Alþýðublaðið - 28.04.1968, Síða 9

Alþýðublaðið - 28.04.1968, Síða 9
Frægt og tig'ið fólk gistir paradís Karims á Sardinlu. Hér er hann með tveimur gestum, Peter Sellers og Margréti Brctlandsprinsessu. arspillum í hæfilegri fjarlægð og einnig til að hindra að bygg- ingar annarra auðkýfinga spilli heildarsvip staðarins. Bygging- ar hans eru „nútíma túlkun á' hefðbundinni byggingarlist Sar- diníu” eins og hann segir sjálf- ur. Stóru hótelin fimm, sem þeg- ar eru risin, líta út fyrir að hafa staðið þarna í margar aldir. — Veggirnir, sem eru í bleikum og brúnum litbrigðum líta út eins og veður og vindur hafi leikið um þá í aldaraðir og gefa engan veginn til kynna allan þann í- burð, sem finna má innan veggja. Karim gerði 20 ára áætlun um framkvæmdirnar á Sardiníu og ef allt gengur samkvæmt áætl- un eiga að þeim tíma liðnum að vera risin 40—50 hótel, — hundruð einbýlis og f jölbýlishúsa og samtals eiga að geta dvalizt þarna um 100 þúsund manns. Karim hefur látið gera hrað- brautir og stækkað höfnina og fegrað þannig að hún er nú á- litin ein fegursta lystisnekkju- höfn við Miðjarðarhafið. Þá hef ur hann byggt upp þorp, lagt vatnsleiðslur o. s. frv. og hefur allt þetta verið fjárhag Sardin- íu mikil lyftistöng og veitt 5 þúsund manns atvinnu. Enginn vafi er á því að peningarnir, sem eiga eftir að koma í einka- kassa Karims á Sardiníu verða að einhverju leyti notaðir til að bæta kjör trúbræðra hans víða um heim. Þótt lánið virðist leika við Karim Aga Khan VI., þá hviiir skuggi yfir þessu öllu: ráðgjöf- um og þegnum Karims finnst kominn tími til að hann íái sér konu — konu, sem þeir viður- kenna. Og þar stendur hnífur- inn í kúnni. Karim hefur hlotið menntun sína á vesturlöndum og og því erfitt fyrir hann að finna konu, sem jafnframt því að vera sömu trúar og hann getur lifað því lífi, sem hann lifir og skilið áhugamál hans. Samband hans og frönsku stúlkunnar Ainno- i ucka von Mehks, sem mikið hef- ur verið rætt um undanfarin ár, hlaut ekki blessun þegna hans og hann varð að slíta sambandi sínu við hana. Fyrir rúmu ári fæddi Annoucka son, sem sumir segja að sé sonur Karims, en hann hefur neitað að segja nokk- uð um það mál til þessa. Elzta dóttir íranskeisara hefur verið nefnd — en hún er frá- skilin og á barn, svo að ekki kem ur hún til greina. Sama er að segja um Dolores Guiness, ekkj- una eftir hálfbiróður Karims. Hún er sögð hafa verið .fyrsta ást’ Karims, en tók bróður hans fram yfir hann. Er sagt að Kar- im sé ennþá' hrifinn af henni, en hún á barn svo að hún er útilokuð. Ennþá veit enginn hvað Kar- im gerir í þessum efnum, en hann hefur fengið ströng fyrir- mæli frá ,æðri stöðum’ um að nú verði hann að fara að láta til skarar skríða í þessum efn- um. STON E Hafnarfirði hefur til askeið og Hólabraut. réttar síns um kaup L formanns félagsins ndurnýja. Frá barnaskólum Kópavogs. Innritun nýrra nemenda Börn fædd 1961, eiga að hefja skólagöngu á þessu ári, Innritun þeirra fer fram í skólum kaupstaðarins, laugardaginn 11. maí 1968 kl. 10-12 f. h. Verða þau síðan um skeið í vorskóla. Eldri skólabörn er verið hafa í öðrum skólum, en ætla að hefja skólagöngu í Kópavogi að hausti, eru einnig beðin að innrita sig á sama tíma. Fræðslufulltrúi. KJÖRSKRÁ til forsetakosninga, fyrir Kópavogskaupstað, sem fram eiga að fara hinn 30. júní 1968, liggur frammi á pósthúsinu í Kópavogi, frá og með 30. apríl til og með 27. maí 1968. Kærum út af kjörskránni ber að skila Bæjar- skrifstofunni eigi síðar en hinn 8. júní 1968. Pósthúsið er opið frá kl. 9-18, alla virka daga, nema laugardaga til kl. 12,30. 26. apríl 1968. Bæjarstjórinn í Kópavogi. í ÓSKILAMUNIK í vörzlu rannsóknarlögreglunnar er nú margt óskilamuna, svo sem reiðhjól, fatnaður, lykla veski', lyklákippur, veski, buddur, úr gler- augu, o. fl. Eru þeir, sem slíkum munum hafa týnt, vin- ^ samlega beðnir að gefa sig fram í skrifstofu rannsóknarlögreglunnar, Borgartúni 7, kjall- ara (gengið um undirganginn) næstu daga lcl. 2-4 og 5-7 e. h. til að taka við munum sínum, sem þar kunna að vera. Þeir munir, sem ekki verða sóttir, verða seld- ir á uppboði 11. maí n.k. Rannsóknarlögreglan. AÐALFUNDUR Húseigendafélags Reykjavíkur verður haldinn þriðjudaginn 30. 'apríl n.k. kl, 18, að Bergstaðastræti 11. D a g s k r á : 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. STJÓRNIN. NÝ SENDING Vor og Sumarkápur Fermingarkápur og Vendi- kápur ) / ‘ _ ,,,, . Bíápu- og dömubúðin Laugavegi 46. . 28. apríl 1968 - Al-ÞÝÐUBLAÐIÐ 9

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.