Alþýðublaðið - 30.03.1968, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 30.03.1968, Blaðsíða 10
Þjóðbókasafn Framhald af 5. siðu. — Með breytingu á lögum um Landsbókasafn frá 1949 var safninu gert að auka söfnunar- svið sitt svo að það næði til vísindarita á öllum sviðum. Þetta var ekki og er ekki fram- kvæmanlegt að óbreyttum fjár- hag og húsakosti safnsins. Lands- bókasafn er fyrst og fremst safn fyrir hvaðeina sem varðar ísland og íslenzk efni, miðstöð upplýsinga um íslenzka bók- fræði, en háskólasafn rækir al- menna vísindasöfnun. Það er íslendingum hins vegar mikil nauðsyn að eignast vísindalegt bókasafn sem ekki standi að baki þeim háskólabókasöfnum annars staðar á Norðurlöndum sem ekki eru í höfuðborgum; við höfuðstaðasöfnin þýðir okk- ur ekki að hugsa til þess að keppa. Og leiðin til að eignast slíkt safn er sameining beggja safnanna sem hér eru. Samein- ing þeirra mundi ekki fela í sér „hagræðing” á þann veg að færra starfslið ynni sama verk og áður, safnmönnum háskól- ans yrði eftir sem áður að fjölga. En starfsliðið mundi nýtast betur, þjónusta safnsins verða fjölbreyttari og nær full- komnun en óbreyttra safna. Og bókaféð mundi nýtast betur en áður undir einni stjórn. ✓ [ ■“ g vil lata oræddar röksemd- ir þeirra manna sem erú' and- vígir sameiningu safnanna, sagði Björn Sigfússon ©nnfremur, enda stafa þær einkum af því að sameiningin er ekki þegar komin á, tæplega af því að menn væru henni mótfailnir í ájálfu sér. — En er sameining safnanna þá um séinan? — Ef hagnaður af samein- ingu safnanna er alltaf samur og jafn en byggingarkostnaður margfaldast með tímanum, sýn- ist útkoman úr dæminu sú, að þetta sem allir hefðu helzt kos- ið verði ósennilegra hverjum áratug sem líður. — En þarf þá ekki að byggja yfir söfnin hvprt í sínu lagi — sem yrði enn dýrara? — Hugsanlegt er að rannsaka þurfi hvor leiðín yrði dýrust. En sé ekki hægt að reisa nýtt sameiginlegt safnhús fyrir 1975, eða þar um bil, kyrkir það bæði söfnin að bíða lengur eftir úr- lausn að öðrum ástæðum ó- breyttum. Þess vegna gerði bókasafnsnefndin 1966 tillögu til vara sem gerði ráð fyrir að húsnæðismál safnanna yrðu bætt hvort í sínu lagi, ef sameigin- legt hús fengist ekki, svo að dygði næstu áratugi. Varð andi Landsbókasafn gerði til- lagan ráð fyrir að safnið fengi húsnæði þjóðskjaiasafns í safna- húsinu. Handa Háskólabóka- safni var hins vegar gert ráð fyrir viðbyggingu við bak- álmu háskólans. Hún mætti vera gerð svo úr garði að hún yrði allgotí kennsluhúsnæði ef safn- ið flyttist á braut. En Háskól- inn kemst ekki hjá því að halda áfram að efia bókasafn sitt. Það kostar mikla vinnu að byggja upp safnið með hinum öra vexti þess, vöxtur á útlánastarf- semi kostar vinnu, og safngestir þurfa við upplýsinga og leið- beininga um bækur þess, en safnið er opið með sjálfbeina og gestum heimill aðgangur að öll- um geymslum þess. Með ó- breyttu starfsliði, aðeins þrem- ur manns, er þessu starfi harla þröngur stakkur skorinn, Eins og nú standa sakir veit ég engin framlög til safnsins sem eins vel svara kostnaði og aukning á starfskröftum þess, sagði Björn Sigfússon að lokum. r aman væri að kynnast við- horfum Landsbókasafns við þessum málum, en landsbóka- EIRRÖR Kranar, fittings, einangrun o. fl. til hita- og vatnslagna. Burstafell byggingavöruverzlun Réttarholfsvegi 3, Sími 38840. SMURT BRAUÐ SNITTUR BRAUÐTERTUR BRAUÐHUSID SNACK BAR Laugavegi 126, sími 24631. Lærið aðaka BfL ÞAR SEM ÚRVALIÐ ER MEST- BÍLATEGUNDIR og KENNARAR Geir P. Þorm*r (W.Vagen R.958) S. 21772, 19896. Gígja Sigurjónsdóttir (W.Vagen R.1822) S. 19015 Hörður Ragnarsson (W.Vagen R.6873) S. 35481 Jóel B. Jacobssen (Taunus 12M) R.22116) S. 30841 Guðmundur G. Pétursson (Rambler Am.) R-7590 S. 34590 NNíels Jónsson (Ford Cust.) R-1770 S. 10322 Auk framagreindra bíla: Volga, Vauxhall og Taunus 12M. Einnig innanhússæfingar á ökuþjálfann. öppíýsingar i simum: 19896 21772 34598 mm Okukennslan hí. Sími 19896 og 21772. Útför HELGU VALTÝSDÓTTUR Leikkonu, verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík kl. 2. síð- degis, mánudaginn 1. apríl. Blóm eru afbeðin, en vinum hinnar látnu bent á minn- ingarsjóð Félags íslenzkra leikara. Huida Valtýsdóttir og börn hlnnar látnu. Hjartkær maðurinn minn, SIGURJÓN JÓNSSON frá Þorgeirsstöðum lézt í Landsspítalanum 29. þ.m. Ólöf Vernliarðsdóttir. Þökkvtm auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og jarð- arför mannsins míns og föður, MAGNÚSAR P. BJARNASONAR. Kristín Lúðvígsdóttir og Sigrún Magnúsdóttir. vörður hefur mæizt undan að ræða þau að þessu sinni. Hitt er ljóst, að hlutverk hins nýja, sameinaða bókasafns sem ein- hvern tíma rís, verður marg- þætt. í fyrsta lagi verður þar íslenzkt þjóðbókasafn, beinn arftaki núverandi landsbóka- safns. í öðru lagi vísindalegt bókasafn sem standist saman- burð við háskólasöfn við er- lenda háskóla af svipaðri stærð og Háskóli íslands. Og í þriðja lagi ætti slíkt bókasafn skyid- ur að rækja við almenning og önnur bókasöfn í landinu, eink- um með útlánum erlendra bóka og aðgengilegum iess'tofum fyr- ir almenning, sem Landsbóka- safn annar ekki sem skyldi eins og nú standa sakir. En eftir er að vita nær slíkt nýtt þjóðbóka- safn verður að veruleika. Ó.J. Ténlist Framhald af bls. 2. Einkanlega er eftirtektarverð hinn hnígandi endir þar sem töfrabirtan dofnar smám saman í leyndardómsfullt rökkur. Ef að líkum lætur og reynsl- an að 9. symfóníu Beethovens SKOLPHREINSUN úti og inni Sótthreinsum að verki loknu. Vakt allan sólarhringinn. Niðursetning á brunnum og smáviðgerðir. Góð tæki og þjónusta. R Ö R V E R K sími 81617. ODYRU fermingarbl ómin HJÁ OKKUR. sendum heim — Sími 40980. Biómaskálinn v. Nýbýlaveg. SMÁAUGLÝSINGAR o o HÚSBYGGJENDUR Trésmiðjan Álfhólsvegi 40 annast allt tréverk í íbúð yðar. - Ennfremur breytingar á eldri íbúðum. Ákvæðisvinna eða tíma vinna. Vönduð vmna. Þórir Long Sími 40181. Hreinsum — pressum Hreinsun samdægurs. — Pressun meðan beðið er. Lindin, Skúlagötu 51, Sími 18825. Fatnaður — seljum sumt nýtt, sumt notað. — Allt ódýrt. Lindin, söludeild, Skúlagötu 51. Sími 18825. Húseigendur athugið Nú er tíminn til að fara að hugsa fyrir málningu á íbúðinni. Pantið í tíma. BIRGIR THORBERG Sími: 42-5-19. Loftpressur Tökum að okkur allt múrbrot, einnig sprengingar. Vélaleiga Sim onar, sími 33544. Garðstæði óskast í nágrenni Reykjavíkur eða Ilafnarfjarðar. Upplýsingar í síma 15906. og þýzkri sálumessu Brahms sýndi, láta áheyrendur ekki á sér standa, enda skylt að flutn- ingsmenn slíkra ver.ka hafi er- indi sem erfiði. — (Stuðzt við M. Verden). — G. P. ÖKUMENN Látið stilla í tíma. Hjólastiilingar Mótorstillingar Ljósastillingar Fljót og örugg þjón- usta. BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32 Sími 13-100. |,0 30. marz 1968 ALÞÝÐUBLAÐÍÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.