Alþýðublaðið - 27.03.1968, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 27.03.1968, Qupperneq 4
BONNIE OG CLYDE □ Bandaríska kvikmyndin Bonnie cg Clyde hefur vakíð' gífurlega mikið umtal í hinum vestræna heimi. í myndinni segir frá ungu pari sem fremur glæpi eins og að drekka vatn, og hljóta þau makleg mála- . gjöld, eíns og sagt er í bíópró- grömmum. Myndin. þykir afburða vel leikin og tekin, en söguþráð- urinn þykir ókræs’ilegur — jafn- vel svo að myndin verður bönnuð í Noregi og víðar. í kjölfar þessarar myndar hefur gripið um sig tízku- æði — Bonnie og Clyde stíll, sem sést á mynd’inni hér til liliðar. B R I DGESTONE Hanrt elskar fyrst og fremst SVIMHÁAR BÆTUR Nýlega kvað dómstóll í Los Angeles upp athyglisverðan an dóm þar sem forsendan var galli í Volkswagenbifreið, sem varð þess valdandi að maður varð algjör öryrki. Manninum voru dæmdar skaðabætur að mpphæð 1.021.275 dollarar, og eru þetta mestu bætur sem þandarískur þegn hefur hlot ið vegna umferðarslyss. Bótaþeginn, David G. Wicox, 23ja ára, velti bíl sínum 18. Öesember 1961, og nú, rúmum 6 árum síðar, dæmdi kviðdóm ur skipaður átta mönnum og fjórum konum, honum þessar svimhiáu bætur. Orsök slyssins v,ar talin sú að smíði afturöx- uls hafi verið gölluð frá hendi yerksmiðjunnar og það hafi yaldið slysinu. FALSKIR PENINGAR Nýlega komst u.pp um bófa- flokk í Bre.tlandi sem hafði falsað 5 punda seðla og komið Iþeim út víðs vegar í Bretlandi Aðalforsprakkinn hlaut fjög- urra ára fangelsi, en prentar- inn snjalii er enn ófundirn. Hinn makalausi Sammy Davies jr. hefur aðeins átt eitt takmark síðan hann man eftir sér, að helga hinum margbreytilegum grein- um skemmtanalífsins krafta sína. Hann byrjaði 4 ára að koma fram með föður sínum og er hann kom í herinn fór hann inn á bannhelg svið biökkumannsins; hann hermdi eftir hvítum mönnum og gerði gys að þeim á annan hátt, en blökkumanni hafi ekki leyfzt að gera slíkt. Fyrir þetta bráutryðjenda- og vissu leyti byltingarkennda starf sitt í hernum, varð hann óspart fyrir barðinu á fordómum og heimsku hvítra kynþáttarhatara. Hann var eitt sinn laminn sund- ur og saman af hópi þeirra og í lokin neyddur til að drekka þvag þeirra. í stað þess að brotna við þessa meðferð, eins og flestir venjulegir menn myndu hafa gert, varð það til þess að herða Sammy Davies, þar eð hann gerði sér ljóst að eina leið sín og kynbræðra sinna í hinum hvíta heimi, væri að duga í stað þess að drepast. Hann ákvað að í framtíðinni skyldi hann aldrei ljúka svo skemmtun, að hann fengi ekki alla áheyrendur með sér og hann hefur sjálfur sagt, að hann verði á hverri skemmtun var við hugar far og manngerðir af sama sauðahúsi og þeirra er lömdu hann forð- um, og einsetji hann sér að fá þessa menn á sitt band og hætti ekki fyrr en það hefur tekizt. Hvers vegna hefur Sammy Davies tekið þessa afstöðu til fyrrverandi kvalara sinna. Sjálfur segir hann: „Ég vil vera dáður og elskaður af fólki; það er líklega af því að ég hef ~7< sjálfur svo oft verið smáður og á mér traðkað“. Skemmtanalíf ið er Sammy Davies allt. Það er svið sem veitir honum tæki færi að segja heiminum það, sem honum býr í brjósti. Sammy Davies tilheyrir hinni syokallaðri Frank Sinatra klíku, en í. henni eru, auk tveggja framngreindra, menn eins og Dean Martin og Peter Law- ford, sem var giftur systur Kennedys heitins Bandaríkja- forseta. Vinskapur sá hefur ef- laust orðið til þess að blökku maður félck þau tækifæri í bandarísku skemmtanalífi, sem Sammy Davies hefur hlotið, Fyrir sjö árum giftist Sammy Davie? sænsku leikkonunni og þokkagyðjunni May Britt, sem þá hafði leikið í, nokkrum kvik myndum í Hollywood. Þar sem Samrny Davies var allur upp- tekinn af frama og framförum sínum á sviðinu, þar sem hann ýmist dansar, syngur, leikur, herrnir eftir og gerir yfirleitt það sem honum dettur í hug, var lttjLÍl tími aflögu til að sinna fjölskyidunni. Sammy Davies er fullkomlega fært fjárhagslega að hætta störfum, hvenær sem honum býður svo við að horfa; á síðasta ári hafði hann milljón dollara í árstekjur og gerir ráð fyrir einni og hálfri milljón dollara í tekjur á næsta ári. Hann kveðst vera fjötraður skemmt anaiðnaðinum og starfið þar verið honum ástmær og ói píum. Síðar hefði hann fund ið aðra ást, May Britt og hafi hún gefið honum 7 yndisleg ár og eitt barn, en auk þess eiga þau tvö kjörböm. Skapferli þeirra er ólíkt, hann segist lít ill, hvumpinn og magur negri, auk þess rangeygður og ein- eygður (hann lenti í bílslysi um árið og fékk glerauga í stað þess er hann missti). May á hinn bóginn sé ljóshærð, hvít og hnarreist, en þrátt fyr ir hvað þau eru ólík hafi þau lifað hamingjusömu hjóna- bandi. Er Sammy Davies og May Britt giftu sig urðu þau Ij.óskabcjrnfi' kyiaþáttaiiatrara, og urðu fyrir margs konar óþæg indum, fengu m. a. nafnlausar upphringingar þar sem rödd sagði:. „Við skuium lumbra á þér, þinn skitni negri, af þvi að þú hefur gifzt hvítri konu". Þau urðu að hafa tvö lífverði á launum hjá sér til að vernda sig gegn þessum lýð. — Nú hrfur það gerzt, að May Britt hefur sótt um skilnað, þar sem hún hefur ekki notið þess hús móðurhlutverks, sem við gift ingu er bunjjið. Hún hefur lítið séð af manni sínum vegna starfa hans, en Sammy hyggst snúa sér á ný að listagyðj- unni. ★ Danska sjpnvarpið hefur nú tiikynnt um nýja þætti í surti ardagskránni og verður hleypt af s.tokkunum morðgátuþætti, sem áhorfendur eiga að taka þátt í að leysa. Áhorfendur eiga að þætti loknum að senda inn lausnina og þurfa að rök- styðja svarið með hliðsjón af því, sem hefur hent á sjón- varpsskerminum. ★ Þá ætlar danska sjónvarp- ið að freista þess að lyfta hul unni af undirheimum Kaup- mannahafnar, en það hafa blöð in reynt að undanförnu með misjöfnum árangri. Fjöldi smyglmála á liðnum árum gefur til kynna að í borginni starfi glæpahringar undir góðri stjórn. Mönnum finnst sem sjónvarpið færist mikið í fang með þessum dagskrárlið, en ef laust bíða menn spenntir eftir niðurstöðunum. ★ Danir fluttu út húsgögn fyr ir 331,5 milljónir danskra kr. á s.l. ári, og var aukningin 7% miðað við árið á undan. 38,6% húsgagnanna eru seld til Efta landanna og 31,8 prósent til EBE landanna. Þá var at- hyglísvert að innflutningur 'húsgagna til Danmerkur jókst um 33% á s.l. ári og voru hús gögnin einkum frá Svíþjóð og V.-Þýzkalandi. Innflutningur- inn nemur 119 milljónum d. kr. □ Danskur læknir hefur bent á að taugaspenna geti haft í för með sér augnveiki, þ.e. að taugaspennt fólk geti alveg jafnt verkjað í augun og í hjarta eða maga. Þá segir læknirinn að ekki megi gleyma því að námsfólk, sem ekki á létt með að læra, kvarti oft undan augnverkjum, en oft sé það undansláttur. Þýzkur sjónvarpsflokkur hefur nýlega lokið við kvik mynd um rússnesku bylt- inguna. HluLi myndarinnar var tekinn í Noregi. □ Þeir segja að Kalharine Hepburn kjósi heldur að ferðast um á venjulegn reiðhjóli en aka í bílum. Þetta getur varla verið al- veg satt, en kannski er eitt hvað til í þessu. Hún lék síðast í mynd sem á ensku heitir: The Lion in Winter, eða Vetrarljón. 4 27. marz 1968 ALÞÝÐUBLAÐI9

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.