Alþýðublaðið - 30.03.1968, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 30.03.1968, Blaðsíða 6
Við gildistöku H-umferðar, 26. maí n.k. verða tekin í notk un ný umferðarljós á sex gatna mótum í Reykjavík. Þá veröa umferðarljós alls 16 á gatna- mótum í höfuðhorsinni. Þau gatnamót, sem fá nmferðarljós við gucusi.u,v„ - .<ir eru: — 'ýrarbr. Miklabraut — Háaleltisbr. Míklabraut — Grensásvegur SuSurlamlsbr. — iijíixeimar Suðurlandsbr. — Grensásvegur SuSurlandsbr. — Kringlum.br. Umferðarljósin á Miklubraut inni, á fjórum stöðum alls, verða samtengd, þannig að með ákveðnum meðalhraða, inn an hraðatakmarkana, verður unnt að komast á grænu ljósi eftir allri Miklubraut. Samteng ing umferðarljósa á Suðurlands- brau'; verður einnig fram- kværnd. Umferðarljósin gegna mjög mikilvægu hlutverki í umferðar kerfi borga. Era þau bæði til stjórnunar umierðinni svo og til að auka öryggi hennar, bæði fyrir gangandi vegfarendur og akandi. Það er því mjög mik ilvægt öllum vegfarendum, og áríðandi öryggisatriði, að um ferðaljós séu virt. Þar er sjaldgæft að ökumenn aki mótu rauðu ljósi, en því því miður er allt of algengt, að gangandi vegfarendur gangi móti rauðu ljósi. Fólk verður að gera sér grein fyrir því, að með því að ganga móti rauðu ljósi, er það að brjóta lög, og. að auki stefnir það lífi og heilsu sinni og annarra í hættu. Þrátt fyrir að umferðarljós hafa verið sett upp á gatna- mótum þar sem umferð er mik il, t. d. við gatnamót Lönguhlíð ar og Miklubrautar, hefur um ferðaróhöppum ekki fækkað þar. Margir þessara árekstra eru aftanákeyrslur og allmarg ir vegna þess, að túlkun öku- manna áljósunum er röng. Allir ökumenn vita, að rauða ljósið merkir stöðvun, græna ljósið að halda megi áfram yfir gatna mótin, en það er merking gula ljóssins, sem ökumenn mis- skilja. Þegar gult ljós kemur á eftir grænu, er það stöðvunarmerki, en táknar jafnframt, að rýma beri akbrautina, ef ökutæki er komið á eða yfir stöðvunarlínu. Lang algengasta brotið í sam- bandi við akstur eftir umferðar ljósum er, að farið er af stað á gulu ljósi, sem er stórhættu- legt og hefur þegar valdið mörg um árekstrum og jafnvel stór- slysum. ftHff • m „ 'mmm. Ef ekið er eftir tilvísun um ferðarljósanna eins og til er ætlazt, þau virt og fullkomin gát höfð á, er tilgangi þeirra, að stjórna umferðinni og auka öryggið, náð. Það er víst alveg óhætt að tala ihreinskilnislega um það, sem verður til að spilla eðlilegum hjúskap og heimilislífi. Hjón segja stundum, að það beri eig inlega ekkert á milli, annað en Iþað, að þeim komi illa saman. í raun og veru er þetta engin skýring á málinu. Það er eins og sjúklingur segði við lækni: Ég er veikur, af því að ég hefi höfuðverk. En af hverju kem ur höfuðverkurinn? Af hverju stafar ósamlyndið? Hér geta óteljandi orsakir komið til greina, og stundum verða þær ekki fundnar, og ef til vill fleiri aðila. Ég ætla hér aðeins að minnast á eitt atriði, sem oft veldur miklu í sambúð hjóna, en það eru venjurnar, sem þau háfa tamið sér. „Maðurinn er tómur vani," segja sumir. Þetta er of mælt, ef meiningin er sú, að maður inn sé ekki annað en vél, sem aldrei fari út af sporinu, og aldrei eigi þess kost að ,,stilla sig um“, breyta hátterni sínu. Slíkt er að vera þræll vanans. Hin öfgin er sú, að ekkert megi vera vanabundið í lífi fólks- ins. Lífið eigi helzt að vera tóm ringulreið, til þess að nokk ur leið sé að njóta þess. Auðvitað- eru til smámuna- seggir, sem verða viti sínu fjær ef ekki er alltaf sungið með sama takti. En framhjá því verður ekki gengið, að gagn- legur og fagur vani gerir lífið auðveldara og stílfegurra. Til þess að ná fullkomnum árangri við starf, þarf það að verða að vana. Annars yrði fullorðnu fólki jafn-erfitt um gang alla ævi, eins og smábarninu, sem er að venja sig á eðlilegt göngu lag, Hvernig færi fyrir skurð lækni, sem yrði að hugsa sig jafn-nákvaemlega um hvert hnífsbragð. og ungur stúdent, sem er að beita kutanum í fyrsta skipti. Æfingin gerir meistarann, og æfing er vani. Eitt af því, sem nýgift hjón þurfa að læra, er að samræma VENJUR sínar. Einhleýpur maður, hvort sem er karl eða kona, hefur myndað sér venj- ur án tillits annarra en sjálfs sín, — ef til vill þó með dá- litlu tilliti til foreldra, syst- kina, starfsfélaga. Venjur geta auðvitað verið bæði vondar og góðar, og því verður ekki neit að, að sumar venjur eru ein- um nauðsynlegar en öðrum lít ils virði. Ég hefj vitað kirkju rækna og bænrækna konu vera í þann veginn að sligast uridir innibyrgðri þjáningu, af því að maðurinn hennar, sem var óvanur slíku, gerði ekki annað en hæðast að konu sinni og spotta trú hennar. Til eru einnig bæði konur og karlar, sem ekkj geta vanið sig á eðli legt heimitislíf, af því að þeim virðist vera ómögulegt að venja sig af siðum og venjum óráðinnar æsku. Heimilislíf verður síður en svo þvingað af því, að hjónin byggi upp heimilisvenjur, með eðlilegum hætti, Iþví að þær gera aöilum auðveldara að samlagast, hvort sem er í starfi, skemmtun eða guðræknisiðkun. Kumir tala um, að það sé þvingandi fyrir börnin, ef fast ar venjur gilda í stjórn for- eldra á heimilinu. Þá verði líf barnanna bundið í of fastar skorður. En er ekki nægileg tilbreyting í náttúrunnar ríki, þó að sólin komi alltaf upp í austri og gangi undir 1 vestri. Ég er sannfærður úm, að það veitir hverju barni eðlilega öryggiskennd, að heimilið, sem það vex upp á, fylgir föstum meginreglum. Margir leggja þá merkingu í orð eins og vani og venja, að þar sé um að ræða innihalds laus form, sem engin hugsun eða tilfinning sé að baki. Það er talað um, að hjónaband „lafi af gömlum vana“. Hvað þýðir þetta, með kurteisislegra orðalagi? Það þýðir hvorki meira né minna en það, að hjónin hafi vanið sig svo sterk lega á tillitssemi, kurteisi og góða samvinnu, að slíkt sé orð ið þeim ósjálfrátt — og ekki sé lengur þörf á hinum há- stemdu ástarjátningum, sem brutust fram undir sterkurn geðhrifum tilhugalífsins. Hjá mörgum hjónum er kærleikur inn „kominn í vana“, svo mjög að hann þarf ekki einu sinni orða við. Hann er orðinn jafn- hversdagslegur og sólskinið. Og iþó að endrum og eins geti ský dregið fyrir sólu, þá vit- um við að hún er á sínum stað, vegna alda gamallar venju í sköpunarverkinu. Sem sagt: Ef eitthvað er að í hjónabandinu, þá athugaðu, hvort breyttar venjur — einka venjur eða heimilisvenjur — geta ekki komið í veg fyrir skilnað. Og í öllum guðanna bænum: Venjið yður ekki á að vera með skilnað á heilanum eða skilnað á vörunum, hvað lítið sem út af ber, l.d. í snöggu gremjukasti út af fánýtum hlutum. Það er hættuleg venja að vera ár og síð með skilnað arhótanir. Það getur leitt af sér sef jun, sem endar með skelf ingu. Eftir dr. Jakob Jónsson TILKYNNING Vegna ályktunar Evrópusambands pósts og síma (CEPT) hafa Norðurlöndin samþykkt að breyta talsímagjöldum sín á milli frá 1. apríl 1968. Nánari upplýsingar hjá talsambandinu við útlönd. Reykjavík, 29. marz 1968. PÓST- og SÍMAMÁLASTJÓRNIN. 0 30. marz 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.