Alþýðublaðið - 19.05.1968, Side 5
JÓN ÞORSTEINSSON, alþingismaður:
AFMÆLISKVEÐJAIIL SIGLUFJARDAR
l^jinn 20. iþ.m. á Siglufjörður
tvöfalt afmæli, annars veg
ar 150 ára verzlunarafmæli og
hins vegar 50 ára kaupstaðar-
afmæli.
|íg var 16 ára gamall þegar
ég leit Siglufjörð augum
í fyrsta sinn og hafði ég þar
reyndar ekki langa viðdvöl.
Samt er mér þessi stund minnis
stæð. Staðurinn var á einhvern
hátt öðruyísi en allir áðrir bæir,
sem ég hafði kynnzt, þótt ég
gerði mér þess ekki ljósa grein
í hverju þetta væri fólgið. Var
það fjallahringurinn þröngi eða
voru það hinir gnæfandi verk-
smiðjureykháfar, sem orkuðu
sterkast á mig. Það veit ég
ekki með vissu. Ef til vill var
það vitneskjan um vettvang síld
arævintýrisins, sem úrslitum
réði.
Bæjarmynd frá Siglufirði,
Jón Þorsteinsson
standa þeir saman sem einn maff
hagsmunir Siglufjarðar eru í húfi
ur og hvika hvergi. Til sérhvers
leiks ganga þeir af miklu kappi
en fullum drengskap. Siglu-
fjörður er menningarbær. Á því
sviði hefir einangrunin ekki orð
ið staðarmönnum fjötur um fót,
jafnvel þvert á móti. Söngur, tón
listarlíf og íþróttaiðkanir hafa
markað heillarík spor.
|°gin síðari ár hefir heldur
syrt í álinn í atvinnulííi
Siglfirðinga vegna fjarveru síld
hefi hvorki meira né minna
saman við Siglfirðinga að sælda
en aðrir landsmenn yfirleitt. Þá
haga örlögin því svo að á haust
nóttum árið 1959 er ég óvænt
valinn þingmaður fyrir Norð-
urlandskjördæmi vestra - að-
allega fyrir tilstuðlan Siglfirð-
inga- en Siglufjörður er eins
og kunnugt er fjölmennasta
sveitarfélagiff í þessu kjördæmi.
Síðan hef ég haft mikil kynni
af mönnum og málefnum á
Siglufirði.
giglfirðingar eru einarðir í
skoðunum og deila gjarnan
hart um ýmsa hluti, en þegar
Frækinn Siglfirðingur: Jóhann Vilbergsson.
þegar ég var ungur drengur
á Akureyri heyrði ég mik-
ið um Siglufirðinga og Siglu-
fjörð talað, enda átti ég bernsku
vini, sem þaðan voru komnir.
Flestir töluðu um Siglufjörð sem
heillandi stað, og þeir sem þar
höfðu dvalið áttu þaðan góðar
endurminningar. Á þeim árum
Istóð ég í þeirri meiningu að
fólkið í Siglufirði væri aðallega
skíðagarpar og söltunarstúlkur.
Síðar, þegar ég kom í Mennta
skólann á Akureyri, kynntist ég
mörgum frábæi'um námsmönn
um frá Siglufirði. Er það raun
ar athyglisvert hversu margir úr
valsnemendur hafa þaðan kom-
ið í þennan skóla.
g|ftir að námi mínu í mennta
skólanum lýkur líður einn
og liálfur áratugur svo, að ég
arinnar, en Siglfirðingar eru
vanir misjöfnu árferði og kunna
að bíða án þess að leggja árar
í bát.
^g óska Siglfirðingum til
hamingju með afmælið í
trausti þess,: að þeir muni um
langa framtíð halda á lofti bíysi
menningar og manndóms á hin.
um nyrztu slóðum.
-K
Reykurinn frá síldarverksmiðjunum liðast í loft u pp.
19. maí 1968
ALÞÝÐUBLAÐIÐ $