Alþýðublaðið - 30.03.1968, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.03.1968, Blaðsíða 2
 ŒC£StÖ) Rltstjórar: Krlstján Bersi Ólafsson (áb.) og BenediKt Gröndal. Símar: 14900 — 14903. - Auglýsingasími: 14906. — ASsetur: AlþýÖuhúsið viö Hverfisgötu, Reykjavik. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Askriftargjald kr. 120,00. — í lausasölu kr. 7,00 eintakið. — Útgefandi: Nýja útgáfufélagið hf. Hvað er nærsýni? Tíminn kallar það nærsýni, að Alþýðublaðið og Þjóðviljinn skuli mæla gegn hugmyndinni um einmenningskjördæmi og vangaveltunum um tveggja flokka kerfi. Málgagn Framsókn- ^rflokksins gefur og í skyn, að á- mælisiverð éigingirni ráði þessari afstöðu alþýðuflokkanna. Síðara atriðið er misskilningur eða útúrsnúningur af hálfu Tím- ans. Hugmyndin um tveggja flokka kerfi hefur þann megin- galla, að með henni yrði stjórn- málaflokkum fækkað með laga- boði. Fljótt á litið virðist, að það myndi bitna á Alþýðuflokknum og Alþýðubandalaginu. En sam- tals hafa þessir tveir flokkar drjúgum meira fylgi með þjóð- inni en Framsóknarflokkurinn og eitt þingsæti umfram hann. Tveggja flokka kerfið kynni því að reynast á aðra lund en sérfræð ingarnir í Framsóknarflokknum ætla, er fram liðu stundir, þó að til þess væri stofnað. Tíminn for stokkast hins vegar af þessu til- efni og segir það óblandið fagn- aðarefni, ef alþýðuflokkarnir sameinist. Það er mál út af fyrir sig, en þeirri þróun íslenzkra stjórn- mála á hvorki að flýta né seinka með kjördæm'askipun landsins að dómi Alþýðuflokksins. Og því er eins fjarri skapi, að kjördæma- skipunin bitni á Framsóknar- flokknum eins og Alþýðuflokkn- um og Alþýðubandalaginu. Hún á alls ekki að taka völd af kjós- endum. íslendingum ber að ráða því í 'almennum lýðræðislegum kosningum, hvað stjórnmálaflokk arnir eru margir og stórir hverju sinni. Annars ferst Tímanum ekki að svara öðrum um eigingjarna af stöðu í kjördæmamálinu. Fram- sóknarflokkurinn hefur jafnan verið eigingjarnastur allra í því efni. Hann vill kjördæmaskipun, sem tryggi honum raunveruleg eða ímynduð forréttindi. Þeirra naut hann lengi. Þau voru af hon um tekin með kjördæmabreyt- ingunni 1959 og metin jöfnuð nokkuð. Samt krefst Framsóknar flokkurinn ennþá einmennings- kjördæma og bveggja flokka kerf is. Er hægt að ganga öllu lengra í pólitískri eigingirni? Nærsýni virðist einnig ein- kenna sálarsjónir Framsóknár- flokksins í þessu efni, þó að hann svari öðrum um hana til að reyna að dylja málstað sinn í bar áttu fyrir úreltum og afturhalds sömum forréttindum. Hvað er nærsýni, ef ekki það sjá ekki nema sjálfan sig? ISSA DA REQUIEM fyrir einsöngvara, kór og h Ijómsveit. Á fimmtudaginn- kemur ræðst Symfóníuhljómsveit íslands og ‘Söngsveitin Fílharmonía ásamt einsöngvaranum Magnúsi Jóns- syni, Ruth Little Magnússon, ‘Svölu Nielsen og Jóni Sigur- björnssynj undir stjórn Róberts A. Ottóssonar í það þrekvirki að flytja sáiumessu Verdis og þykir því til hlýða, að geta Verksins og uppruna þess nokkr- um örðum. Sálumessa, eða re- quiem eins og hún heitir á er- lendum málum eftir upphafsorð- um fyrsta erindis hins hefð- bundna forms hinnar kaþólsku messu, var sungin til sáluhjálp- ar hinum dauðu: Requiem aet- ernam dona eis, Domine. Herra, gef þeim eilífan frið. Hinir hlut- arnir, sem oftast er samið tón- verk við, eru Kyrie eleison, eig- inlega Herra, miskunna þig yfir oss. Dies irae, eða Dagur reið- innar, Dómsdagur, Sanctus (,með Benedictus), heilagur (blessað- ur), Agnus dei, sem þýðir guðs TÓNLIST 2, 30. marz 1968' lamb og Lux aeterna, þ. e. eilíft Ijós. Ennfremur eirts og Verdi notar eru Offertorium, fórn, og Libera me, frelsa mig. Það var við dauða Rossinis ár- ið 1868, eða fyrir réttum hundr- áð árum, sem Verdj kom í hug að ítölsk tónskáid sameinuðust um að semja í sameiningu tón- verk til minningar um meistar- ann og heiðurs honum. Hugmynd hans var að þetta yrði sorgar- messa, þar sem hvert tónskáld semdi sinn hluta. Sjálfur ætlaði hann sér siðasta hlutann, Libera me. Sumir lýstu sig samþykka þessari fyrirætlun, en samt varð aldrei úr framkvæmdum. Bæjar- stjórnin í Pesaro, fæðingarbæ Rossinis, sýndi nefnilega engan á'.’.uga og lét sér á sama standa og það reið baggamuninn. En þegar skáldið og frelsisheíjan Alessandro Manzonis lézt 1873, tók Verdi Libera m. e. - þáttinn sinn fram, og á einu ári samdi hann framan við hann, það, sem á vantaði. Requiem Verdis er frábrugðið venjulegri kirkjutónlist að því leyti, að það ber mjög leikræn einkenni, svo sem vænta mátti af höfundi óperanna Rigoletto, II trovátore og Le Traviata. — Þessi veraidlegu áhrif sprengja hinn kirkjulega ramma messunn- ar. En ennfrcmur verður að hafa í huga, að suðurlandabúar, óg þá' ef til vill sérstaklega ítalir, eru öðruvísi í hugsunarhætti og bregðast öðruvísi við en við, sem búum á norðlægum slóðum. Þeir hafa á' umliðnum öldum vanizt í kirkjum sínum kliðmjúkum, Ijóð- rænum unaðssöng og þegar við tölum um, að Verdi hafi „flutt leikhúsið inn í kirkjuna”, þá er liann aðeins að fylgja gamalli og gróinni ítalskri hefð. Innileik- inn, hlýjan og þráin finnur sinn eiginlega farveg í kirkjunni og enginn mun efast um tilfinning- arnar, sem liggja að baki þessu alítalska verki sé sönn og hrein. 1. hluti, Requiem og Kyrie. Requiemið rennur fram hæglátt með banrnslegri • einlægni, en spenna kemur fram hjá hljóm- sveitinni, sem er ógnandi og myrk, en temað, sem kórinn há’lf hvfslar, tjáir djúpa sorg. í Ky- rie bregður fyrir meira lífi og gleði, en í lokin ráða drunga- legir leyndardómsfullir sam- hljómar. 2. hluti. Dies Irae er fjörugur og voldugur og" sker sig . alger- lega frá hinum hefðbundna stíl gömlu gregoriönsku messunnar, þar sem hann var einraddaður. 3. hluti, Offertorium, textinn Domine Jesu, hljómar rólega og tignarlega. Einsöngvararnir fjór- ir hafa orðið. í miðhlulanum skiptist á frásagnartúlkun og til- finningaríkur loísöngur. 4. hluti, Sanctus, er ein stór fúga fyrir tvöfaldan kór, sem jafnframt fer yfír í Agnus Dei, þar sem tónninn verður í senn gamaldags og rómantískur. 5. hluti, Libera me. Hér leit- ar Verdi aftur til hins gamla Dies Irae - háttar. Enn einu sinni skýtur gamla dómsdags- hugmyndin upp kollinum fyrir sjónum okkar, áður en hinn fagn- andi frelsisóður vekur hjá okk- ur vissuna um sigur hins góða. Framhald á 10. siðu. VIÐ HÖT— HÆLUH Þegnskylduvinnuhugmyndin illræmda hefur skotið upp koll inum á Alþingi. Jónas Péturs son flytur þingsályktunartil- lögu um þegnskylduvinnu ungl inga á aldrinum 14—18 ára. Þetta er gamall draugur, sem fyrr hefur riðið husum hér á landi, en jafnan verið kveðinn niður. Það er í raun og veru mjög samboðið þegnskylduvinnuhug myndinni áð nefna herskyldu í sömu andrá, svo sem gert hefur verið, einhverja verstu og fjárfrekustu plágu nútíma þjóðfélags sem almenningur flestra landa stynur undir. íslendingar hafa sem betur fer: lítið haft af herskyldu að segja eða öðrum slíkum kvöðum. Þó má kannski helzt rekja þessa vinnuskylduhugmynd til daga konungsvaldsins hér á landi, nema hvað samfélagið á nú að taka við hlutverki kóngsins og ráðast á garðinn, þar sem hann er lægstur, skólaunglingana í landinu. □ Undanfarið he'fur mikið vcr, ið rætt og ritað um erfiða að- stöðu unglinga til að afla sér fullnægjandi menntunar, eink um í strjálbýlinu, og sýnt fram á, að mörgum sé algerlega of- viða að sjá börnum sínum fyr ir nauðsynlegri skólgöngu af fjárliagsástæðum. Æðimargir hafa líka orðið að bíta í það súra epli að geta ekki aflað sér þeirrar menníunar, sem hugur þeirra stóð til, fyrir fá- tæktarsaliir, og goldið þess ævilangt. Sumir hafa aftur á móti fleytt sér nokkuð áleiðis með sumarvinnu á námsárun um og þó orðið að spara hvern skilding, svo sem framast mátti verða. Með þegnskyldu vinnutillögunni hyggst flutn- ingsmaðurinn koma í veg fyr ir þennan möguleika og bcin línis sækja allt sumarvinnu- kaupíð í vasa ungmennanna um tveggja ára skeið. Þetta er ekki sérlega hlýleg kveðja til skólaunglinganna í landinu, sem eru að reyna að afla sér menntunar og koma fótum und ir sig í lífinu. □ Það er i sjálfu sér undravert, að flutningsmaður tillögunnar, sem alið liefur mestan aldur sinn í fögrum héruðum Aust urlands og Norðurlands og ætti að þekkja menntunarað- stöðuna í dreifþýlinu, skuli standa að jafn ótótlegri og illa artaðri tillögu og þessu þegn skylduóféti. Hitt hefði verið skiljanlegra og virðingarvert, Framhald p 3. síðu. ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.