Alþýðublaðið - 19.05.1968, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 19.05.1968, Blaðsíða 11
UM NÆSTU helgi hefst I. deildakeppni íslandsmótsins í knattspyrnu. Öll liðin hafa nú leikið einn leik eða fleiri, Ak- ureyringar léku í Vestmanna- eyjum í síðustu viku, en lið- in hér sunnanlands hafa öll háð fleiri leiki. Ýmislegt bendir til þess, að leikmenn vorir séu betur und ir ný hafið keppnistímabil búnir, en oft áður, sem kemur fram í betri knattspyrnu. Ekki er gott að segja, hvernig liðin verða, þegar þau koma á ,,gras • ið“, en búast má við að barátt an verði óvenjuhörð um hinn eftirsótta íslandstitil í ár. Valsmenn, íslandsmeistarar í fyrra og hitteðfyrra hafa sýnt jafnbezta leiki, enda sigruðu þeir verðskuldað í Reykjavík urmeistaramótinu. Allmargir nýliðar eru í Valsliðinu, sem lofa góðu. Það verður erfitt að taka íslandsbikarinn frá Hlíð arenda. Keflvíkingar sigruðu í Litlu bikarkeppninni og lið þeirra gerði jafntefli við Reykjavík- urúrval í vikunni. Keflvíking ar eru harðskeyttir knatt- spyrnumenn og eftir að hafa séð þá á Melavellinum á fimmtudag, þar sem þeir sýndu ívið betri leik, en Reykjavík urúrvalið, er ÍBK-liðið til alls líklegt. Ýmsir segja, að þetta ár vérði KR-ár, Vesturbæjarliðið hefur æft vel í vetur undir stjórn erlends þjálfara, sem getið hefur sér gott orð, og ___________________________<í Norðurlöndin leigja flugvél saman FORMAÐUR dönsku Olympíu- nefndarinnar Gudmund Schack sagði blaðamönnum nýlega, að dönsku þátttakendurnir myndu fara til Mexíkó 20. og 25. sept ember og einhverjir færu ekki fyrr en 3. og 8. okt. Flokkur- inn kemur heim 24., 26., 28 og 29. okt. Tveggja daga viðdvöl verður í Nevv Vork á heimleiS inni. Öll Norðurlöndin fara saman í fjórum leiguflugvél- um. liðið hefur endurheimt Þórólf Beck, sem leikur með liðinu á sunnudag. — Akureyringar voru með í lokakapphlaupinu um íslandsmeistaratitilinn í fyrra og þeir hafa búið sig vel undir keppnistímabilið, en eiga ávallt í erfiðleikum með æfingaleiki á vorin. Segja má, að Akureyringar séu stórt spurningarmerki. Framarar náðu langt í fyrra Þórólfur Beck. og hví skyldu þeir ekki eins geta það nú. Ekki er þó hægt að segja, að vorleikir liðsins hafi verið sannfærandi, en það getur breytzt. Loks eru það ný- liðarnir í 1. deild ÍBV. Vest- mannaeyingar eru harðskeytt- ir og gaman verður að fylgj- ast með liðinu, sem hefur æft vel undir stjórn hins kunna knattspyrnumanns Hreiðars Ársælssonar. □ Fyrsta frjálsíþróttamótið. Vormót ÍR, fyrsta opinbera frjálsíþróttamót ársins verður háð á föstudag á Melavellin- um. Keppt verður í 12 grein- um, m. a. í kúluvarpi og há- stökki, en þar verða meðal keppenda tveir olympíukandi- datar, þeir Guðmundur Her- mannsson og Jón Þ. ÓÓlafsson. Margir frjálsíþróttamenn hafa æft vel í vetur og vor og afrek, sem unnin hafa verið á æfing um nýlega benda til þess, að við fáum met á Vormóti ÍR, T.d. varpaði Guðmundur kúl- Pramhald á bls. 14. < A'- 'A : Varpar Guðmundur yfir 18m Vormóti IR? Mikil þátttaka í Sundmóti Hafnarfj. Unglingameistaramót Hafnar- fjarðar 1968, haldið i Sundhöll Hafnarfjarðar mánudaginn 22. apríl. Á mótinu var keppt í tveimur aldursflokkum 16 ára og yngri óg 14 ára og yngri. í eldri flokkn um var keppt um bikara sem Skipasmíðastöðin Dröfn h.f. gaf. Þá unnu Víglundur Þorsteinsson fyrir 50 m. bringusund og Krist ín Sölvadóttir fyrir 100 m. bringu sund. í yngri flokknum var keppt um bikara sem hjónin Erla Jóna tansdóttir og Garðar Sigurðsson gáfu. Þá unnu Halldór A. Sveins son fyrir 50 m. bringusund og Gyða Einarsdóttir fyrir 50 m. bringusund. Einnig fór fram keppni um Hlífarbikarana sem Grímur heit inn Andrésson gaf á sínum tíma til keppni í 200 m. sundi. Þeim fylgja sæmdarheitið Sundkóngur og Sunddrottning Hafnarfjarð- ar. Sundkóngur varð Gestur Jóns son sem synti 200 m. bringusund á tímanum 2:56,6 mín. sem gef ur 636 stig, annar varð Ómar Kjartansson. Hann synti 200 m. skriðsund á 2:25,6 mín. sem gef ur 561 stig, þriðji varð Oddur B. Sveinsson sem synti 200 m. baksund á 3:00,2 mín, sem er nýtt hafnfirzkt drengjamet. Sunddrottning varð Kristín Sölvadóttir, sem synti 200 m. bringusund á 3:24,6 mín. sem gefur 563 stig, önnur varð Gyða Einarsdóttir sem einnig synti bringusund á 3:27,2 mín. sem gefur 537 stig. Á mótinu keppti súndfólk frá Reykjavík og Selfossi sem gest- ir. 50 m. baksund stúlkna. Kristín Sölvadóttir SH, 40,1 sek. Katrín Gunnarsdóttir SH 46,7 Gestir: Sigrún Siggeirsdóttir Á. 36,1 Erla Ingólfsdóttir Self. 37,8 Ellen Ingvarsdóttir Á. 38,0 50 m. flugsund drengja. Víglundur Þorsteinss., SH 34,8 Oddur B. Sveinsson SH 36.9 Erlingur Kristensson SH 37,5 Gestir: Sigmundur Stefánsson Self. 34,0 Sigþór Magnússon KR 34,4 Gísli Þorsteinss. Á. 34,5 50 m. skriðsund telpna. Sæunn Strange SH 35,0 sek. Ólöf Bjarnadóttir SH 40,4 Steinunn Sölvadóttir SH 40,8 Gestir: Sigríður Sigurðardóttir, KR 36,5 Elín Gunnarsdóttir Self,- 39,6 Harpa Harðardóttir Sclf. 40,1 100 m. bringusund drengja. Víglundur Þorsteinss. SH 1:27,0 Þórhallur Jóhanness. SH 1:30,4 Oddur B. Sveinss. SH 1:30,6 Gestir: Jóhann Garðarsson Á. 1:34,8 Reynir Engilbertsson KR. 1:36,2 Guðm. H. Guðmundss. KR 1:37,7 50 m. baksund telpna. Katrín Gunnarsdóttir SH 44,8 Jóhanna Þorgeirsdóttir SH 53,5 Gestir: Bára Ólafsdóttir Á. 45,0 Sigríður Sigurðardóttir KR 45, 1 Ásdís Hjálmtýsdóttir KR 46,9 50 m. bringusund sveina. Halldór A. Sveinsson SH 41,7 Einar M. Guðvarðarson SH 42,6 Gestir: Kristbjörn Magnússon KR. 38,6 Ólafur Þ. Gunnlaugsson KR 40,2 Reynir Engilbertsson KR 44,6 Guðmundur Ólafsson SH 43,5 1 50 m. flugsund stúlkna. Kristin Sölvadóttir SH 32,8 i Gyða Einarsdóttir SH 38,6 i Sæunn Strange SH 42,1 Gestir: Sigrún Siggeirsdóttir Á. 35,4 Guðmunda Guðmundsd Self 39,9 { 100 m. skriðsund drengja. Oddur B. Sveinss. SH 1:10,7 Erlingur Kristensson SH 1:12,7 Ólafur Sigurjónsson SH 1:15,7 Gestir: Sigmundur Stefánsson Self. 1033 Gísli Þorsteinss. Á 1:03,5 Vilhjálmur Fenger KR 1:08,4 100 m. bringusund stúlkna. Kristín Sölvadóttir SH 1:33,6 Gyða Einarsdóttir SH 1:36,5 Ingibjörg Jóhannsd. SH 1:41,6 Gestir: Ellen Ingvarsdóttir Á. 1:24,5 Oddrún Guðmundsd. Á 1:42,8 Ólavía Guðmundsd. Self. 1:46,9 50 m. skriðsund sveina. Einar M. Guðvarðarson SH 33,5 Guðjón Guðnason SH. 34,0 Guðmundur Ólafsson SH 34,9 Gestir: Magnús Jakobss. Self. 31,0 Kristbjörn Magnúss. KR 31,6 Ólafur Þ. Gunnlaugsson KR 32,3 50 m. bringusund telpna. Gyða Einarsdóttir SH 43,2 Ingibjörg Jóhannsd. SH 46,3 Katrín Gunnarsdóttir SH 49,6 Framhald á 14. síðu. t-----------—------------------- Glímumót Sunn- lendinga í dag Fjórðungsglíma Sunnlendingafjórðungs fer fram í íþróttahúsinu í Kópavogi sunnudaginn 19. maí og hefst kl. 3 e.h. Keppendur verða 8, 6 frá Héraðssambandinu Skarphéð- inn og 2 frá Ungmennasam- bandi Kjalarnesþings. Keppt er um glímuhorn ,það sem Mjólkurbú Flóamanna gaf í þessa keppni, og hefur Ár- mann J. Lárusson unnið það ' undanfarin 2 ár. Ármann er meðal keppenda á sunnudag- inn. 19. maí 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.