Alþýðublaðið - 19.05.1968, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 19.05.1968, Blaðsíða 15
•'"'*33íJ5ft*5''7 Framhaldssaga eftir SIGU JÓNSDélTUR Teiknifigar eftir RAQNAR LAR. Eiginlega bjóst ég við því, að hann myndi hvæsa og pípa á mig, en góðir eiginmenn eru alltaf góðir eiginmenn og Gvendur minn er einstaklega góður eigin maður og mannlegur eins og all ir í rannsóknarlögreglunni. 11 Þeir, sem halda, að rannsókn arlögreglumenn séu að kvelja aðra bara, af því að þeir hafi gaman af því, hafa á röngu að standa. Þetta er bara skylda þeirra og það er ekki nema rétt að það komist upp um þá, sem brotið hafa af sér. Og þeir taka það reglulega nærri sér að verða að gera þetta stundum. Menn verða að vinna srtarf sitt, hvað sem á gengur. Ég veit það. Stundum þurfa menn i aug lýsingadeildum jafnvel að setja dánartilkynningar foreldra sinna í prentun og prentarar að setja svoleiðis tilkynningar. Þulirnir að lesa þær upp í útvarp og á- líka. Ég veit, að mönnum i rann- sóknarlögreglunni getur þótt al veg eins slæmt að þurfa að fá fólk til að skrifa undir eitthvað. Það er kannski fólk sem þeir þekkja og kunna vel við. Gvend ur kunni alltaf vel við Bjössa, þó að mér þætti hann hálf ógeðs legur. Sko, ekki, að ég byggist við, að hann Bjössi gæti nokkru sinni gert annað eins og framið morð, heldur bara það, að hann var alltaf með sorgarrendur und ir nöglunum og svoleiðis. — Hann Gvendur? spurði ég. — Er hann ekkj í rannsóknar lögreglunni? Ég sá það á því, hvernig þau skiptust á' augnatillitum, að Siggi hafði beðið Möggu um að koma þessu að. — Ekkert, sagði ég. — Hann talar aldrei um mál rannsóknar- lögreglunnar við mig. Það er bannað. — Gæturðu ekki spurt hann að þessu í kvöld? spurði Magga. — Góða Magga, þegiðu, sagði Siggi og skúraði pönnuna, sem ég hafði steikt fiskbúðinginn á. — Hún vill ekki segja okkur það. í fyrsta lagi er hún sannfærð um, að pabbi sé sekur og það hefur maðurinn hennar sagt henni og í öðru lagi vill hún ekki segja okkur þetta, af því að við eru börn. BERCO Keð]ur Spyrnur Framhjól Botnrúllur Topprúllur Drifhjól Boltar og Rær jafnan fyrirliggjandi BERCO er úrvals gæðavara ó hagsfæðu verði EINKAUMBOÐ ALMENNA VERZLUNARFÉLAGIDf SKIPHOLT 15 — SÍMI 10199 — Siggi er ekki barn, sagði Magga. Hann sér um lillabó og Gunnu, þegar pabbi er ekki heima og hann passar okkur öll og mömmu líka, þegar pabbj ætl ar að lemja hana. — Þegiðu Magga, sagði Siggi hastur og skrúfaði frá heita kran anum svo að vatnið spýttist um allt eldhúsið. — Pabbi lemur mömmu aldrei. — Víst gerir hann það, sagði Magga. — Hann gerir það alltaf, þegar mamma segir við hann, að kerlingin á loftinu hafi sagt, að pabbi haldi fram hjá henni. Mikið vorkenndi ég börnun- um. Það var allt í lagi með Gunnu og litlu krúsina, sem sváfu bæði í svefnherberginu, en þessi börn áttu bágt. Á ég að gefa ykkur kók? spurði ég. Það er að segja, ef annað ykkar nennir að fara út og kaupa það. — Ég vil heldur Vallash, sagði Magga. Sykurlaust Vallash. Eg er alltof feit. Hún strauk niður eftir kjóln- um sínum og þá fann ég að hún var að verða stúlka, þó að liún væri bara ellefu ára. Það er líka erfitt að vaxa og vera að verða kona og halda, að maður sé of feit, þó að maginn sé bara barna magi, sem hverfur fyrr en varir og verður flatur og næstum ekki neitt. — Það er óþarfi, sagði Siggi. — Vallash og kók er svo dýrt. Við fáum það bara á' afmæl- unum og jólunum, sagði Magga. — Þú skalt ekki vera að eyða svona miklum peningum í okk- ur. Það er óþarfi. Ég skammaðist mín. Hérna hafði ég verið að draga af hús- haldspeningunum til að kaupa mér allskonar óþarfa og þó gat ég keypt bæði Vallash og kók eins og mig lysti. Og þarna voru lítil (já, eða hálf fullorðin börn) börn, sem fengu aldrei gos nema á jólunum og afmælum. Alveg eins og þegar ég var að alast upp. Ætli það bragðist ekki bara betur þá. —. Kannski þurfið þið á' þessu að halda, sagði ég. Ég sendi Sigga loks út í búð með hundrað krónur. Hann keypti tvær sykurlausar Vallash handa okkur Möggu, sem báðar þui-ftum að passa línumar, eina handa Möggu, sem á að geyma til morguns og kók hand sér. Ég lét hann kaupa popkom fyr ir afganginn. Auðvitað hafði mér verið nær að kaupa maísbaunir, en ég gat ekki vitað að börnin yrðu hjá mér og við Gvendur eigum eng in börn og borðum aldrei pop- korn sjálf. Hins vegar get ég vel viðurkennt fyrir ykkur, sem kannski eigið eftir að lesa þetta, ef einhver les það þá nokkurn tímann), að ég hefði svo sem átt að gera ráð fyrir þeim mögu- leika, að fyrr eða síðar, hefði ég börn í fóstri og þyrfti að eiga maísbaunir. En ég hef sem sagt ekki gert ráð fyrir honum og á það víst ekki eftir fyrr en ég eignast börn sjálf. Við borðuðum popkorn, drukk um kók og Valash og spiluðum kom. Manna, þangað til að Gvendur Mér kom ekkj til hugar að kveikja á fréttunum, hvorki í útvarpi eða sjónvarpi. Réttingar Ryðbæting Bílasprautun. Tímavinna. — Ákvæðisvinna. Bílaverkstæðið VESTURAS hf. Ármúla 7. — Sími 35740. Brauöborg Njálsgötu 112 Hjá okkur fáið þér brauð, heitar súpur, heitan fisk, kaffi te, mjólk, öl og gosdrykki. Athugið! Næg bflastæði. BRAUÐBORG, Njálsgötu 112, Sími 18680 og 16513. BLÓM Komið og sjáið blómaúrvalið, eða hringið. Við sendum. GRÓÐRARSTÖÐIN v/MIKLATORG SÍMAR 22-822 og 1-97-75 Krakkarnir voru búin að sjá Grallaraspóana og Denna dæma lausa og það var nóg fyrir þau í bili. Um leið og ég heyrði, að Gvendur stakk lyklinum í skrána fór ég fram. — Bömin eru hér, hvíslaði ég. Gvendur varð undrandi á svip inn. __ Börnin hennar Friðrikku og hans Bjössa, hvislaði ég svo lítið hærra, enda öllu óhætt, því að ég hafði lokað stofunni. — Þau ætla að sofa hérna í nótt. Mamma þeirra fékk tauga áfall og er komin á spítala og amma þeirra kemur ekki fyrr en KEFLAVÍK - SKÓLAGARÐAR Skólagarðar verða starfræktir í sumar með sama sniði og s.l. ár, fyrir börn á aldrinum 9- 13 ára. Umsóknir fyrir þátttöku er veitt móttáka í Áhaldahúsi Keflavíkur, Vestuvbraut 10, sími 1552. Garðyrkjustjóri. 19. maí 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ |,5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.