Alþýðublaðið - 29.05.1968, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 29.05.1968, Blaðsíða 7
BRIMRÚNAR SKAL KUNNA ÍSLENDINGAR OG HAFIÐ AÐGANGSEYRIR AÐEINS KR. 50.00 FYRIR FULLORÐNA, 25 FYRIR BÖRN. SJÁIÐ FORTÍÐ OG FRAMTÍÐ S J Á VARÚT VEGSINS. OPIÐ 10-22 UM IIELGAR, 14-22 RÚMHELGA DAGA. 80 SÝNINGARAÐILAR. it SJÁIÐ YFIRGRIPSMESTU SÝNINGU, SEM HALDIN HEFUR VERIÐ Á ÍSLANDI. 'Í? SJÁIÐ 70 TEGUNDIR UPPSETTRA FISKA AF ÍSLANDSMIÐUM ISLENDINGAR OG HAFIÐ • • • • hafsjór af fróÖleik Ópera frumsýnd á þriðjudaginn Evrópusöfnun á Islandi Á þiöjudaginn 4. júní frum- sýnir Óperan, sem stofnuð var í fyrra af íslenzlcum söngrvur- um, annað verltefni sitt. Frum- flutt verður gamanóperan Apótekarinn eftir Haydn. Einnig- verða fluttir þættir úr óperunum, Fídclíó, La Travi- ata og Ráðskonuríkinu. í óperunnj koma m.a. fram nokkrir söngvarar, sem ekki liafa áður komið fram á sviði. Með aðalhlulverk í Apótekar- anurn fara Ólafur Magnússon frá Mosfelli, sem ekki hefur komið fram opinberlegá um nokkurt skeið, en auk þess koma fram Þuríður Pálsdóttir, Sigurveig Hjaltestéd og Guðmundur Guð- jónsson. l>eikstjóri er Eyvind- ur Erlendsson og hefur hann einnig gert leikmynd. Ólafur Vignir Albertsson og Guðrún Kristinsdóttir leika und- ir á' píanó undir stjórn Ragnars Björnssonar. Sviðslireyfingar og dansa hefur Þórhildur Þorleifs- dóttir gert, auk þess, sem hún hefur sviðsett óperuatriðin 3. írsk kona, búsett hérlendis, frú J. Kennedy, hefur teiknað og saumað búninga. Alls verða 4 sýningar í Tjarnarbæ og verða miðar sendir til hinna 800 á- skriftaríélaga Óperunnar, en auk þess verða miðar seldir við inn- ganginn, þar sem einnig er tekið á móti nýjum áskriftarfé- lögum. Á blaðamannafundj með forráðamönnum Óperunnar, Ragnari Björnssyni og Gunnari Egilssyni, kom fram, að til at- hugunar sé milli forráðamanna Óperunnar og Þjóðleikhúsráðs samstarf í einhverrt mynd á ó- peruflutniagi. f,;,/v/:r{/; '‘7/V7 Flóttamannaráð íslands ákvað á s. 1. hausti, að gerast aðili að svokállaðri Evrópusöfnun. Það er fjársöfnun, sem flestar þjóðir Evrópu tóku þátt í til hjálpar flóttafólki og sem stofnað var til að tilhlutan Flóttamannastofn- unar Sameinuðu þjóðanna. Jafnframt var ákveðið, að fé það, sem safnaðist hér, skyldi notað eingöngu í þágu flótta- fólks frá Tíbet. — Fjársöfnunin skyldi fara fram á degi Samein- uðu þjóðanna, 24. október 1966. í septembermánuði s. 1. var skipuð framkvæmdanefnd Flótta- mannaráðsins og ráðinn fram- kvæmdastjóri. Aðsetur nefndar- innar var í húsakynnum Rauða Kross íslands að Öldugötu 4. Söfnunin var skipulögð í R- vík og nágrenni, og einnig á all mörgum stöðum öði’um á land- inu. Nefndin settj sér þegar í upphafi það takmark, að reynt skyldi að safna þeirri upphæð, sem svaraði til þess að hvert mannsbarn ,ó landinu legði fram, kr. 10.00, og var söfnunin kynnt "þannig í upphafi. Frá því að aðalsöfnunin fór fram, á degi S. Þ. 24. október 1966, hafa borizt gjafir viðs veg ar að, en nú er söfnuninni að fullu lokið, og framkvæmda- nefndin hætt störfum. Fer hér á eftir stutt yfirlit um árangur inn: Safnað í Reykjavik og nágrenni kr. 644.984.36 Safnað annars staðar á landinu kr. 582.574.25 Framlag ríkissjóðs kr. 600.000.00 Safnað af biskupsembættinu. kr. 250000.00. Samtals kr. 2.078.413.23. T-il dæmis um góðan árangur söfnunarinnar á einstökum stöð um mó nefna Akureyri, þar söfn uðust kr. 118.062.15, í Hafnar- firði söfnuðust kr. 71.169.10, í Keflavík kr. 41.185,00, á Akra- nesi kr. 53.195,00 og í Vest- mannaeyjum kr. 66.860.00. Kostnaður við framkvæmd þessa verkeínis varð kr. 102.950. 20, þar af kostnaður við prentun kr. 66 995.00. Mismunurinn kr. 1.975.463.03 verður sendur til aðalstöðva Evrópusöfnunarinnar í Haag, en endurskoðaðir reikn- voru lagðir fram á' fundi í Fióttamannaráði íslands 28. des. s. 1. og samþykktir. Verður fylgzt nákvæmlega með því, hvernig framlagi íslands verður varið, og mun fulitrúi Evrópusöfnunar Sameinuðu þjóðanna, mr. Brouw er, Hoilandi, annast eftirlit með því, en hann var á fundi samtak anna i Haag 4. janúar 1967 og vlinn til þess að annast þetta verkefni fyrir íslnds hönd. Ekki er hægt að nota féð frá íslandi, nema með samþykki Flótta- mannaráðs íslands. Er nú verið að rannsaka, livernig bezt og liagkvæmast yrði að verja framlagi islenzku ingar framkvæmdanefndarinnar þjóðarinnar. Við framkvæmd söfnunarinnar aðstoðuðu allmargir einstakling ar og samtök þeirra, t. d. veittu Framhald á síðu 14. ALÞÝÐLBLAÐIÐ J If I 29. maí 1968

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.