Alþýðublaðið - 19.05.1968, Side 16

Alþýðublaðið - 19.05.1968, Side 16
b BDfiöfflP SfOAtl Esjusiníónían Siníónían um Esju er ógleymanleg öllum, sem hafa farið um Kjalarnesveg, en þar eru veður einatt óvenjuhörð og ofan af fjallinu byljótt um gljúfur og skörð. í klettum og skútum kveður við veðragnýr, en kofarnir skekkjast á grunni og hama sig dýr, og margur ökuþór fékk þar fárviðrisrok og fannst útí skurði á druslunni í vökulok. Sinfónían um Esju er innblásið verk, óumræðilega voldug og sterk, en tónskáldið hefur efalaust eins og ég oftsinnis fengið hann slæman um Kjalarnesveg. Sá spaki Það er lrægt að sfandast alla skapaða hluti nema freistingar. Ég vil láta rifa öll þessi sól- baðsskýli fyrir sumarið. Ann- ars fér fólk að striplast þar öllum stundum öllum heiðvirð um konum til leiðinda. Fiskiðjusamlagið hefur nú liaf- ið niðurlagningu á grásleppu- hrognum og gengur starfsem- in vel. Þess er þó vert að geta, að síðan hrognkelsaveiðar hóf ust í febrúar hefur aðeins bor izt á Iand ein tunna af hrogn- um. VERKAMAÐURINN. Ja, það væri óskandi að aðrar greinar matvælaiðnaðarins þyrftu t'kki meira hráefni. I‘á væru þau minni harmkvælin. Þá fer að líða að þessu árlega djamini þegar kallinn truflast- Bráðum fáum við einkunnar- spjöldin. VINSÆLASTA PÍPUTÓBAK í AMERÍKU. Prince Albert KEYKTÓhAK. daglegi IIAKstur Andlegt þrek og H-umferð Ég veit svei mér ekkf hvort ég held þetta út, þótt nú sé ekki nema vika eftir. Sál mín er teppt í sálrpenum umferðar linút og taugarnar á rauðu ljósi. Hvert sem ég lít, sé ég ekkert nema einhvern forljótan umferðarvörð með brjálæðislegt augnaráð, lögregluþjón me<í kylfu í annari hendi og handjárn í hinni, æðandi ófreskju í líki bíls á ofsafengnu svigi milli hægri og vinstri vegarheimings. Þegar ég legg aftur augun svamlar umferðarviti upp og miður fyrir hugskoti mínu, blikkandi gulu, rauðu og bláu. Ég er orðinn máttlaus upp á síðkastið og á venju fremur vanda til að svitna fram úr hófi. Oft stend ég sjálfan mig að því, undir öllum kringumstæðum, að tauta fyrir munni mér eitt- hvað líkt þessu: H DAGUR ER TUTTNGASTAOGSJÖTTA MAÍ í VOR , eða EF ÞÚ ERT GÓÐUR í VUMFERÐ ERTU LÍKA GÓÐUR í HUMFERÐ. ÉG ÆTLA MÉR AÐ VINNA FIAT. Eitt sinn um daginn var ég staddur í kvikmyndahúsi og vissi ekki fyrri til en ég stökk á fætur, er ég sá aðalhetjuna aka upp eina brekkuna í San Francisco, og æpti: Heyriði, halló lögregla stöðvið manninn, það er ekki kominn Hdagur enn hann er 26. maí í vor. Ég var snarlega drifinn út úr húsinu og dyravörðurinn bað mig blessaðan í öllum lifandi bænum að koma þar ekki aftur, þar gæti skert álitið sem húsið hefði áunnið sér upp á síðkastið. Um daginn fór ég í stofnun eina og var þar spurður um fæðingardag og ár. Ég svaraði aðvitað 26. maí 1968. Þá spurði maðurinn hvort ég væri ekki fæddur og rankaði ég þá loks við mér. Það sem ég vildi segja er það að ég er orðinn hræddur um- að andlegt þrek mitt haldi alls ekki velli og brotni gjör- samlega alveg í spón undan ofurþunga umferðaráróðurs, áður en honum linnir. Helzt þyrfti .ég að flýja til fjalla, en ég get ekki verið þekktur fyrir að yfirgefa fjölskyldu mína og vini á örlagastundu. Ég ey oröinn óttasleginn, því ég held að það búi eitthvað meira undir þessu öllu en bara breytingin yfir til hægri. Bezt gæti ég trúað að það yrði heimsendir þann 26.' maí og skiptir þá svo sem engu máli hvort maður er uppi til fjalla eða bara á láglendi. En segjum nú svo að það verði ekki heimsendir. Þá held ég að allt þetta umstang hafi ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir þjóðarbúið. Almenningur er orðinn svo breyttur á öllu ‘þessu stagli að búast má við að 80-90 prósent þjóðarinnar legg ist í rúmið í k'ringum H dag og lamast þá öll starfsemi líkt og í verkföllunum. HÁKARL,.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.