Alþýðublaðið - 30.03.1968, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 30.03.1968, Blaðsíða 12
go KING EDWARD Amerlca's Largest Selhng Cigar Ég er að velta því fyrir mér hvort drykkjuskapur Grænlend inga geti stafað af þjóðernis- kennd. Það er nefnilega aug- ljóst að til að gras geti verið grænt þarf það vætu. Drekka Grænlendingar þá ekki til að geta haldið áfram að vera Grænlendingar ? Frumsýning á barnaleikritinu „Pésa prakkara", verður á morg- un, sunnudag og hefst kl. 3 e.h. 2. sýning verður kl. 5. Frumsýningin áttí að vera s.l. sunnudag, en vegna veikinda eins leikandans varð að fresta sýningunni þar til á morgun. Verð á áðgöngumiðum á sýninguna er kr. 60 fyrir börn og, kr. 80 fyrií fullorðna. Þess má geta að ' nlráðamenn „Barnaleikhússins” hafa ákveðið að bjóða fötluðum börnum að vera viðstödd sýninguna kl. 5 á morgun, þeim að kostnaðarlausu, og sýna þar gott fordæm'i. HRINGSTIGAR Stálgrind Otvegum með stuttum fyrirvara hringstiga frá Svíþjóð. Hagstæff verð - Leifið tilboða Einkaumboð fyrir Dúkur Vor daglegi BAK-stur Verkfailsgróði ÉG VONA svo sannarlega að enginn verði illur, stökki upp á nef sér og rífi í hárið á sér, þó ég fari að minnast á verk- fall núria. Þá má ef til vill segja sem svo, að menn séu nú orðnir vel saddir af verkfallssúpum í bili og fari fram á einhverja aðra tegund af súpum, svona rétt til að kasta ekki upp. Þó get ég ekki að gert að mig langar svo óskap- lega til að sitja ekki á strák mínum og andmæla þeirrl vit- leysu sem haldið er fram, að enginn græði á verkföllum. Kunningi minn einn, dreifbýlingur, sagði mér sögu á dögunum sem afsannar þetta. Hvort hann lýgur, læt ég liggja milli hluta, en ef svo er, þá er hann ólíkur því sem hann var í gamladaga því þá var sagt um hann að sannsöglari mann væri vart hægt að finna í landsfjórðungi þeim er hann býr í. Hefst nú sagan: Það stóð yfir samningafundur úti á lands- byggðinni. Hann hafði staðið yfir samfleitt í 91 klukkustund og menn orðnir mjög þjakaðir. Svenfgalsinn rokinn úr mönn- um og þungt þreytufargið laggst á eins og 25 tonna steypu- bíll. Ekkert hafði miðast í samkomulagsátt og þeir fáu sem lögðu það á sig að þjarka, voru vart skiljanlegir því tungan þvældist í munni og útkoman líkt og þeir hefðu skellt í sig 2 flöskum af sterku áfengi. Menn börðust við að halda sér vakandi, en flestir voru þó hættir að skynja stað og stund og móktu í stólum sinum og hugsuðu um uppbúin rúm með drifahvítum rúmfötum. Nú leið og beið og allt í einu lagði sáttasemjari fram eina tillöguria enn. Menn rumskuðu úr mókinu og sáu að nú væri stundin runnin upp og bezt að samþykkja bara á stundinni. Tillagan var skjalfest í einum grænum og menn þrifu skjálfandi höndum alls kyns skriffæri upp úr vösum sínum og töskum. Vijað var um a.m.k. einn nefndarmann sem tók blekbyttri og pennastöng upp úr brúnni svínskinnsskjala- tösku, danskri. Menn hófu nú sem óðast að rita nöfn sín undir hæst- virt samkomulag. Nú kemur við sögu slægur og slunginn refur, ættaður að norðan og átti sæti í nefndinni. Hafði sá lítið látið á sér kræla fram að þessu, en nú reis hann á fætur og byrjaði eitthvað að pukra. Um leið og sifjaðir fundarmenn rituðu skjálfandi höndum undir samkomulag- ið og hugsuðu um rúmið sitt á meðan, laumaði refurinn að þeim pappírsblaði og um leið svo tautandi: Aðeins formsat- riði, skrifa undr þetta líka, svona já, fínt, þakka þér fyrir. Fundarmenn rituðu auðvitað undir þetta einnig og drifu sig svo heim að sofa. Vitað var a.m.k. um einn nefndarmann sem svaf í 3 sólarhringa samfleitt, ári þess að skreppa fram á prívat. Þetta var nú allt saman gott og blessað, ef í næstu viku hefði ekki fallið á hvern nefndarmann um sig 50 þús. króna víxill. Refurinn hafði sem sagt haft tilbúin víxileyðublöð og þannig stórgrætt á verkfallinu. Það fylgdi sögu kunningja míns, að refurinn byggi nú i S-eitthvað sem ég man ekki lengur hvað heftir, en er land langt í burtu frá íslandi. Þar á hann forretningu og veltir sér í aurum. Geri aðrir betur. HÁKARL.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.