Alþýðublaðið - 27.03.1968, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 27.03.1968, Blaðsíða 15
HANDAN SJÓNDEILDARHRIN6SINS 7 EFTiR: GILLIAN BOND íyrir, að þú losnaðir við hana. — Ég veit það. Ef bara .... Hann þagnaði skyndilega. Hún vissi, að hann var að hugsa um Gayin og henni leið illa. En hún þurfti aldrei að svara þessari ó- spurðu spurningu hans, því að nú kom Bob inn. — Vertu ekki áhyggjufull, Sandra. Við komum aftur rétt eftir sólarlag og þá höfum við vin þinn meðferðis. Það hlýtur að gleðja þig. í örvæntingu sinni fannst Söndru, að það myndi aðeins auka á erfiðleika hennar, en hún reyndi að virðast áhyggju- ]{ius, þegar hún brosti til hans. Við notum hið fræga BIO-TEX. Koniið með þvottinn. — Reynið viðskiptin. Óbreytt verð. - Sækjum, sendum. ÞVQTTAHÚS VESTURBÆJAR Ægjsgötu 10, sími 15122. HÚSBYGGJENDUR Trcsmiðjan Álfhólsvegi 40 annast ailt tréverk í íbúð yðar. - Ennfrcmur breytingar á eldri ibúðum. Ákvæðisvinna cða tima vinna. Vönduð vmna. Þórir Long Sími 40181. HÁBÆR Höfum húsnæði fyrir veizlur og fundi. Sími 21360. — Þá sjáumst við í nótt. — Góða nótt og gangi ykkur vel, Mike. Hann tók um báðar hendur hennar, þrýsti þær fast og gekk út úr skrifstofunni. TÍUNDI KAFLI. Sólin var að risa í austri, þeg- ar þeir komu aftur. Landslagið var afar fagurt, en þeir höfðu engan tíma ti lað njóta útsýnis- ins. ■ Þeir voru afar þreyttir, einn burðarmannanna hafði særst og Mike vissi, að hann yrði að skera hann upp tafarlaust. Hreinsum — pressum Hreinsun samdægurs. — Pressun meðan beðið er. Lindin, Skúlagötu 51, Sími 18825. Fatnaður — seljum sumt nýtt, sumt notað, — Allt, ódýrt. Lindin, söludeild, Skúlagötu 51. Sími 18825. Loftpressur Tökum að okkur allt mjíybrot, ejnnig sprengingar. Vélaléiga Sím onar, sími 33544. — Ég fer upp á skurðstoíu, ^ sagðj Mike við Bob. — Reyndu að koma þeim í land og láttu bera Hessan varlega. Mike gekk álútur upp að hús- inu og horfði hvorki til hægri vaxna hvítklædda veru nálgast. né vinstri, því sá hann ekki grann En hún sá greinilega þreytu- legan og beygðan manninn, sem gekk til móts við hana og hún sá vangsvip hennar og blóðblett ina á skyrtunni. Mike var særður. Hún stökk til hans og veinaði og greip um axlir hans. — Mike, ástin mín. Ertu særð Hún hugsaði ekki um annað en ást sína á honum og varpaði sér í faðm hans. Augu hennar voru full af tárum. og Mike las þar ást hennar á honum. — Var nóttin svona löng, hjartað mitt? Hann talaði ástúðlega við hana og strauk yfir hunangsgult hár hennar. En svo mundi hann eftir þeirri vinnu, sem hann átti eft ir að leysa af hendi og sleit sig lausan. — Ég er þreyttur, vina mín, ég er ekki særður. Þetta er bara skeina. En ég þarf að gera tvo uppskurði hið bráðasta. Viltu vekja Rósu Ming og Sing Bund og aðstoða mig eftir föngum? — Tvo uppskurði? Kim?, Þgð, var engu líkara en hún myndi nú fyrst eftir Kim. — Bjargað irðu honum, Mike? — Já, þeir eru nú að bera hann í, land, en þú þarft engar áhyggjuj, að hafa af honum. Hanrhjgfngr sig, en ég er hrædd ur um Hassan. — Komdu og hjálpaðu mér, Sandra. Þeim mun fyrr, sem upp skurðunum lýkur, þeim mun meiri líkur eru fyrir því, að ég fái að sofa eitthvað í nótt. ELLEFTJ KAFLI. Sandra var að raða blómum í vasa inni í herbergi Gavins, ' þegar hann opnaði augun. — Hvar hef ég séð þig fyrr? spurði hann. Það lá við að hjarta Söndru hætti að slá. Gat það verið, að hann myndi nú loks eftir öllu, sem á undan er gengið? En En skömmu seinna varð hún fyr ir vonbrigðum aftur, því að hann sagði: — Nú man ég það. Þú heim- sóttir mig í skóginn og sagðir að þú hefðir séð mig fyrr. Fyrir nokkrum árum. — Ég þekkti þig þá. Þú manst eftir því sem hefur gerzt undan farin ár, en þú manst ekkert eftir fortíð þinni. Þú hrapaðir með flugvél fyrir sex árum. Hann starði á hann en augu hans voru tómleg. — Þú særðist mikið. Véla- maðurinn meiddist lítillega og fór til að sækja hjálp. Hann Ves'st©!Si&i Framhald af 3. siðu. traust til hans. / „Margsinnis hefur verið á það bent, hve útgerð togaranna er þýð'ingarmikil fyrir öflun fisks tii vinnslu í hraðfrystihúsum og öðrum fiskvinnslustöðvum í stærstu kaupstöðum landsins, einkum yfir sumarmánuðina þeg ar bátaflot'inn stundar/síldveið ar á fjarlægum miðum. Togararn ir urðu mjög hart úti við hina miklu stækkun landhelginnar á síðusta áratug, og liefur þeim fyrst og fremst af þeim sökum farið fækkandi ár frá ári hin síðustu ár, svo að árið 1967 stunduðu aðeins 22 togarar veið ar móti 47 áríð 1961. Því verð- ur ekki lengur frestað, ef tog araútgerð á ekki að leggjast nið ur, að leyfa togurunum að fiska inn að gömlu landhelgislínunni á v’issum tilteknum svæðum viss um ákveðnum tímabilum, enda hefur það komið fram hjá þeim sem bezt þekkja til, að veiðar togaranna séu ekki frekar til eyð ingar i'iskistofninum en fiskveið ar, sem stundaðar eru með öðr um veiðarfærum. Athugun fer nú fram á endurnýjun togara- flotans með tilstyrk hins opin- bera. Starfar nefnd á vegum ríkisstjórnarinnar að þessari at hugun, sem þegar er langt kom 5n, og munu tillögur nefndar- innar vera væntanlegar innan skamms“. Svo mörg voru þau vitru orð, en þá er komið að þeirri stóru spurningu. Hver vill kaupa togara í dag? Eina svarið sem almenningur hefur er sú að hinum stærri bæjar- félögum er skylt að stuðla að endurnýjun togaraflotans, jafn vel þó að sums staðar sé um eitthvert tap að ræða, tap sem er fljótt að vinnast upp hjá fólk inu í landi. Þeim sem aðhyllast bæjarútgerð togaranna þurfa ekki að bogna undan sannfær ingu sinni þó togararnir tapi nokkrum milljónum árlega þeg ar gjaldþrot spákaupmanna eínkaframtaksins nema orðið 50 60 milljónum, eftir fárra ára starfsemi. Pétur Axel Jónsson. T ékkóslóvakía Framhald af bls. 1. tékkneska kommúnistaflokks- ins. Komið hafa fram harðorð ar racldir, sem kref jast þess að komið verði á stofn sambands stjórn í landinu og er búizt við að miðstjórn kommúnista flokksins taki málið fyrir á fundi sínum um helgina, þar sem einnig verður tekin á- kvörðnn um hver skuli vera eftirmaður hins fyrrv. for- seta, stalinistans Novotnys. Þá hefur verið ákveðið að færa kosningalögin í lýðræðislegra horf, og að ríkisstjórnin fái framkvæmdavaldið í stað þess að það sé í höndum miðstjórn ar kommúnistaflokksins eins og nú cr. Þá hafa komið fram ýmsar ályktanir hjá ríkisskip- aðri nefnd, þar sem fram koma hugmyndir um að ríkið leggi niður stofnanir þær, sem-fylgj ast og stjórna verðlagi og kaup gjaldi og verði það falið öðr- um aðilum. Einnig hafa verið ræddar tillögur sem jafna eiga aðstöðumun hinna 4,5 milljóna Slóvaka gagnvart tékkneska meirihlutanum, sem telur 9,5 milljónir. Mikil gagnrýni hefur komið fram á Novotny fyrrv. for- seta og stjórn lians sökuð um að hafa hyglað Tékkum á kostn að Slóvaka. Slóvakarnir stað- hæfa, að allar lykilstöður þjóð félagsins séu skipaðar Tékkupi* Aðaltalsmaður hugmyndaripn- ar um að Tékkóslóvakía verði gerð að sambandsríki á svip- aðan hátt og það var fyrir valdatöku kommúnista í Tékkó slóvakíu 1948, en þá myaiduðu sambandsríkin Bæheimur, Mæri, Silesía og Slóvakiu tékk neska ríkið, en voru það ár upprætt og landinu skipt í, 19 stjórnunarumdæmi er Prófess- or Jan Skaloud. Segir Skaloud að eina lausnin á jafnræði með Tékkum og Slóvökum sé að stjórnarskránni sé breytt og komið, á sambandsstjórn. Dr> Zdenek Mlyncr, sem hefur stað ið einna freinst í broddi. þeiwa manna, sem krafizt hafa endr. urbóta og aukið lýðræði í Tékkóslóvakíu hefur látið í.Ijós svipaðar skoðanir og Skaloud Fyrir seinni hcimsstyrjöldina, voru miklar erjur meðal Tékka og Slóvaka og jókst hún mjög, er kommúnistar tóku völdin 1948. Aðal hugmyndafræðingur ungverska kommúnistaflokks- ins, Komocsin, hefur látið eft- ir sér fara að atburðir þeir, sem átt hafi sér stað i Tékkó slóvakíu undanfarið hafi yfir sér stjórnleysisblæ og verði núyerandi. ráðamenn Tékkósló vakíu að lieyja baráttu á 2 víg:stöðvum gegn stalínistum og þjóðernislegum og hægri öflum, sem vilji koma á borg- aralegu þjóðfélagi og sé land ið á góðri leið mcð að e'inangra sig frá öðrum austantjaldslönd um. Komocsin skipulagði fnnd æðstu manna austantjaldsrikj- anna og Ráðstjórnarríkjanna og er álitið að hann endur- spegli álit ráðamanna í þess- um löndum, Dubeck liefur sem kunnugt er lýst yfir að hann og stjórn sín muni standa fast um þær skuldbindingar, sem hún hefur heitið og efla_ lýð- ræðislega stjórnarhætti. ALÞÝÐUBLAÐI9 || SKOLPHREINSUN úti og inni niðursetning á brunnuin og smáviðgerðir. R ÖR VERK sími 81617. Byggingarfélag Alþýðu, Reykjavík. UMSJÓNARMAÐUR Óskum eftir umsjónarmanni. Umsóknir sendist skrifstofu félagsins Bræðraborgarstíg 47, fyrir 1. apríl. STJÓRNIN. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ s SMÁAUGLÝSIN6AR o o 27. marz 1968

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.