Alþýðublaðið - 19.05.1968, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.05.1968, Blaðsíða 2
 laKsttí) Rttstjórar: Krlstján Bersi Ólafsson (áb.) og BenediKt Gröndal. Símar- 14900 - 14903. - Auglýsingasími: 14906. _ Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu Reykjavík. - Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Askriftargjald kr’ 120,00. - I lausasölu kr. 7,00 eintakið. — Útgefandi: Nýja útgáfufélagið hf! Öryggi skipanna Gefin hafa verið út bráðabirgða Jög, sem heimila samgöngumála ráðuneytinu að gefa út reglugerð um tilkynningaskyldu íslenzlcra skipa. Hér virðist vera um sjálfsagt mál að ræða, en framkvæmd þess hef ur' þó vafizt fyrir íslendingum í ó trúlega langan tíma. Þegar óveð- ur skella á, kemur oft í ljós að ekki er vitað um ferðir skipa. Þégar leit er hafin, verður að fara yfir stór svæði af Ííorður Atlants hafi, þar eð síðasta vitneskja um ferðir skips er oft margra daga 'gömul. Eggert G. Þorsteinsson sjávar- útvegsmálaráðherra hefur lagt sig fram um að leysa þetta mál. Hefur hann leitað samstarfs við Slysavarnafélag ísl'ands, sem hef ur lengi haft ríkan áhuga á mál- inu. Hann hefur einnig haft sam starf við samtök sjómanna, far manma og útgerðarmenn, svo og við Landssímann, Landhelgis- gæzluna, Skipaskoðun ríkisins og ýmsa fleiri aðila, sem áhuga hafa á þessu máli. Bráðabirgðalögin, sem út hafa verið gefin eru aðeins heimild til að gefa út reglugerð um þessi mál, og er reglugerðin að sjálf- sögðu meginatriðið. Er undirbún ingi nú svo langt komið, að unnt verður að sameina sjónarmið all ra aðila og koma á fullkomnu eftir Lti með ferðum allra skipa. Við fyrstu sýn mætti ætla, að hér iværi um einfalt mál að ræða. Fyrirmynd er til á sviði flugsins. Það fer engin flugvél á loft án þess að einhver flugturn viti um hana og hvert hún ætlar. Málið er ekki eins einfalt á sjónum. Þeir veiða ekki fisk úr flugvélum. Sjómenn kæra sig 'ekki alltaf um að láta vita, hvert þeir leita til fanga. Þess vegna er tilkynningarskyldan þeim stund- um viðkvæmt mál. Þetta verður þó að leysa á einhvern hátt. Kunn ugir menn verða að skipta sigl- inga- og veiðisivæðum á þann hátt, að sem minnst hætta sé á uppljóstrun um veiðistaði, en sem mest öryggi um leit að skipum, ef á þarf að halda. Ljóst er, að hér er um að ræða viðkvæmt mál, en þó ríka nauð- syn hvað öryggi snertir. Sjávar- útvegsmálaráðherra hefur lagt sig fram um lausn þess vanda og tekizt. Þjóðin væntir þess, að í náinni framtíð muni komast á íull komið eftirlit með ferðum skipa, sambærilegt við það, sem tíðkast um flugvélar. Annað samsvarar ekki öryggiskröfum nútímans. SAMVINN AN Samvinnan er orðin gerðarlegt blað í sinni nýju mynd undir stjórn Sigurðar A. Magnússon- ar. Og ekki minnst um það vert að hún virðist ætla að halda reglulegri útkomu ann- an hvern mánuð, komin tvö hefti á þessu árinu, en þrjú komu í fyrra eftir breytingu ritsins. Samvinnan er efnismik ið rit, 66 bls. hvert hefti og fjórir dálkar á flestum síðum, lítið um auglýsingar. Og sú stefna að taka eitt meginefni til meðferðar í hverju hefti er tvímælalaust heillavænleg, veit ir færi á fjölbreyttri, ýtarlegri umræðu um hvaðeina sem fyr- ir er tekið, jafnvel að gera einstöku máli tæmandi skii. Var miklu við Þingvallamál að bæta eftir úttekt Samvinnunn- ar í vetur? En augljóslega er riti eins og Samvinnunni ýmiskonar vandi á höndum. Einn er til- högun, eða umbrot ritsins, sem IKJALLARI nú virðist fyrst og fremst mið uð við sparneytni, að koma sem mestu efni fyrir í lilteknu rúmi. En ákaflega verður hið samanþjappaða efni óaðgengi- legt með þessum hætti. Skyldu margir lesendur Samvinnunn- ar endast til að lesa í samfellu t.a.m. sjávarútvegsmálabálk ritsins í haust, eða bókasafna- þáttinn í síðasta hefti, fullar 30 bls? Og þó hugmyndin sé góð, að fá marga höfunda ti-1 að gera einu efni skil, er hún ein ekki nægjanleg. Þess verð ur að gæta, meðal annars, að höfundar fjalli ekki um sömu þætti efnisins hver á eftir öðr um, og vanræki þá ef til vill að því skapi aðra þætti þess, en við því hefur höfundum Samvinnunnar virzt hætt í vetur; það er lítið sport í grein sem hver af annarri færir fram sömu eða sambærileg rök fyrir svipaðri eða sömu r'-oðun. Mér virðist t.a.m,- lík legt að málefnum bókasafna hefði mátt gera jafngóð skil í til muna skemmra máli en Samvinnan ver til þess, og fer þó allfjarri að um alhliða um- ræðu safnmála sé að ræða í ritinu. Mestur fengur er að ýtarlegum greinum Sigfúsar Hauks Andréssonar og Einars Sigurðssonar um Þjóðskjala- safn íslands og um „skipulag rannsóknarbókasafna“ og gagn orðri grein tveggja bóka- varða, Kristfnar Pétursdóttur og Kristínar Þorsteinsdóttur um bókasöfn á sjúkrahúsum. Grein Eiríks Hreins Finnboga- sonar um Borgarbókasafn Reykjavíkur, góð það sem hún nær, gerir hinsvegar málefn- um almenningsbókasafna eng- veginn tæmandi skil, en Guð- mundur Hagalín bókafulltrúi ræðir í sinni grein einvörð- ungu skólasöfn; á snubbóttri grein Finnboga Guðmundsson- ar landsbókavarðar er fátt að græða um stofnun hans. Þessi nöfn eru nefnd að handahófi, og enganveginn ætlunin að á- fellast þessa eða aðra greinar- höfunda sérstaklega fyrir rit- smíðar þeirra í Samvinnunni, einungis benda á nauðsyn þess að viðfangsefnið hverju sinni sé skipulagt fyrirfram af rits- ins hálfu og reynt að koma við nauðsynlegri verkaskiptingu höfunda sem um það fjalla. Þá er umræða af því tagi sem Samvinnan fitjar nú myndar- lega upp á í hverju hefti lík- legust til að koma að góðu gagni. I^rafan um nýja þjóðarbók hlöðu, helzt uppkomna á fyrirhugaðri þjóðhátíð 1974, gengur eins ög rauður þráður gegnum þetta hefti Samvinn- unnar, og er raunar eina efni sumra greinanna. Sú krafa getur þó aldrei orðið neitt end anlegt lausnarorð þessara mála heldur felur hún í sér flókin skipulagsleg vandamál. Verð- ur t.a.m. ekki eftir sem áður þörf á háskólabókasafni, vinnu- og lestraraðstöðu stúdenta og kennara í háskólanum og stofn unum hans — eða á hið fyrir- hugaða þjóðbókasafn fyrst og fremst að verð'a stúdentasafn og framtíðarþróun þess að mótast fyrst og fremst af vax andi þörfum stúdenta og há- skólans? Hvaða hlutverki ætti slíkt safn ennfremur að gegna fyrir almenning og fyrir önn- ur bókasöfn i landinu? Á þessi og fleiri efni er vissulega drep ið í Samvinnunni, sem er þarf legt: alltof oft hefur slík um- ræða til þessa staðnæmzt við vígorð um þjóðarbókhlöðu og afmælisár íslandsbyggðar eins og þau byndu í eitt skipti fyrir öll endi á málið. ÓJ Þér hiftlb naglann á höfuöið með jbví oð auglýsa r I Alþýðubiaðinu Bréfa— KASSINN Kosningasumar Nú líður óðum að forsetakosn ingum. Þessari miklu halleljúa samkomu, þar sem trumbur eru barðar og athugasemdum dreift út um frambjóðendur á' báða bóga. Er að sjálfsögðu erfitt fyr ir kjósendur að meta, hvor fram bjóðenda sé hæfari í embættið, enda mun sannasí sagna að báð ir frambjóðendur séu starfinu vaxnir. Dagblöðin hafa lýst yfir hlutleysi sínu í kosningabarátt- unni. Hafa þessi mál verið rædd á alla kanta og af öllum sjónarhól um. Eitt atriði hefur þó gleymzt, nefnilega hvort ekki sé þörf aö endurskoða löggjöfina um setu forseta í embætti. Er hér ekki verið að sneiða að núverandi for seta, herra Ásgeiri Ásgeirssyni. Þótt menn greini á um gildi for setaembættisins, þá er eðli þess slíkt, að það er fyrst og fremst táknræns eðlis, það er persónu- gervi þjóðarinnar út á við og inn á við. Sem slíkt gætir það engra hagsmunahópa innan þjóðfélagsins og er því hlutlaust Embættið er með öðrum orðum ekki nauðung í stjóm Iandsins, h'eldur búið til af þegnum þjóð félagsins að eigin ósk, en hefur ekki að baki sér sögulega arf- leifð og hefð konugdaema. Er þá komið að kjarna þessa máls þ. e. lögin um setu forseta í em- bætti. Forsetinn er kjörinn til 4 ára í senn og skal þá'fara fram endurkjör komi fram frambjóð- andi áður en kjörtímabilið renn ur út. Nú er það vitað mál, að vafasamt er að nýr frambjóð- andi bjóði sig fram og litlir mögu leikar til sigurs gagnvart forseta, sem hefur rækt embættið óað- finnanlega af hendi. Lögin um forsetaembættið eru því að mínu viti ákaflega skammsýn. Eigi forsetaembættið að vera lifandi afl innan þjóðfélagsins verður að endurskoða þessi lög. í þessu tilviki mætti benda á endurskoðun þá, sem Bandaríkja menn gerðu á lögunum um for- setaembættið, er Rosewelt hafði setið tvö kjörtímabil. Settu Bandaríkjamenn löggjöf sem tak markaði setu Bandaríkjaforseta í 2 kjörtímabil, og var þessi breyt Framhald á bls. 14. Sumardvöl ■jf Barnaheimilið Vorboðinn getur bælt við nokkrum börn um 5-8 ára í sumardvöl í Rauðhólum. Tekið á móti um- sóknum á skrifstofu Verka- kvennafélagsins Sramsólcnar miðvikudaginn 22. maí klukk- an 6-8 e.h. 2 19- maí 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.