Alþýðublaðið - 30.03.1968, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 30.03.1968, Blaðsíða 5
y ■ ■ áskólabókasafn, sagði Björn Sigífússon, aðspurður hvers konar stofnun það væri sem hann veitti Corstöðu — há- skólabókasafn er bókasafn ætlað til almennra vísindalegra þarfa þeirra sem stunda nám, kennslu eða rannsóknir í há- skóla eða á hans vegum eða vinna að sjálfstæðum rann- sóknum á þeim sviðum sem munu varða háskólann. Réttur til afnota af safninu er engan veginn bundinn við háskóla- menn. Hins vegar eru þrengsl- in slík að afnot aðkomumanna af safninu eru nær eingöngu bundin við útlán." Þau námu um 6000 bindum árið sem leið og mundu fljótlega tvöfaldast með auknu starfsliði og þar með aukinni fyrirgreiðslu fyrir lánþegum. Bókakostur safnsins er þess eðlis að almenningur leitar ekki til þess heldur eru það fámennir hópar manna einkum kandidata, sem nota sér saíniö. En hver sem þörf hefur fyrir bók í eigu safnsins má leita hingað, og tel ég sjaldan heftnilt að synja um útlán ef útiánshæft eintak er til í safninu. astagestir eru stúdentar við próflestur, ritgerðasmíð eða við iestur miili kennslustunda, sagði Björn Sigfússon ennfrem- ur. Lestrarstofur safnsins, með um það bil 140 sætum, eru orðn- ar of litlar og dreifðar um allt hús; hin stærsta þeirra, hátíða- salurinn, er cinnig prófsalur og auk þess ætlaður til ýmissa annarra nota. Árið 1940 var hér 40 sæta salur fyrir 280 stúdenta, en nú er stúdentatalan næst- um sex sinnum hærri. Og að- sókn að safninu hefur vaxið hlutfallslega. Nú kjósa fleiri stúdentar en áður að lesa á safni ef þeir eiga þess kost. Nú þegar væri þörf fyrir 200 sæti í lestrarsal, og sú þörf mun á fáum árum aukast upp í 300 sæti fyrir háskólamenn eina. — Bókakostur Háskólabóka- safns er nú liðlega 140.000 bindi og fyllir 4000 hillumetra að meðtöldum útibúum safnsins í raunvísihdastofnun og ensku- stofnun, en gera má' ráð fyrir að bókakostur slíks safns tvö- faldist á 10—12 árum. Saín- ið nýtur prentskilaeintaks af öllu sem út kemur á íslenzku og i:)?íur regluleg bókaslkipti við um það bil 300 erlenda aðila, en árlegt bókafé úr rík- issjóði er nú 750.000 krónur. og er því fé varið til bókakaupa og bókbonds. Bóktasafhsneíhd) háskólans, skipuð fulltrúum úr öllum háskóladeildum, er há- skólabókaverði til ráðuneytis um bókaval og annan rekstur safnsins, og hafa prófessorar því mikil ráð yfir því hvaða bækur eru keyptar til safns- ins, hver í sinni grein. En þar sem mikill vöxtur er í háskól- anum um þessar mundir og margar greinar bætast við á næstu árum hlýtur bókaöflun safnsins að ná til fleiri fræða- sviða en enn er fjaiiað um í' skólanum. Á ýmsum sviðum eru afnot bókanna heldur ekki bundin við einn hóp fræði- manna, heldur marga svo sem ýmsar greinar hugvísinda og félagsvísinda. Síðustu árin hafa útlán safnsins breytzt nokkuð. Lengi framan af voru rit sem varða íslenzk fræði flest í út- lánum, en síðustu ár hafa nátt- úruvísindi þokazt til jafns við. þau. Þar næst koma guðfræði og saga, viðskiptafræði og lög- fræði, þá erlend málvísindi, verkfræði, landafræði, uppeld- is- og sálarfræöi. — Háskólabókasafn hefur úti- bú í raunvísindastofnun og enskustofnun þar sem eru bæk- ur í þeirra fræðum, og víðar eru Iesstofur handa stúdentum. Bókasafn lækna í Landspítalan- um er safninu óviðkomandi enn. í Árnagarði verður vænt- anlega þörf fyrir handbókasöfn kennara, útibú úr Háskólabóka- safni. Þar mun koma í góðar þarfir safnið sem hinn merki prófessor Stefán Einarsson gef- ur háskólanum. Einnig er ráð- gert bókasafn í Norræna hús- inu. s íðustu tíu árin hefur all- mikið verið rætt um sameining Landsbókasafns og Háskólabóka- safns í nýju safnhúsi í háskóla- hverfinu. Sameiningin var form- lega ákveðin með ályktun Al- þingis árið 1957 að fengnu á- liti bókasafnsnefndar sem til þess var sett haustið 1956 að. athuga „hvort fjárhagslega og skipulagslegVi muni e/igi hag- kvæmt að sameina Háskólabóka- safn og Landsbókasafn að ein- hverju eða öllu leyti.” Ályktun Alþingis var reist á áliti nefnd- arinnar sem lagði til: „I. Að Landsbókasafn og Háskólabóka- safn verði sameinuð. Lands- bókasafn verði aðálsafn, en Há- skólabókasafnið verði miðað við handbóka- og námsþarfir síúd- enta og kennsluundirbúning og rlannsóknir háskólakennara. 2. Að reist verði bókasafnshús í næsta nágrenni við Háskólann til þess að sameining safnanna verðli framkvæmanleg. 3'. Að nánari samvinna verði tekin upp milli Landsbókasafns og Háskólabókasafns meðan beðið er eftir nýju bókasafnshúsi og nauðsynleg fyrirmæli sett um það í reglugerð Landsbókasafns að féngnum tillögum beggja forstöðumanna safna.” En at- hylgi vek.ur að í ályktuninni sjálfri, sem samþykkt var á þingi, er ákvæðið um liýtt safn- hús fellt niður. í nefndarálitinu var m. a. vikið að húsnæðismálum beggja safnanna sem út af fyrir sig gerðu sameiningu -þeirra knýj- andi, rætt um sívaxandi bóka- þörf háskólans en minnkandí fjárráð Háskólabókasafns og lögð áherzla á þá‘ nauðsyn að safnið og skólinn mættu fylgj- ast sem bezt með framvindu vilsinda. Um Lamdsbttfcasafn var þess m. a. getið að fjár- framlög til þess væru alltof lít- il til að það gæti gegnt öðru aðalhlutverki sínu, að vera höf- uðvísindasafn landsins. „Eins og er berst það í bökkum með að gegna þeirri skyldu að vera þjóðbókasafn, þ. e. að eignast og varðveita allt. sem varðar ísland og íslenzkar bókmennt- Björn Sjgfússön. ir.” Síðan 1957 hefur bókafé beggja safnanna verið aukið, en bæði búa þau enn við sama hús- næði og áður. En hvernig er háttað verkaskiptingu þeirra síðan, hvað líður sjálfri sam- eining safnanna? V * orið 3 9,66 var enn skipuð nefnd í bókasafnsmálinu, sagði Björn Sigfússon, skipuð lands- bókaverði, Finnboga Gúðmunds- syni, háskólabókaverði og Birgi Thorlacius ráðuneytisstjóra, og mælti hún mjög fastlega með því að reisa það hús, sem leiði af sér sameining safnanna. í beinu framhaldi af þessu var heimilað í fjárlögum ársins 1968 að leggja fram úr ríkis- sjóði eina. og hálfa milljón króna til væntanlegs safnhúss, en sú fjárveiting er afturköll- uð í hinu nýja sparnaðarfrum- varpi rí/icisstjórnarinnar. Þessi afturköllun er varla nema til bráðabirgða. En það eitt hefur komið í veg fyrir sameining safnanna til þessa að fé hefur skort til að byggja yfir þau það hús sem þau þurfa. Eins og nú árar er ekki hægt að fullyrða neitt um það á hvaða áratugi fé verði fyrir hehdi til þeirrar byggingar. En söfnin þurfa að auka starfsemi sína meðan eft- ir því er beðið og ef til vil aldrei fremur en þegar atvinnu- ástandið leyfir mönnum næðí til lestrar. Á kreppuárunum varð mikil aukning í starfi safna alls staðar á Norðurlöndi- um nema hér. Nú ríður á að hægt sé að veita safngestunji eins góða úrlausn og bóká- kostur safnanna leyfir og drag^t að þeim bækur sem ekki þuríá að kasta stórfé miðað við aðri fjárfesting sem er seinni til aíji skila arði. — Það eru engln glögg verka|- skil milli bókasafna í Reykja- vík, og verkefnaskipting milji Landsbókasafns og Háslcóla- bókasafns Wefur ekki felngizi þó allmikið hafi verið eftir henni sótt. Samvinna er ágætt orð, en hún krfest rnikils af því, sem seinni liður orð$ felur í sér: vinnu, mikillal' vinnu, og starfslið þarf til að leysa hana af hendi. Eins og nú standa sakir eru vinnubrögð á þessu sviði aðeins skipulagð- ur glundroði. Söfnin leitast að vísu við að kaupa ekki sömu bækurnar, samvizkusamir menn á söfnunum hringja sig saman og bera sig saman, hvort táí- teknar bækur séu til á öðru- hvoru safninu eða fyrirhugað að kaupa þær. En allt önnur vinnubrögð þyrfti til að hægt væri að tala um skipuleg, sam- eiginleg bókakaup safnanna. Frh. á 10. síðu..

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.