Alþýðublaðið - 27.03.1968, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 27.03.1968, Blaðsíða 16
Nú eru sæluvikurnar að bvrja á fúll spítt. Ég held mar reyni að skvera upp einni sæluviku í skólanum hiá okkur og láta loka honum í viku. Það væri aldeilis fútt í því mar. . . Konur eru ómetanlegir ráð- gjafar fyrir menn sína, því þær komast iðnulega að réttri niðurstöðu út frá alrangri rök semdafærslu, og svo er mjög heppilegt því flestar röksemda færslur eru meira og minna gallaðar. Og þó að þær komist við og við að rangri niðurstöðu út frá réttri röksemdafærslu þá gerir það ekkert til. því maðuur bjóst aldrei við öðru af þeim. Af 114 börnum fæddum í fyrra voru 36 börn óskilgetin. Marg ir geta sér til að hér sé „pill- an“ að verki. AL.ÞBL. Það má með sanni segja að tímarnir séu breyttir. Nú er það „pilla“ sem orsakar ósksl getin börn. í minni tíð var það nú bara myrkrið og tilbreyt- ingarleysið. Leikritiff íslanrfsklukkan, eftir Nóbersskáldíff Halldór Laxness verður sýnt í tuttugasta sklpti í Þjóðleikhúsinu í kvöld, og hefst sýningin kl. 20. Uppselt hefur verið á flestar sýningar leiksins, þrátt fyrir verkföll og slæmt veffurfar. Fjöldi fólks, sem býr úti á land'i, hefur hringt til Þjóðleikhússins og beðiff um aðgöngumiða á sýn- Sngar á íslandsklukkunni. lslandsklukkan var sýnd í Þjóðleikhúsinu fyrir allmörgum ár- um síðan og naut meiri vinsælda en dæmi voru til um annað ís- lenzkt leikrít. Leggja því margir leiff sína í Þjóffleikhúsiff þessi dagana og rifja upp kynni sín við þetta snjalla leikrit. í fyrsta skiptiff, sem íslandsklukkan var sýnd, lék Brynjólfur Jóhannesson tit'ilhlutverkiff, Jón Hreggviðsson, en nú leikur Róbert Arnfinnsson Jón. Sigríffur Þorvaldsdóttir leikur Snæfríði, „ hiff Ijósa man”. Leikstjóri er Baldvln Halldórsson. Á myndinni hér að ofan sjáum við leikarana Gísla Alfreffsson og Erling Gíslason í lilutverkum sínum í leikritínu. Ég lýsi frati á þessar „pil!ur“ og tel mitt ráð miklu t'infald ara: Að hleypa karlmönnun- um bara alls ekki nálægt sér. ðoKING EDWARD America’s Largest Selling Cigar Auglýsing frá Brauðborg Njálsgötu 112 Váð seljum veizlubrauðið í fermingarveizluna, brúðkaupsveizluna og afmælisveizluna. Munið að panta tímanlega. Brauðborg Njálsgötns 112 sím&r 1SS80 ©g 16513. sidcsn Snjómokstur ÞEIRRI hugmynd skýtur alltaf upp kollinum annað veifið að skylda borgarana til að moka snjó af gangstéttinni framan við húsdyr s.ínar. Það ættu allir að gera hreint fyrir sínum dyrum segja menn gjarnan í þessu sambandi. Við á Bak- síðunni erum þessu auðvitað hjartanlega sammála, eins og öllum góðum tillögum. Hins vegar gerum við okkur fulla grein fyrir því að það þarf annað og meira en að segja: Gerið hreint fyrir ykkar dyrum, til að hrinda hugmyndinni í framkvæmd. Verkið verður að skipuleggja út í æsar. Skipulagið getur þó verið með ýmsu móti, en höfuðmáli skiptir að það sé gott, svo að menn þurfi aldrei að standa lengi verklausir við snjómokst- urinn. Svo að dæmi sé tekið um skipulag við snjómokstur, getum við hugsað okkur götu, og til þess að gera dæmið einfaldara þurfum við ekki að hugsa okkur nema aðra lilið götunnar. En við skulum enn hugsa okkur að eina nóttina snjói dá- lítið á þennan götuhelming og sjá svo, hvernig hugsanlegt er að haga snjómokstrinum, ekki aðeins á gangstéttunum, sem íbúarnir sjá um, heldur líka á götunum sjálfum, sem borgin myndi væntanlega hugsa um áfram, ef ekki reynist framkvæmanlegt að velta því yfir á ökumenn, sem auðvitað væri æskilegast. \ Líklega væri bezt að hefja verkið þannig að fyrst ganga íbúar allra húsanna út úr húsum sínum á sömu stundu og mokuðu snjónum af gangstéttunum beint fram af gangstétt- inni út á götuna. Síðan væri rétt að moksturstæki borgarinn- ar ækju um göturnar og ýttu snjónum upp á gangstéttirnar aftur, eins og venja er, gjarnan dálítið blönduðum salti. Þá tækju íbúarnir aftur fram skóflurnar, en ynnu nú eins og keðja. íbúinn í húsi nr. 1 mokað snjónum fyrir dyr íbú- ans í húsi nr. 3, hann kæmi honum í hendurnar á íbúanum á nr. og svo koll af kolli, þar til gatan væri á enda, en þá værpsnjónum mokað inn í næstu götu og íbúarnir þar látnir taka við honum. Þar fyrir væri verkinu hjá íbúum okk- ar götu þó ekki lokið, því að áður en varði væri kominn nýr snjór fyrir dyr íbúans í nr. 1, en þessi snjór kæmi auðvitað úr naéstu götu við þann endann. Þá byrjaði keðju- moksturinn aftur, og þannig væri hægt að lialda áfram þar til snjórinn væri eyddur. En auðvitað gæti ekki lijá því farið að snjórinn eyddist með tímanum við þessa með- ferð; hreyfingin skapaði hita og það er einmitt hiti, sem beztur er til að bræða snjó, eða svo segir að minnsta kosti eðlisfræðin. Þessi hreinsunaraðferð hefur marga kosti, en hér skal þó aðeins diepið á einn þeirra, þá miklu hreyfingu sem í- búarnir fengju við'þennan snjómokstur. Líklega gæti þetta kerfi gert HÆ-félögin gjörsamlega óþörf, ef því væri fylgt fram til hlítar og engir skoruðust undan skyldum sínum á þessu sviði. JÁRNGRÍMUR.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.