Alþýðublaðið - 19.05.1968, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 19.05.1968, Blaðsíða 7
Að þessu sinni hefst vísna þátturinn á hringhendu eftir Ólöfu frá' Hlöðum, sem ekki þarf skýringar við: Láttu brenna logann minn, lof mér enn að skoðann, horfa í ennis eldinn þinn, inn í kvenna voðann. Tvær eftirfarandi hring- hendur eru úr vísnaflokki eftir Guðmund Friðjónsson á Sandi, sem hann kallar Helsingja: Laus við svima flýgur frjáls fugl með hvimi skyggnu, þó að brimi um brjóst og háls bláa himinlygnu. Oft ég stóð á æskutíð engjamóður stúfur, aí'tann glóði og upp um hlíð eimdi móða um gljúfur. Magnús frá Barði er Hún- vetningur að ætt og ágætur hagyrðingur eins og margir sýslungar hans, fyrr og síðar. Hann hefur nýlega lokið við vísnaflokk til Iðunnar, ljóða gyðjunnar sjálfrar, þar er að finna eftirfarandi vísu: Á ökrum þínum iðjagræn um angar blóma krans, eikur svigna undan vænum eplum gróandans. i j—j*jJ.**:!:**j—| Sigurður Ðreiðfjörð var um alllangt skeið eitt vinsælasta skáld íslendinga og enn hafa menn yfir á góðum stundum ýmsar lausavísur hans, sýnir það bezt lífsmagn þeirra. Eft irfarandi vísur nefnir hann Viðkvæmni: Meðalgata mannsins er milli anda og steina, en oss að verða englar hér ei mun tjá að reyna. Bezt er að halda trútt í taum á tilfinningar-meri. Hófgatan er hál og naum, og hætt við út af beri. En hagsæld við það næst ei nein sem nátttröll verða að kletti, svo meistarinn finni mikli stein, þar möld og anda setti. j—1*******^--] Þá kemur hér vísa, sem ber nafnið „Enginn verður óbar- inn biskup“, en höfundurinn er enginn annar en Svein- bjöm Egilsson, og þarf ekki að kynna manninn frekar. Lysti þig, steinn, eg leggi Þig í lag á bæjarveggjum, ofurlítið láttu mig laga þig til með sleggjum. Fáir hafa gert ferskeytl- unni betri skil en Þorsteinn Erlingsson. Ég rifja hér upp eina vísu eftir hann, sem margir kunna og oft er farið með, en aldrei er of oft kveð in; Það er líkt og ylur í ómi sumra braga; mér hefur hlýnað mest á því márga kalda daga. Fornólfur eða Jón Þorkels- son eins og hann hét réttu nafni hefur margt karlmann- lega kveðið. Þessi visa er ein a'f því taginu: Hræðstu hvorki hrönn né grjót, hruflu, flumbru, skeinu, út á lífsins Leggjabrjót , leggðu, og kvíddu ei neinu. —j Eftirfarandi vísa er snotur lega gerð mannlýsing, en ber reyndar ekki par góðum eig- inleikum vitni, um faðerni hennar er mér ókunnugt. Yfir bárur ágirndar elligrár og slitinn réri árum rógburðar, rann af hári svitinn. j—| :■:***:■:** j—j Önnur af sama tagi, kveð- in af Jakobi Aþanasíussyni er svona: Hylur gæran sauðar svarta soltin úlf með geði þungu, dúfuaugu, höggormshjarta, hunangsvarir, eiturtungu. j—]****!!:**]—j Loks eru tveir gamlir hús gangar, sá síðari alkunnur og fyrsta vísan sem margir læra, einföld og auðnumin barnavísa. Karlmannsnef og konuhné, kattareyra og hundstrýne þegnar segja, að þetla sé það kaldasta lifande. AfJ minn fór á honum Rauð eitthvað suður á bæi að sækja bæði sykur og brauð, sitt af hvoru tagi. VEGNA MORGUNBLAÐSGREINAR UM ÆSKUNA Þegar stofnað var til þessara þátta, var til þess ætlast, að þeir væru svör við fyrirspurn um lesenda. Slíkar fyrirspurn- berast mjög fáar, en aflur á móti hefi ég oft fundið ástæðu lil að ræða spurningar, sem ber á góma í viðræðum við al- menning eða í sálgæzlustarfi. Ég er því að noklcru leyti að fara út af línunni, þegar ég í þetta sinn ræði um prentaða grein, sem birtist í Morgunblað inu 10. maí síðastliðinn. Fyrir- sögnin var „Æskan og kirkj- an“. í þessari grein var margt, sem gaman hefði verið að ræða nánar. Hún hafði þann mikla kost, að hún var, þrátt fyrir harða gagnrýni, skrifuð af löngun lil þess, að kirkjan og æskan gætu ,,fundist“. Greinin hefst á þessum orð- um: „Hugtök eins og kristni, kirkja og guð, hafa nú á síð- ari árum misst mjög gildi sitt, í hugum æskufólks". Nú er ég raunar fulltrúi hinnar öldruðu kynslóðar, en vegna þess, að ég eitt sinn var ungur, hefi ég ýmislegt til samanburðar. Og ég leyfi mér að segja, að ná- kvæmlega svona hefði mátt skrifa í blöðin fyrir hálfri öld, nema hvað það hefði ekkert frekar átt við ungt fólk en fullorðið. Viss hnignunaralda, með tilliii til messusóknar um allt land, hafði hafist þegar á seinni hluta 19. aldar. Það sanna meðal annars ,gömul kirkjuleg blöð. — Um það leyti sem ég og mínir jafnaldrar hóf um guðfræðinám, urðum við oft fyrir aðkasti fyrir það eitt að vilja verða prestar. — Það hefði þá þótt furðulegur spá- dómur, að mennlaskólinn ætti eftir að fara in Corpore til messu í upphafi skólaárs eða um jólaleytið. Hallgrímskirkja Iroðfull af gagnfræðaskóla- fólki á virkum degi í kyrru- •vikunni, og fyrir jólin Hópar af skátum við messu hjá prest unum í Reykjavík til skiptis, og nánari samvinna milli skóla og kirkju víðs vegar um land- ið. Það er ekki nema satt, að kirkjurækni er lítil í landinu, þegar miðað er við venjulegar sunnudagsmessur, en ég efast um, að yngra fólkið sé þar til- tölulega færra en hið eldra. En hinu verður ekki neitað, að ýmiskonar samvinnuform hafa myndast á seinni árum, sem engum komu til hugar fyr ir tillölulega fáum árum. Og í mínu ungdæmi hefði það þótt brosleg fjarstæða, að kirkjan hefði þörf fyrir sérstakan æskulýðsfulltrúa, sem sinnir margvíslegu æskulýðsstarfi víðs vegar um landið. Tæplega væri um slíkt að ræða, ef ekki Rætt viö prest Effir dr. Jakob Jónsson hefði fengist neitt andsvar frá yngri kynslóðinni. Samt bendir greinin á æsku lýðssíðu Morgunblaðsins til þess, að ekki séu öll vandamál leyst með þessu, sem ég nú 'hefi talið. Höfundarnir segjast einkum hafa í huga ungt fólk, sem farinn er að nálgast tví- tugsaldurinn, — það fólk, „sem tekur að íhuga vandamál til- 'verunnar og við að sér skoð- unum, sem oft verða undir- staða að lífsviðmóti þeirra, þá er árin færast yfir“. Það ligg ur í augum uppi, að þessu fólki hjálpa ekki venjulegar barnaguðsþjónustur eða tóm- stundastarf. Og hinir ungu höf undar gera sér ljóst, að æsk- an er ekkert lamb að leika við. Þó verð ég að biðja þá af- sökunar á því, að mér varð á að brosa, þegar ég las eftirfar andi setningu:“ Við hugsum meir nú, en við gerðum áður fyrr. Hverri ungri manneskju er kennt að hugsa og láta eig in skynsemi taka sæti dómara, þá er vandamál ber að hönd- um“. Orðin eru raunar dálítið tvíræð. Sé ált við, að ungling urinn hugsa meira en barnið, má það til sanns færa, þó að réttara væri að segja, að ungl ingurinn hugsaði dýpra og legnra en barnið gerir yfirleitt. En eigi höfundarnir við, að unga fólkið hugsi meira og sjálfstæðara nú en yngri kyn- sióðir gerðu áður fyrr, hygg ég, að þeir ættu að kynna sér betur menningarsögu bæði 19. og 20. aldar. Og við, sem vor- um ungir fyrir 40—50 árum, fundum hjörtun brenna, af hrifningu yfir þeirri öldu hugs anafrelsis og andlegs sjálfstæð is, er þá hafði gengið yfir heiminn. Og hvergi kynntist ég persónulega hrifningu minn ar eigin kynslóðar yfir sjálf- stæðri hugsun og hugsanafrelsi en einmitt í guðfræðideild há- skólans. Og jafnhliða henni vildi ég nefna heimspekina sem sannarlega var vel til þess fallin að hrisla upp í ungum mönnum. Greinarhöfundarnir geta þess, að einmitt vegna þess, að ungt fólk vilji neyta skynsemi sinnar, geti orðið árekstur milli margra af kenningum biblíunnar og skoðana vísinda manna. skapist „eiginlegur glundroði“, og þarna „verði barnatrúin fyrir sinni fyrstu af gerandi árás“. Það er ofur-eðli Framhalud á bls. 14. 19. maí 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ j

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.