Alþýðublaðið - 26.05.1968, Síða 7

Alþýðublaðið - 26.05.1968, Síða 7
Skógar í Þorskafirði standa nokkuð hátt uppi i hjöllóttri hlíðinni austan við fjörðinn. Þegar ég átti síðast leið þar um þjóðveginn fyrir nokkrum árum, bjó þar gömul einyrkja kona. Sesselja hét hún, kölluð Setta í Skógum. Þetta var á miðjum túnaslætti og búið aö slá kragann umhverfis bæinn, sem ekki sýndist sérlega reisu legur, og gamla konan var í heyi úti á túni í þurrknum. Á nágrannabæjunum sást ekkert lífsmark, enda munu þeir flest ir hafa verið komnir í eyði. Hver einn bær á sína sögu. X þessu túni barði bláfátækur barnamaður þúfnakollana á öldinni sem leið, sumar eftir sumar, eftirtekjan var rýr, túnið lítið og ekki nema í með allagi grasgefið. Hann hét Jochum. Krakkarnir snigluð. ust í kringum hann í slægj- Unni. Einn þeirra var kallað- Ur Matti, snöfurlegur og fjör- mikill strákur, en ekki par fríður. Engan mun þá hafa grunað, að í þessum fjörkálfi leyndist þjóðskáld íslendinga, þótt það ætti að vísu eftir að koma á daginn. Ég þarf auð- vitað ekki að kynna snáðann fyrir lesendum, hvert manns- barn á íslandi kannast við þjóðskáldið Matthías Jochums- son, höfund þjóðsöngsins og og margra annarra ógleyman- legra ljóða. Skógar koma ekki mikið við sögur fyrr en með Matthíasi. Þó er þeirra getið lítilsháttar í Þorskfirðingasögu, kotið heit ir þá því stolta og mikilláta nafni Uppsalir, sem óneitan- lega hæfir vel fæðingarstað Sigurhæðaskáldsins. Nafnbreyt ingin er hinsvegar ein af gát- um íslenzkrar örnefnasögu. Nú- verandi heiti býlisins er þó ekki út í hött- Skógarkjarr er ennþá í hlíðinni meðfram veg- inum og hefur eflaust verið miklu meira fyrr á tímum, eins og víðar á Vestfjarðakjálkan- um. Bæjarleið frá Skógum, fyrir botni Þorskafjarðar, eru Kolla búðaeyrar þar sem svonefnd ir Kollabúðafundir voru haldn- ir upp úr miðri síðustu öld um tuttugu ára skeið, og sér enn tóttarrústirnar á eyrunum. Lík legt er talið, að' upptökin að fundunum sé að rekja til Jóns Sigurðssonar forseta, en þeir mörkuðu sem kunnugt er djúp spor í þjóðfrelsisbaráttu íslend inga. Auk hinn stærri mála, sem þar voru til umræðu, bar þar á góma ýmis sérmál Vest fjarðakjálkans, t.d. var sælu- húsið á Þorskafjarðarheiði reist fyrir atbeina Vestfirðinga á Kollabúðafundum. -Frá Skógum blasir líka við vegurinn upp á Þorskafjarðar- heiði, fjölfarin leið bæði fyrr og síðar. Komst þar margur í hann krappann að vetrarlagi og eru ýmsar sögur af hrakn- ingum, villum og slysförum á Þorskaf j arðarheið i. Einu taka allir eftir, sem á ferð eru á þessum slóðum, tveim samstæðum hnúkum austur og upp frá Skógum, eðai öllu heldur tvítypptu felli, á- kaflega sérkennilegu. Þessir hnúkar heita Vaðalfjöll. Aflíð andi brekkur og berjalautir eru af þjóðveginum upp að Vaðal- fjöllum og létt ganga, jafnvel inniselufólki. T.d. liggur vel við að ganga á þau frá Bjarka lundi. Það kemur í ljós við nánari athugun, að Vaðalfjöll- in eru stuðlabergsfell, líklega eldgamall gígtappi. Ú.tsýni af Vaðalfjöllum er einkar við- felldið og tiltölulega mikið. Eftir nokkur ár verða Skóg ar eflaust komnir í eyði. Leið sögumaður, sem fer með ferða mannahóp um þjóðveginn í áttina að Þorskafjarðarheiði, bendir upp í hlíðina og segir: Þetta eru Skógar, þar sem Matthías Jochumsson fæddist. Jörðin er komin í eyði fyrir nokkrum árum. Fjörgömul einsetukona bjó þar seinast, Sesselja hét hún, kölluð Setta í Skógum. Vaðalfjöll. — Ljósm.: Páll Jónsson. Upprifjun boðorðanna æíti a5 vera liður í prófi ökumanna EINIJVER minntiíst á, að sér þætt óviðkunnanlegt, nð biskup hefði beðið presta landsins að minnast á hægri-umferðina eftir messu á þessum sunnudegi. Iívað kemur þetta við kirkju og kristindómi? Er ekki nóg, að það sé búið að hamast á landslýðnum i allan 'vetur með öllum þeim tækjum, sem til- tæk hafa verið? í blöðum, út- varpi og hlj óðvarpi, — í skólum og á mannfuridum? Þegar ég heyrði málaleitun biskupsins, rifjaðist það upp fyrir mér, að ég hafði einhvern- tíma éndur fyrir löngu, í öðru landi, heyrt predikun, sem fjall- aði séi'staklegá um umferðina á þjóðvegunum, Sannleikurinn er sá, að breytingin frá vinstri til hægri keyrslu, er í sjálfu sér ekki svo ægilegur hlutur sem margir ímynda sér. Fjöldi bíl- stjóra, t. d. á Norðurlöndum verða svo að segja daglega að stilla huga sinn inn á slíka breytingu í notkun ökutækja sinna. Ég er ekkert hræddur um, að íslenzkir ökumenn muni ekki tiltölulega fljótt komast á lagið, svo framarlega sem þeir líta á siálfa sig sem ábyrga Eftir dr. Jakob Jónsson menn í mannlífinu yfirleitt. Auðvitað geri ég ráð fyrir, að menn verði að endurhæfa eða enduræfa sjálfa sig og tök sín á farartækinu, en slíkt er ekki flóknara en svo, að -fjöldi fólks leysir jafn-vandasöm varkefni á fleiri sviðum. Fyrsta skilyrðið er einmitt að vera ekki hrædd- ur, heldur rólegur og gætinn — og jafnvel æfðir menn -verða um stund að líta á- sjálfa sig sem nemendur í skóla. En kja-rni málsins er einmitt þessi, að ökumenn, hvort sem reglurnar fyrirskipa hægri eða vinstri keyrslu, líti á sjálfa sig sem siðferðislega ábyrga menn, sem hafi skyldur við guð og menn í umferðinni á vegunum. Þau boðorð, sem þar ber að fylgja, eru sem sé í engu frá- brugðin þeim, sem kristindóm- urinn leggur okkur á herðar í daglegri umgengni við náung- ann, hvort sem við erum í bíl eða ekki. Ein furðulegasta tegund rök. villu, sem oft gerir vart við sig, lýsir sér í þeirri ályktun, að á tækniöld komi vélin í stað- inn fyrir manninn. Vélarafl get- ur að vísu komið í staðinn fyrir mann-afl. Vörubíllinn ber það, sem maðurinn hefði ef til vill annars þurft að bera. En bíllinn hugsar ekki fyrir manninn, og því liraðvirkari sem vélin er, því meira ríður á því, að sam- vizka mannsins sé vakandi. Um- ferðin á vegunum er í rauninni að miklu leyti spegill þess síð- ferðis, sem við fylgjum í dag- legu lífi. Þeir menn eru til, sem alltaf finnst þeir þurfa að aka fram úr, verða fyrstir, verða á undan öllum öðrum, hvort sem leyfilegum eða óleyfi legum meðölum er beitb Þeir eru líka til, sem hirða ekki um, þó að þeir breiði sig svo yfir veginn, að það er eins og þeir telji sig eiga hann einir, hvern ig Sem á stendur fyrir öðrum. Eða þeir, sem ekki hirða um örvggistækin, heldur freista guðs með því að láta slag s.anda, í þeirri von, að beim hnfnist ekki fyrir hirðuleysi sitt. Og síðast en ekki sízt þeir er ekki hafa sinnu á því að hafa sjálfa sig í lagi, heldur taka að sér verkefni, sem þeir rísa ekki undir í því ástandi, sem þeir kunna að vera þá stundina. Ég veit ósköp vel, að slys og ófyrirsjáanleg óhöpp getá viljað til bæði á sjó og landi — og þá einnig á vegum. En eitt af því, sem vekur nokkura undrun, er það, að slysin verða oft þar, sem einna minnst ástæða ætti að veröa til þeirra. Er það þá ekki nf því, að ökumaðurinn telur sig <»’ vissan í sinni sök? Oftraust er ekkert betra en van, tr»ust. Og þurfum við þess ekki við, aö vera endrum og c:ns minnt' á það, sem nefna mætti auðmýkt gagnvart því verkefni, sem við tökum að okk ur? Gætum við að okkur í um. gengninni við náungann, yfir leitt? Er ekki lífið, svo einfalt sem það virðist véra, miklu vandasamara, og krefst ekki samstarfið við meðbræður okk- ar miklu meiri varúðar og ár- vekni, eri við gerum okkur Ijóst, þegar við erum að ösla áfram í ös og önn hins daglega lífs? Er ekki, allur hægri-bandar- áróðurinn ein samfelld predikun út af teytanum: Allt, sem þér viljið: að aðrir menn geri yður, það skuluð þér og þeim gera“. Og hvort sem víkja skal til bægri eða vinstri, ætti það hreint og beint að vera liður í ökumannsprófi að rifja upp að nvju til þau boðorð, sem lærð voru undir fermingu. Jakob Jónsson. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 26- maf 1968 —

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.