Alþýðublaðið - 27.03.1968, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 27.03.1968, Blaðsíða 11
hugur er í ingane KSI UNGLINGANEFND KSÍ 1968 hélt fund með unglingaþjáífur- um sl. laugardag í Þjóðleikhús- kjallaranum. Formaður Ung- linganefndar, Árni Ágústsson, stjórnaði fundinum, en mættir voru unglingaþjálfarar frá öll- um Reykjavíkurfélögunum, Akra nesi, Kópavogi, Hafnarfirði og Keflavík. En auk þess sátu fundinn flestir stjórnarmeðlimir KSÍ. Fundur þessi var haldinn til að kynna starfssvið Ung- linganefndarinnar og undirbún- ing að þjálfun Unglingalandsliðs- ins. Formaður Unglinganefndar skýrði áætlun og undirbúning nefndarinnar, og Jón Ásgeirsson skýrði þrekmælingar fyrir þjálf- urum. — í skýrslu formanna nefndarinnar kom einnig fram, að Örn Steinsen hefur ; verið ráðinn þjálfari Unglingaíands- liðsins 1968, og að æfingar liðsins hefjast í Hafnarfirði næstk. fimmíudag, 28. marz, kl. 7. e.h. UNGLINGANEFND KSÍ 1968. Hinn 27. febrúar síðastliðinn skipaði stjórn KSÍ eftirfarandi fimm menn í Unglinganefnd sambandsins: Róbert Jónsson, Guðmund Jónsson, Stein Guð- mundsson, Örn Steinsen og Árna Ágústsson. Tveir hinir fyrst nefndu tilkynntu stjórn KSÍ, að þeir gætu ekki tekið að sér störf innan nefndarinnar, vegna anna við önnur félagsstörf, en liinir þrir hófu störf, sem mið- uðust við að gera tillögur til stjórnar KSÍ, um starfssvið nefndarinnar, og jafnframt gerðu þeir áætlun um undirbúning, þjálfun og endanlegt val Ung- lingalandsliðsins 1968 (18 ára og yngri), en sem kunnugt er á Unglingamót Norðurlanda að fara fram í Reykjavík 7.-14. júlí næstkomandi. í ræðu sinni sagði formaður Unglinganefndar, að nefndar- menn hefðu setið tvo fundi á rökstólum með stjórn KSÍ, sem hafði tekið tillögum Unglinga- nefndar í alla staði mjög vel og sýnt nefndinni í hvívetna mik- inn og góðan samstarfsvilja, — enda samþykkt, allar tillögur nefndarinnar, þ. e. a. s. þær. sem hægt var að koma í fram- kvæmd. En nefndin hafði farið fram á, að fá æfingabúðadvöl að Lauearvatni um páskaria, en úr því gat ekki orðið, vegná hús- næðisskorts að Laugarvaíni. Varðandi starfssvið Unglinga- nefndarinnar sagði formaður, að störf nefndarinnar yrðu að mestu í eðli sínu lík því, sem verið hefur undanfarin ár, en áherzla lögð á að halda fræðslufundi á sem flestum stöðum um landið. Knattþrautir KSÍ yrðu teknar upp, en kynning þeirra hefur legið niðri nokkur undanfarin ár. Og almenn upplýsingastarf- semi yrði aukin, og þá sérstak- lega til félaga úti um land. En í sambandi við útbreiðslu knatt- þrautanna og hinnar almennu upplýsingastarfsemi, sagði form. að haft yrði náið samband og samstarf við Tækninefnd KSÍ. UNGLINGALANDSLIÐIÐ 1968 (18 ára og yngri). Undirbúningur, þjálfun og endanlegt val Unglingalands- liðsins 1968 verður eitt af aðal- verkefnum nefndarinnar í ár. Sagði formaður nefndarinnar, að enda þótt það væri álit margra, að stuttur timi muni til ' undirbúnings, þá væru þeir nefndarmenn bjartsýnir á, að góðum árangri mætti ná, ef skipulega væri unnið, og að nefndin nyti fullkomins stuðn- ings, samstarfsvilja og skilnings allra þeirra aðila innan KSÍ sem utan, er nefndin þyrfti að leita til. Varðandi þjálfun Unglinga- landsliðsmanna, sagði formaður, að það væri stefna Unglinga- nefndarmanna, að þjálfun piltanna færi að mestu fram hjá félögunum, en piltarnir, sem valdir yrðu til æfinganna æfðu einu sinni í viku á vegum nefnd- arinnar. Æfingar þessar hefjast næstk. fimmtudag á knatt- spyrnuvellinum í Hafnarfirði, og þá með þeim piltum, sem þjálf- arar félaganna tilnefna. Æft Framhald á 14. síðu 38 ungmenni [ til Norðurlanda I i I DAG FARA 38 ung- \ menni á vegum Handknatt j leikssambands íslands til = Noregs og Danmerkur og | taka þátt í Norðurlanda- i mótum. Drengirnir fara til I Tönsberg, Noregi, en stúlk É urnar til Lögstör í Dan- j mörku, rétt hjá Álaborg. \ Þettá er í þriðja sinn sem § stúlkur héðan taka þátt í j Norðurlandamóti, en 7. | sinn, sem piltarnir eru j með. í fyrra var drengja- 3 flokkurinn í öðru sæti á j mótinu, sem var égætt af- 3 rek. 3 ✓ RAGNAR JONSSON MEÐ PRESSULIÐII KVÖLD í kvöld kl. 8.15 hefst pressu- j leikur í handknattleik karla í j Laugardalshöllinni. Skýrt hef- j ur verið frá því hveígiig lands- j liðið er skipað, en lið íþrótta- j fréttamanna or þannig: j Markverðir: Hjalti Einars- 3 son, FH og Finnbogi Kristjáns j son Val. 3 Aðrir leikmenn: Bergur j Guðnason, Val, Páll Eiríksson, j FH, Gísli Blöndal, KR, Jón j Hjaltalín, Víking, Ragnar Jóns son, FH, Ölisfur Ólafsson, Hauk 3 um, Þórarinn Ragnarsson, i Haukum, Stefán Sandholt, Val, j Sigurður Jóakimsson, Haukum \ og Sigurður Einarsson, Fram. j Lið Pressunnar lítur vel út i og búast má við skemmtilegri 3 viðureign í Höllinni í kvöld. j Sérstaka athygli vekur, að Ragn j ar Jónsson skuli aftur vera með i en haann hefur ekkert leikið 3 í vetur. Hann er þó talinn í 1 góðri æfingu. 3 (niiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiMmiiiiiiiiiiiiiiiiiiimii.iumiiiiiiiiiiJimiimiiiiimiimiiiiiiiiniimiimmiiiiiiimiiiimiiiii Fermingarkjólar Jerseykjólar kjóladeild. — Sími 18646 Blómaskáli Michelsen HVERAGERÐl Nýjar sendingar af vorlaukum, stórir og fallegir laukar, Hvergi ódýrari. Bóndarósir 45.00 st, sérlega góð tegund. Kaktus Dahliur 25.00 st., 6 litir. Pompon Dahliur 25.00 st., 5 litir. Dekorative Dahliur 25.00 st., 6 litir. Anemónur 3/50 st., einfaldar og tvöfaídar. Liljur 4 tegundir 35.00 st. Gladiólur 5,00 og 6,00 st. Gloxinia 7 litir 25.00 st. Hengi-Begonia 5 litir 22,00 st. Begonia tvöföld 20.00 st., 8 litir. Begonia fimbriata 22,00 st., sérkennileg 5 litir. Amarilles 50,00 st. Sent gegn póstkröfu. Michelsen Suðurlandsbraut 10 Reykjavík 31099. Michelsen Hveragerði SÍMI 99-4225. Óskum að ráða skrifstofustjóra á skrifstofu vora á Seyðisfirði. Upplýsingar á skrifstofu vorri Hafnarstræti 5, Reykjavík. Síldarverksmiðjur ríkisins. Lausar stöður Hjá lögreglustjóraembættinu í Reykjavík eru lausar eftir- taldar stöð'ur: 1. Staða bókara, 2. Staða ritara. Góð vélritunarkunnátta áskilin. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. L'iginhandarumsókn, er greini menntun og fyrri störf umsækjanda sendist embættinu fyrir 10. apríl n.k. Lögreglustjórinn í Reykjavík 26. marz 1968 27. marz 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ U

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.