Alþýðublaðið - 19.05.1968, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 19.05.1968, Blaðsíða 9
landis. Og fari svo, sem horfir, að á næstu árum verði að sækja silfurfiskinn á fjarlæg mið, og flytja hann langleiðir til vinnslu, hefur Siglufjörður ekki síðri vígstöðu en aðrar vinnsluhafn- ir á Norður- og Austurlandi. Auk síldarbræðslna og söltun arstöðva eru hér staðsett ýmis atvinnutæki önnur, sjávarútvegi tengd: frystihús, niðurlagningar verksmiðjur, tunnuverksmiðja (en hér er vagga tunnuiðnaðar í iandinu), netagerð og saltfisk- vinnsla. Ennfremur eru hér nokkur trésmíðaverkstæði, véla verkstæði, eiít bifreiðaverkstæði og fjölbreyttur iðnaður af ýmsu tagi. Engu að síður hefur skort á- at vinnuöryggi hér undanfarin ár, svo sem nærri má geta, þegar undirstaða aðalatvinnuvegarins hefur að nokkru brostið, þó of mikið hafi verið úr gert. Vonir standa til, að Norðurlandsáætl un, sem nú er unnið að, tryggi á ný atvinnuöryggi bæjarbúa, og hafa Siglfirðingar sett fram ýms ar hugmyndir í því efni, sem ekki verða hér raktar. HeiSbrigðismál Héraðslæknir var hér fyrst skipaður 1879, Helgi Guðmunds- son frá Hól í Reykjavík. Árið 1915 byggja Norðmenn hér sam komuhús, sem jafnframt var not IFNI 150 UNAR OG WPSTAÐAR tlGLUFJARÐ- GUN Siglufjörður er kumiast'i síldveiðibær landsins. að sem sjúkrahús fyrir nor.ska síldveiðisjómenn. 1928 er tekíð í notkun sjúkrahús í eigu sveit arfélagsins og um áramótin 1966 til 67 er tekið hér í notkun nýtt og glæsilegt sjúkrahús og elli- heimili . Barnafræðsla komst hér á fast an fót 1883 og hefur haldizt óslit ið síðan. Nú er í notkun nýlega endurbyggður og vel út búinn barnaskóli, með viðbyggðum leikfimisal. Gagnfræðaskólinn tók hér til starfa áfið 1934 og er nú til liúsa í nýlega bj'ggðu búsnæði við Hlíðarveg. Iðnskóli hefur verið hér starf ræktur frá 1936, fyrstu 20 árin af bæjarsjóði og Iðnaðarmanna- félagi Siglufjarðar, en frá 1956 í samræmi við iðnfræð.slulög- gjöf er þá tók gildi. Hann er nú til húsa í Gagnfræðaskólanum. Hér er starfrækt stór yfir- byggð sundlaug og hefur ávo ver ið um nokkurt skeíð. Um s. 1. áramót var sett niður iþrótta- gólf yfir sundlaugarþróna, sér- gert í Englandi, og er fyrirhug- að, að nota byggingu þessa sem íþróttahús um vetur en sund- laug á sumrin. Gólfflöturinn er um 450 ferm. og er þarna að- staða til hvers konar innanhúss íþrótta. Hefur aðstaða þessi ver ið nýtt hvern virkan dag frá ára. mótum og langt fram eftir kveldi. Þegar þetta er ritað, er verið að taka gólfið niður, þar sem skólasund (kennsla) er að hefjast. Fyrirhugað er að koma upp gufubaðstofu í þessari bygg ingu. Hér er og starfrækt vel útbúið æskulýðsheimili, með aðstöðu til margháttaðra skemmtana og föndurstarfsemi. Dagheimili er hér rekið fyrir börn sumarmán- uðina, 1 gæzluvöllur fyrir börn og 2 án sérstakrar gæzlu. Hér hefur þróazt fjölbreytt fé lagsmálastarf á sviði íþrótta- menningar- og mannúðarmála og er of langt mál að gera því skil í stuttri dagblaðsgrein. Satngöngur Siglufjörður hefur verið ein- angruð byggð frá landnámstíð. Má segja, að samgöngur á sjó hafi lengst af verið einu sam- göngurnar, þar sem Siglufjarð- arskarð var aðeins fært blásum arið og gat teppzt í hvaða mán uði árs sem var. Þessi einangrun stóð bænum fyrir þrifum á marg an hátt, og er óþarfi að rökstyðja þá fullyrðingu. Nú hefur mikið áunnizt í þessu efni. Siglufjörður er nú tengdur þjóðvegakerfi landsins með Siglufjarðarvegi ytri og 800 m. jarðgöngum um Stráfca- fjall. Um þennan nýja veg verð ur Siglufjörður sóttur heim í sumar af hundruðum velunnara sinna, er 50 ára kaupstaðaraf- mælisins verður minnzt um fyrstu helgi júlímánaðar, 6. og 7. júlí n.k. Þá hefur verið tekin í notkun um 700 m. flugbraut austan fjarðarins, þar sem með- al'stórar flugvélar geta lent, og er mikil samgöngubót með því fengin. Vefgengni og erfiöleikar Siglufjörður hefur um nær tveggja áratuga skeið, eftir að síldin breytti göngum sínum, háð varnarstríð fyrir tilveru sinni, við erfiðar aðstæður. Vissu lega hafa margir varnarsigrar unnizt. En bærinn hefur beðið nokkurí ,,mannfall“ — í flutn- ingi fólks, sem borizt hefur með tímans straumi: úr strjálbýli í þéttbýli. Það er þó skoðun mín, að Siglufjörður hafi ekki síður sannað tilverurétt sinn á árum erfiðleikanna en velgengninnar. Mér er til efs, að mörg sveitar félög önnur hefðu gengið gegn- um sömu raun, og komið ekki verr leikin úr vandanum. Fyrirgreiðsla og velvilji lög- gjafarvalds, stjórnvalda, og stjórnar peningamálum í landinu skipíir mestu um framtíðargiftu bæjarfélagsins. En miklu skiptir og, að Siglfirðingar allir, heima og heiman, þrói með sér ræktar- hug og baráttuvilja fyrir Siglu fjörð. Það er sannleikskorn í orð um skáldjöfursins Ezra Pound: „Það varir eitt er annt þú heiít, allt hitt er hjóm.“ , Siglufirði í maí 1968, Stefán Friðbjarnarson. Hið umtaiaða blaö FORSET AKYNNING Verður sent út á land um helgina. 1 Fáanlegt á öllum helztu blaðsölustöðum í Reykjavík óg Hafnarfirði. Barnavinafélagið Sumargjöf AÐALFUNDUR verður haldinn í skrifstofu félagsins Fornhaga 8, miðvikudaginn 22. þ?m. kl. 17,15. Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN. . . NÝTT NÝTT Stór sending af KÁPUM - FRÖKKUM og DRÖGTUM á alla aldursflokka Bernhard Laxdal Kjörgarði. NÝ SENDING Vor og sumarkápur Einnig Mary Ruant kápur. Kápu og dömubúðin Laugavegi 46. SJÓMENN AÐALFUNDUR Samtaka síldarsjómanna verður haldinn í Iðnó í dag, sunnudaginn 19. maí kl. 14. STJÓRNIN. 19. maí 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Q

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.