Alþýðublaðið - 19.05.1968, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 19.05.1968, Blaðsíða 8
Landnám Á milli Eyjafjarðar og Skaga- fjarðar er mikill skagi. TröHa- skagi, krýndur hrikalegum fjall- garði, sem teygir himinhá þver hnípt björg í sjó fram. Inn í þennan skaga skerst frá norðri lítill fjörður, Siglufjörður. fjöll um vafinn á' þrjá vegu, en varinn nesi í norður (Siglunes), lífhöfn sæfarenda frá landnámstíð. Fyrstu heimildir um Siglu- fjörð er að finna í Landnámabók, en þar greinir frá landnámi Þor móðs ramma, norsks víkings, er „nam Siglufjörð allan milli Úlfs dala og Hvanndala ok bjó á Siglunesi.“ Hann sigldi skipi sínu inn á fjörðinn að eyri þeirri, vestan f jarðarins, sem við hann er kennd, Þormóðseyri, hvar Siglufjarðarkaupstaður stendur nú og tevgir bygsð sína um iönd hinna gömlu jarða Hafn p-r nn Wvannevrar. Svæðið frá XinrðarhöfTíí, i Skagafirði að og með ftiehjf'rði var numið af 10 Jandnámsmöurnim, norskum, ganzkiim. sænskum, suðurevsk- i>m afknmpndnm Rasnars ]nð brnkar. Förða - Kára, HaraTds víkinos ns TTnnTendinsaiarTa. Finn hplrra var kvmntiir dó+tnr dnltnr Kiarvala fraknnnnss Ó- V'ða á iandinn mnn iafn Tjiið pvínði hpfo \rnrlð nnmið frq iafn pðÖ*’TfTim löv»rlnrn pf i n-fnrnÖT’í*- nm r>p Tafm>Hofiim mö’inum. Einangruð byggð Fátt er til heimilda um byggð í Siglufirði frá landnámstíð fram á seinni aldir. Veldur því vafa- laust afskekkt lega og einangr- un byggðarinnar, strjálar og erf iðar samgöngur. Líkur benda þó til, að sjósókn, ásamt landbún- aði, hafi frá fyrstu tíð verið lífs- björg kynslóðanna, sem hér ólu aldur sinn, og að Siglunes og Siglufjörður hafi um aldir verið forðabúr nærsveita um fiskmeti. Þáttur af Þórhalli knapp bend ir til, að heiðni hafi hér haldizt öllu lengur en í nærsveitunum; og eftir prestskapartíð sr. Grett is Þorvarðarsonar, sem var síð- astur klerkur hér í kaþólskum sið, og einn þeirra, er sóttu lík Jóns biskups Arasonar og sona hans suður, virðist vera 30 ára eyða í prestsþjónustu hér. Hinir elztu Siglfirðingar virðast því hafa verið fastheldnir á' forna siði og ekki nýjungagjarnir. Heimilda frá fyrri öldum byggð ar hér,. er einkum að leita í sögu kirkjunnar. Árið 1352 kaupir Ormur biskup Hvanneyri í Siglu firði og samkvæmt rekaskrá Hóla stóls frá 1374 á Hóladómkirkja reka á Siglunesi. 1422 er með vissu kirkja á Siglunesi, 1614 er kirkian flutt þaðan að Hvann- evri. 1890 er reist kirkja á Þor- móðsevri, en núverandi sóknar- kirkia er þvggð 1932 og stendur hún í Tandi Hvannevrar. ofan evr- arinnar. og gnæfir yfir bygging ar á henni. Verzlunar- og ka u pstaðar rétt- indi Árið 1788 er stofnuð fyrsta verzlunin í Siglufirði. En það er ekki fyrr en 20. maí 1818, sem þáverandi konungur Danmerkur og íslands lögildir Siglufjörð sem verzlunarstað. Með þeirri löggildingu er grundvöllurinn lagður að framtíð Siglufjarðar. í kjölfar siglfirzkrar verzlunar komu margs konar hræringar í atvinnu- og menningarlífi þessa litla, einangraða sveitarfélags, sem varð vísir þess, er síðar kom. Hreppsnefnd er hér fyrst kjör in 1874. Til eru hreppsreikning ar frá 1865 og er þá upphæð út- svara í hreppnum 1094 fiskar, 1895 voru þau 3000 fiskar en á s. 1. ári greiddu Siglfirðingar í litsvör og aðsíöðugjöld’ 18, 5 milljónir króna. Árið 1907 var sett hafnarreglu gerð fyrir Siglufjörð og hafnar sjóður stofnaður. Síðar vóru sett hafnarlög fyrir Sigluf jörð og <ný hafnarreglugerð staðfest. 1911 var tekin í notkun vatns veita í kauptúninu. 1913 var vígð rafveita við Hvanneyrará, ein fyrsta vatns- aflsstöð á landinu, en nú á kaupstaðurinn fullkomið orku- ver við Skeiðsfoss í Fljótum og ,,diesel“-varastöð í húsakynnum fyrstu rafveitu sinnar við Hvann eyrará. Sparisjóður var hér stofnað- ur árið 1873 og starfar enn og er ein elzta peningastofnun í land- inu. Má þess til gamans geta, að fundargjörðabók sjóðsins er enn sú sama og þá, er hann var stofn aður, og endist vonandi til 100 ára starfsafmælis. Hér er og Siglufjörður í vetrarham. Bátar í nausti. 8 19. maí 1968 — ALÞYÐUBLAÐIÐ starfandi útibú frá Útvegsbanka íslands. Á 100 ára verzlunarafmæli Siglufjarðar, 20. maí 1918, fær bærinn kaupstaðarréttindi, eftir langa og stranga baráttu. Þá bar áttu leiddi þáverandi sóknarprest ur, sr. Bjarni Þors'ceinsson, pró- fessor og tónskáld, fyrsti heið- ursborgari Siglufjarðarkaupstað ar, sem var andlegur og verald- legur leiðtogi Siglfirðinga um áratuga skeið. unarsögu Siglufjarðar, sem mest an þáttinn átti í framvindu og frama byggðarlagsins. Á fyrri helmingj líðandi aldar var Siglu fjörður höfuðstaður síldveiða og síldariðnaðar (söltunar og bræðslu) og átti einn veiga- mesta þáttinn í þeirri verðmæta sköpun þjóðarbúsins, sém gerði mögulega þá þjóðfélags- þróun, sem varð, frá fátækt og frumbýlingshætti til velmegun- ar og tækniþróunar. Siglufjörður í sumarskrúði. Atvinnuvegir Sjávarútvegur hefur Töngum verið aðalatvinnuvegur Siglfirð- inga. Áður en síldveiðar komu til sögunnar, var hákarlaveiðin uppistaðan í útgerðinni og há- karlalýsi aðalverzlunarvaran. Skipin voru misstór, sum þilskip og ýmist í eigu útvegsbænda eða verzlana. Árið 1869 eru hér 14 hákarlaskip og munu þau oftast hafa verið' milli 10 til 20. Frá Siglunesi var mikið útræði öld um saman og þaðan sóttur sjór inn frá nærliggjandí sveitum og lengra að. Norðmenn stunduðu héðan 'hvalveiðar seint á öld- inni sem Teið og höfðu þeir hér um 20 hvalbáta á árunum 1890- 1900. Árið 1880 var stofnað félag um síldveiðar með nót við land: eða í svonefnda síldarlása. Voru þær veiðar misheppnaðar og logn aðist féTagið út af. Um 1903 hefja Norðmenn síldveiðar í hringnót og reknet.. Þar með er hafinn sá kafli í atvinnu og þró Þó breyttar göngur síldar og annarra fiskistofna hafi valdið þáttaskilum í þessu efni, er Siglufjörður enn í fremri röð síldarbæja og býður upp á meiri afkastagetu á sviði síldar- bræðslu og síldarsöltunar en nokkur einn staður annar hér- i............... GREIN í Tll ÁRA VERZL 50 ÁRA K/ AFMÆLIS S AR Á MOR

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.