undanfarinna daga vera liðið hjá í bili og mikil þíða bræðir nú snjóa og ísalög sem á síð- ustu dögum hafa hamlað eðli legri umferð um götur bæjar ins. Er því ástæða til að staldra við og íhuga gatnahreinsun borgarinnar. Reykjavíkurborg liefur á sínum snærum marga veghefla, sem ætíað er það hlutverk að halda götum bæj arins greiðfærum bæði í beim tilgangi að auðvelda umferð og til þess að hvörf og aðrir ó- skundar valdi ckki eigendum ökutækja aukaviðgerðarkostn- aði og hlýtur því krnfa borgar búa að ve'ra su að gatnahreins un borgarinnar sé þannig að þessi mál séu unnin af sam- vizkusemi og að vegheflar séu ávallt til staðar, þar sem mest er þörfin hverju sinni og að vinnuflokkar gatnagerðarinnar séu ávallt á ferli að ryðjá snjó og hreinsa, þar sem þörf er á. Nú mun málum á hinn bóginn svo háttað að ekki virðist nein heildarstefna vera til í þessum málum. Þannig er til dæmis al' ge'ngt að götur séu umflotnar, vatni vegna þess að ekki hef- ur neinum hugkvæmzt að opna, fyrir niðurfall í götunum og algengt mun vera, að ekki sé rudd nema ein akbraut og sjá menn hvílík handarbakavinnu brögð þar eru á ferð og er tæp lega unnt að búast við að um, ferðaöngþveitið batni mikið, við slik vinnubrögð. Þá eru dæmi þess, að bílstjórar hafi þurft það sem af er vetrar að eyða allt að 9000 krónum í við gerðarkostnað vegna þess hnjasks, sem bílar þeirraverða, fyrir vegna holóttra vega og ójafnra. Hvernig væri að finna raunhæfa lausn á þessum mál um og því yrði komið við, að, vegheflar Reykjavíkurborgar ynnu á nóttinni. Við það myndu þeir nýtast betur en nú er og gætu þeir auk þe'ss rutt göt- urnar við hagstæð vinnuskil- yrði og gætu þá borgarbúar, jafnt gangandi sem akandi, komizt sæmilega ferða sinna, svo þeir þurfi ekki að grípa til þess óyndisúrræðis að ganga í klofstígvélum eða keyra um borgina í háfjallabílum. Vegfarandii >f 2 27. marz 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.