Alþýðublaðið - 26.05.1968, Side 15
I
BELTAHLUTIR
áBELTAVÉ
BERCO
Spyrnur Framhjól
Botnrúllur Topprúllur
Drifhjól Bolfar og Rær
jafnan fyrirliggjandi
BERCO
er úrvals gæSavara
ó hagstæðu verði
EINKAUMBOÐ
AIMENNA
VERZLUNARFÉLAGIÐ f
SKIPHOLT 15 — SÍMI 1019?
SJÖUNDI KAPLI.
HVARFIÐ
Gvendur fór með mig inn og
hann var hjá mér á meðan. Eg
var fegin.
Það er ekki bara þetta með
hann Jóhannes, sem býr á móti
— nei, bjó á móti, á ég við,
henni Magdalenu, lieldur líka
þetta með hann Stein og hana
Sigrfinu og svo með hann Árna
og hana Vilfríði. Já, það eru
allir í húsinu grunaðir og jafn-
vel við Gvendur líka.
Eða ég víst. Auðvitað grunar
enginn Gvend um morðið. Hann
er jú rannsóknarlögreglumaður
og það grunar enginn svoleiðis
mann um morð. Þeir eru meira
að segja aldrei yfírheyrðir og
það -þarf ekki að taka af þeim
skýrslu.
Ef ég þekkti Gvend ekki jafn
vel og ég geri myndi mig gruna
margt. Það' er alltof algengt í
bókunum, sem ég les að vondir
lögregluþjónar fremji morð og
þiggi mútur og allt svoleiðis.
Gvendur var búinn að lofa
mér að segja fulltrúanum frá
öllu og ég vissi, að hann hefði
gert það.
Gvendur stendur alltaf fyrir
sínu. Hann er þannig hann
hann Gvendur minn.
En ég var að velta því fyrir
mér áður en fulltrúinn fór að
spyrja, hvort ég ætti núna að
segja frá miðanum undir harð-
angurs og klausturs saumaða
dúknum hennar Magdalenu. Eg
ákvað samt að hætta við það.
Það hefði verið vandræðalegt,
ef þeir vissu þá þegar, hver og
hvar miðinn var. Og ennþá verra
Framhaldssaga eftir
ÖSIGU JÓNSPéTTUSR
TeiknÍRgar eftir
RAG mn LÁR.
at því að hún hefur með morð-
málið að gera. Og allt sem við-
kemur Bjössa telst til morðmáls-
ihs.
Ég hef heimsótt Gvend í stóra
húsið, þar sem rannsóknarlög-
reglan er til húsa. En það er svo-
lítið annað að koma þangað í
heimsókn, eða fara þangað til að
gefa- skýrslu.
Gvend langar til að vera full-
trúi og taka skýrslu af fólki
og vinna úr sönnunargögnum og
svoleiðis.
Ég’ get ekki ímyndað mér, að
það sé skemmtilegt.
Hvar geta börnin verið? Eru
þau ein að hrekjast úti á víða-
vangi, kannski bæði köld og
klæðafá?
Ég þekkti ekki það mikið til
fatnaðar þeirra, að ég gæti rétt
eins og mamma þeirra sagt, í
þau höfðu ef til vill ver-
Ég gef skýrslu.
Ég vissi bara í hverju þau
voru, þegar þau fóru frá mér,
eða réttara sagt í hverju þau
voru, þegar þau komu til mín.
En Siggi hafði skilið lyklana
eftir, svo að hann hlaut að hafa
farið beint frá mér.
Eða hafði hann annan lykil, en
þann, sem ég var með? Það virt-
ist mjög sennilegt.
Hann var það gamall, að hon-
um hafði án efa verið trúað fyrir
lykli og hann gat því komið og
fat-ið eins og hann vildi í íbúð-
inni.
Æi, manni dettur svo sem ým-
islegt í hug meðan maður geng-
ur upp þennan langa stiga, sem
liggur upp á þriðju hæð, en þar
er rannsóknarlögreglan 1
Reykjavík.
að segja þeim þetta svona löngu
síðar.
Ja, að visu ekki löngu síðar
fyrir fulltrúann, en löngu síðar
fyrir hann Gvend.
En skyldi ekki vera kominn
tími til að ég hætti að skrifa
niður það, sem ég hugsaði og
fari að skrifa niður það, sem
fyrir mig kom.
Fulltrúinn vildi hvort eð er
tala við mig, en ekki fá að vita,
hvað ég held og hvað mér finnst.
Fulltrúar vilja fá staðreynd-
irnar og ekkert annað.
Nú veit ég, hvernig fulltrúar
hjá rannsóknarlögreglunni eru.
Þeir eru miðaldra menn, sem
bjóða af sér góðan þokka og eru
einstaklega almennilegir. Eg
hefði ekki trúað því, að fulltrú-
ar væru svona mannlegir.
Ég talaði um það við hann
Gvend eftir að hann kom heim
um kvöldið, og hann sagði mér,
að þeir væru ekki allir svona.
Sumir finna til sín og eru með
„Veiztu, hver ég er, góði?” læt-
in. En ég veit, að hann Gvendur
verður ekki þannig, þegar hann
verður fulltrúi.
Hann verður eins og fulltrúinn,
sem yfirheyrði mig. Góður mað-
ur, sem vill hjálpa fólki, jafnvel
þó að hann neyðist til að yfir-
heyra það og taka af því skýrslu.
En það verður nú einu sinni
að vera starf einhvers og það
er gott að til skuli vera maður
eins og fulltrúinn, sem yfirheyrði
mig.
Fulltrúinn var svo einstaklega
rólegur. Kannski alltof rólegur.
Skildi hann virkilega ekki,
hvað í húfi var? Hér var um
líf tveggja bama að ræða og ég
gat ekki beðið eftir því að þau
fyndust.
Fulltrúar hjá rannsóknarlög-
reglunni eru ekki alltaf kallaðir
fulltrúar, þó að Gvendur noti það
orð stundum og ég hafi lært að
nota það af því að það er svo fínt
í dönsku blöðunum að vera
„fuldmægtig". Þeir eru yfirvarð-
stjórar og yfirlögregluþjónar og
svoleiðis.
En það er það sama og að vera
fulltrúi samt og bráðum verða
þeir allir kallaðir fulltrúar. Með
allir á ég við þá, sem verða full-
trúar, en ekki hina, sem eru bara
rannsóknarlögreglumenn.
Það er víst arfur minn að vest-
an, að ímynda mér, að ég finni á
mér eitt og annað, Mér hefur
fundizt frá því að morðið var
framið, að eitthvað hræðilegt
liggi í loftinu.
— Hvenær hurfu börnin?
spurði fulltrúinn.
Hann lék sér að blýantinum,
sem hann hélt á og fyrir framan
imiiiiiiniiiiiiiiinininmniiiiiiiiiniiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiK
hann lá' stór skrifblokk. Þetta var
ekki ósköp venjuleg blokk og
það hafði ekki verið skrifað neitt
á hana.
— Hvenær fóru þau?
Ég svaraði svo til að bragði, en
það voru ótal hugsanir, sem liðu
um huga minn áður en ég gat sagt
það, sem ég ætlaði að segja.
Nefnilega: Ég veit það ekki.
Hvenær fór ég, síðast inn til
þeirra? Hvenær vaknaði litli-
kútur? Hvers vegna hafði ég ekki
fylgzt betur með þeim?
Ég, sem hefði átt að skilja,
hvað Sigga leið illa. Ég hefði átt
að finna það innra með mér og
vita allt. En ég vissi ekki neitt.
Sennilega var ég ekkert gáfuð,
þó að bæði presturinn og kennar-
inn heima segi það.
Ég er alveg sannfærð um, að
þeir höfðu á röngu að standa,
enda getur bæði prestum og
kennurum skjátlazt.
Ég er dæmigerð mistök slíkra
manna.
— Ég veit það ekki, svaraði ég.
— Hvenær haldið þér, að þau
hafi farið?
— Milli klukkan eitt og fimm í
nótt.
Já, því að ég sá þau liggja
þarna klukkan eitt og það er mér
að kenna, að ég skuli ekki hafa
aðgætt betur, hvort þau væru
sofandi eða ekki.
Kannski Siggi hafi haft and-
vara á sér. Kannski hann hafi
vakið Möggu og kannski hann
hafi ekki gert það. Hvernig á ég
að vita, hvað gerðist milli
klukkan eitt og fimm í morgun.
Ég svaf eins og hlandkanna.
En fulltrúinn hrökk ekki við
af skelfingu. Hann sendi ekki út
allt lið rannsóknariögreglunnar
til að leita.
Auðvitað ekki.
Þeir menn, sem þegar voru
lagðir af stað, voru farnir. Vitan-
lega gerði hann ekki neitt.
SKOLPHREINSUN
úti og inni
Sótthreinsum að verki loknu.
Vakt allan sólarhringinn.
Niðursetning á brunnum og smáviðgerðir.
Góð tæki og þjónusta.
RÖR VERKsími 81617.
26- maí 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ ^