Alþýðublaðið - 19.05.1968, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.05.1968, Blaðsíða 3
ia NÍJUNGIISLENZKRI BANKASTARFSEMI Ferðatékkar Útvegsbankans eru öruggur gjaldmiðill, hvar sem er á land- inu. Ferðaskrifstofum, flug- og skipafélögum, hótelum, veitingastöðum, bensín- og olíuafgreiðslum, bönkum og sparisjóðum og hverjum öðrum, á að vera fullkomlega óhætt að veita þeim viðtöku fyrir veitta þjónustu, eða gegn greiðslu í peningum. Þeir auðvetda mönnum að ferðast um sitt eigið land. Ferðatékkar Útvegsbankans verða til sölu í Útvegsbanka íslands, aðal- bankanum og öllum útibúum hans. Þannig lítur ferðatékki Útvegsbankans út þegar handhafi hefir greitt hann og tekið við honum í bankan- um. (Takið eftir rithandarsýnishorni útgefanda efst til hægri. Það er ritað að starfsmanni bankans á- horfandi). Þannig lítur sami ferðatékki út, þegar handhafi hans hefir framselt hann. <Takið eftir síðari eiginhand- aráritun útgefanda neðst til hægri. Hún er skrifjð að viðtakanda áhorfandi- Hann ber hana saman við rithandarsýnishornið og gengur sjálfur úr skugga um að ekki sé um fölsun að ræða). ÚTVEGSBANKIÍSLANDS RÁÐSTAFANIR VEGNA HAFISS Sýslunefnd A-Húnavatns- sýslu hefur gert nokkrar til- lögur vegna hættuástandsins sem íslnn hefur skapað. Bein ir nefndin tillögum sínum til ríkisstjórnarinnar. Leggur hún m.a. til að komið verði upp birgðastöð fyrir olíu við Húna flóa. Vegna hafíshættu voru svo hljóðandi tillögur samþykktar á sýslufundinum: Sýslunefnd A-Hún. beinir þeirri, áskorun til ríkisstjórnar íslands að hún komi upp birgða stöð fyrir olíu við Húnaflóa þar sem tiltækar séu að jafnaði 2-3 mánaða birgðir, auk birgða olíufélaganna, til þess að grípa til, ef hafís leggst, að landi. Svslunefndin bendir á að ef til vill mætti nota geyma S.R. á Skagaströnd. svo ekki þurfi að koma til fjárfestingar í mann virkjagerð. Olíufélögunum verði jafn- framt gert að skyldu að eiga ávalt a.m.k. 2ja mánaða birgðir raf olíu í héraðinu að vetripum og fram á vor. Sýslunefndin' beinir þessari áskorun til hæst virtrar ríkissfjórnar að mnrg- gefnu tilefni. Hin síðari ár hafa olíubirgðar 'hvað eftir anmað verið á þrotum en hafís lökað um tíma siglingarleið eða lónað úti fyrir Norðurlandi. Telja má óframkvæmanlegt við núverandi ástæður að fullnægja olíuþörf- inni landleiðina. Sýslunefnd A-Hún vekur at- hygli, hæstvirtrar ríldsstjórnar á því hættu ástandi, sem skap ast getur í héraðinu, ef skortiir verður á fóðurbæti vegna flutn ingaerfiðleika á sjó og landi að vetrinum. Sýslunefndin telur að í nóvemberlok verði að vera til í héraðinu 4-5 mánaðar birgð- Framhald á bls. 14 Mænusóttarbólusetning AHir Reykvíkingar á aldrinum 16 - 50 ára eiga kost á bólu- steningu gegn mænusótt á tímabilinu 20. maí til 28. júní n.k. Þeir, sem ekk'i hafa verið' bólusettir eða endurbólusett- ir síðustu 8-10 árin, eru sérstaklega hvattir til að koma til bólusetningar. Bólusett verður í Heilsuverndarstöðinni v'ið Barónsstíg alla virka daga nema laugardaga kl. 1 - 4,30 e.h. (Gengið inn um austurdyr frá baklóð). Gjald fyrir hverja bólusetningu er kr. 30,00 og er fólk vinsamlegast beðið að hafa með sér rétta upphæð, tíl að flýta fyrir afgreiðslu. HÉILSUVERNDARSTÖÐ REVKJAVÍKUR. Erum fluttir frá Hólmgarði 34 að Síðumúla t Glerskálinn s.f. Sími 30695. ÚTBOÐ Tilboð óskast í smíði á eldhúsinnréttingum og fataskápum fyrir Byggingasamvinnufélag atvinnubifreiðastjóra, í 47 íbúða sambýlis- hús. Útboðsgögn verðaafhent á skrifstofu B.S.A.B. Fellsmúla 20, kjallara, frá og með mánudegin um 20. maí 1968, gegn 1000.00 kr. skilatrygg- ingu. 19. maí 1968 — ALÞÝÐUBLABIÐ 3 . • .í" d! • ' f :iu . ý,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.