Alþýðublaðið - 29.05.1968, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 29.05.1968, Blaðsíða 14
fsL aðstoð. Framhald af 5. siðu. september/október.VJert er ráð fyrir því, að árstekjur verk- smiðjunnar verði um 1 milljón Rs, en helmingur þeirra tekna fer í kaup á hráefnum tii fram- leiðslunnar. Hinn helmingurinn er laun Tíbetanna. Trefjaglersverksmiðjan tekur formlega til starfa síðar í þess- um mánuði, eða í síðasta lagi í fyrstu viku júnímánaðar. Gert er ráð fyrir því, að ríkisstjóri Himachal Pradesh muni opna verksmiðjuna við hátíölega at- höfn, að viðstöddum fulitrúum hollenzku og íslenzku flótta- mannaráðanna, sem hafa varið söfnunarfé sínu til þessa verk- efnis. Fulltrúi íslands verður ritari danska sendiráðsins á Ind- landi. Þetta sameiginlega verkefni íslands og Hollands mun því verða til þess, að á þessu ári verða 500 tíbetskir flóttamenn, sem áður bjuggu við eymd og örbirgð, sjálfstæðir og sjálfum sér nógir. Fólkið er við góða heilsu, börnin eru nú hjá for- eldrum sínum og sækja skóla í hverfinu, og allir virðast vera ánægðir i hinu nýja umhverfi. Hr. Brouwer Iýkur skýrslu sinni þannig: „Ég var alveg undrandi yfir því hve mikið var búið að gera á aðeins 3 mánuð- um. Það er ábyggilegt, að söfn- unarfénu frá íslandi hefur verið vel varið. Eg vona, að margir ís- lendingar eigi eftir að heim- sækja Nahan á næstu árum og sjá hverju þeir hafa komið til leiðar með gjöf sinni.” Evrópusöfnun Framhald af 7. síðu. skátar í Reykjavík og úti á' Iandi mjög mikilsverðan stuðn- ing. Einnig veitti fræðslumála- skrifstofan ómetanlega aðstoð. Ekki er unnt að geta allra, sem réttu hjálparhönd, en Flótta- mannaráð og framkvæmdanefnd in eru þessum aðilum öllum mjög þakklát. MFtterand Framhald af bls. 6. sætiyáðherra við afleiðingum af verkföllunum, sem hann sagði myndu bitna á greiðslujöfnuði Frakka, en gullforðinn væri þó nægur til þess að mæta óhag- stæðum greiðslujöfnuði við út- lönd. Francois Mitterand, leiðtogi hinnar vinstri sinnuðu stjórnar andstöðu, hefur lagt til að mynduð verði 10 manna bráða- birgðastjórn unz þjóðaraíkvæða greiðsla hefur farið fram 16. júní um hvort ríkisstjórnin og de Gaulle skuli sitja áfram. Mitterand hefur lýst sig reiðu- búinn, að sitja í forsæti slíkr- ar bráðabirgðastjórnar, jafn- framt því sem hann hefur gefið kost á sér sem forseta hljóti ríkisstjórninstjórnin ekki meiri hluta atkvæða í þjóðarat- kvæðagreiðslunni. í síðustu for setakosningum í Frakklandi, ár ið 1962, lilaut Mitterand 45% atkvæða. • 'Mitterand hefur tilnefnt- .nokkra stjórnmálamenn í fyrir- hugaða bráðabirgðastjórn þeirra á meðal Mendes France, fyrr- verandi forsætisráðherra. Vænt- anleg bráðabirgðastjórn undir forsæti Mitterands hefur hlotið gagnrýni af hálfu verkamanna, stúdent^ og aðalritara franska kommúnistaflokksins, Waldeck Rochet. Sagði hann bráðabirgðastjórn undir forsæti Mitterands myndi í engu vera ólík fyrri vinstri stjórnum, sem í reynd hefðu verið hægri sinnaðar og útilok- að áhrif kommúnista og verka- manna í þjóðfélaginu. Endur- tók hann fyrri kröfur um að mvnduð yrði þjóðfylking allra vinstri sinnaðra stjórnmála- flokka. Áætlað er að Rochet og Mitterand ræðist við í kvöld um sameiginlegar aðgerðir til að velta stjórninni úr sessi. Verka- lýðsfélagið CGT hefur boðað umfangsmiklar mótmælagöngur í París í dag og öðrum borgum Frakklands. Öðrum verkalýðsfé- lögum hefur einnig verið boðin þátttaka, en svar frá þeim hafði ekki borizt í gærkvöldi. Krefst CGT, sem stjórnað er af komm- únistum meiri launahækkana heldur en felast í rammaviðræð- um stjórnaririnar og verka- manna. Hafa forystumenn sam- takanna látið þess getið. að mót- mælaaðgerðirnar miði auk bættra kjara að stjórnmálalegum þvingunarráðstöfunum auk þess að umbreyta frönsku þjóðlífi. Efnasérfræðingar álíta að 10 W aukningu almennra launa- hækkana auk 35% hækkunar lægst launuðu stéttanna hafa í för með sér 10% aukningu fram leiðslukostnaðar. Verði greiðslu jöfnuðurinn óhagstæður um 500 milljónir dollara og vaxandi eftirspurn geti haft í för með sér gengisfellingu frankans. Mótmæli Framhald af bls. 2. þrýtur, verður hið opinbera að skerast í leikinn og forða hon- um frá eyðingu. Geitinni hefur þegar verið bjargað á þennan hátt, hún er komin á opinbert framfæri, hið sama verður að gerast með hanann. Ef til vill stæði Búnaðarfélagi íslands næst að láía málið til sín taka, svo og auðvitað Fuglaverndunarfélag- inu. Hins vegar hef ég lengj geng- ið með dýragarð í kollinum og tel, að sú stofnun ætti að vera á vegum liöfuðborgarinnar. í slíkri stofnun væri ekki óviðeig- andi að ísl. haninn, sá forkostu- legi fugl, sæti ofarlega á priki, ásamt sínum ektakvinnum. Ég vona, að borgarayfirvöldin taki þetta mál til skjótrar og ræki- legrar athugunar og láti dýra- garðinn ganga fyrir ráðhúsinu. —G.G. ICennsla í H Framhald af 6. síðu. þéttbýli,” sagði Valgarð. Þá megi búast við því, að biðraðir mynd- ist á öllum vegum inn í Reykja- vík síðari hluta helgarinnar. Þetía er að vissu leyti annar aðál H-dagurinn og hann getur brugðizt til beggja vona, ef fólk sýnir ekkí þeim mun meiri var- færni og þolinmæði í umferð- mni. Sérstaka áherzlu viljum við leggja á nauðsyn þess, að öku- menn virði hraðaákvæðin úti á vegum um hvítasunnuna og sýni varfærni, er þeir mæta öðrum ökutækjum og síðast en ekki sízt, að ökumenn haldi sig á hægra vegarhelmingi. Könnun Framhald 6. síðu. nefnd hægri umferðar daglega upplýsingar um umferðarslys, sem lögregluskýrslur eru gerðar um. Vert er að greina frá því, hver skýrgreiningin er á umferðar- slysi: Umferðarslys er óhapp, sem á sér stað á vegi, þar sem um meiðsli á manni eða eigna- tjón er að ræða og að minnsta kosti eitt ökutæki á lireyfingu á hlvt að. Einar B. Pálsson verkfræðing- ur stjórnar þessum rannsóknum, en auk þess starfa við hana þeir Júlíus Sólnes verkfræðingur og Ottó Björnsson tölfræðingur. Búast má við, að niðurstöður um slysatölu fyrstu viku hægri umferðar liggi fyrir snemma í næstu viku. Þess skal getið, að með þess- um rannsóknum er umferðarslys- um í fyrsta skipti deilt niður eftir eðli þeirra og þeim aðstæð- um, sem þau verða við. Rann- sóknir þessar eru afar víðíækar. Ein vika er stytzta tímabil, sem unnt er að taka fyrir í þessum rannsóknum, þar sem umferðar- slys eru það fá hér á landi. Með rannsóknum þessum er öllum þeim umferðarslysum, sem orðið hafa í viku hverri undanfarin 2 ár, skipt niður eftir eðli þeirra. Heildarslysatalan, sem rannsókn- ir þessar ná til, er um 10 þúsund slys. Mjög verður fróðlegt að fylgj- ast með því, hvort slysafjöldi lækkar nú með tilkomu hægri um ferðar og sömuleiðis, hvort eðli umferðarslysanna verði annað nú. Tekið skal fram, að til dæm- is er sérstakur þáttur þessara rannsókna, sem tekur til á- rekstra ökutækja, sem mætast á vegum, en hætt er við, að slíkir árekstrar aukist nú eftir H- breytinguna. Síldarverksmiðja tíl Hafnar? KOMIÐ hefur til tals að Kaup- félag Ilornafjarðar kaupi síldar- verksmiðju á Eskifirði í eigu Aðalsteins Jónssönar og fleiri. Mál þetta hefur einungis ver- ið kannað, en ekki borið undir félagsfundi viðkomandi aðila. Tvær síldarverksmiðjur eru á Eskifirði og er verksmiðja sú er um ræðir lítil verksmiðja, striðoetij ’í nailðju ikauptúnin^. Hefur um nokkurt skeið verið ihugað að fjarlægja hana. Talið er að hin verksmiðjan geti annað því síldarrhagni sem berst á land í Eskifirði, og því ekkj talin þörf á tveimur verk- smiðjum þar. Heyrzt hefur að söluverð verk smiðjunnar verði nálægt 5 milljónum króna. Uppboð Framhald af 3. síðu. fór mjög íalleg og sérkennileg mynd eftir meistarann, „Lista- safn íslands,” á 62 þúsund krón- ur, sem var líklega næst því að vera sannvirði. Þrjár gamlar vatnslitamyndir, sem seldar voru saman, fóru aðeins á 7.500 kr. og ótrúlega góð kaup voru á fallegri mynd, „Æskusvipur” sem fór á 8 þúsund krónur. Þá fór hrífandi mynd, „Á víðavangi” á 38 þúsund, en um hana var bitizt af talsverðri hörku. Sigurvegarinn út úr þeirri orrahríð reyndist Sveinn Benediktsson. Síðasta myndin á uppboðinu var gömul vatnslilamynd eftir Kjarval og fór á 8000 krónur. Það var mál manna, að þessu uppboði loknu, að þarna hefðu gerzt hinir undarlegustu hlutir, og víst er um það, að margir hafa grætt stórum á því að mæta á þessu uppboði, peningalega og fagurfræðilega talað. — Sj. SLYS í gærmorgun varð lítilsliátt- ar umferðarslys á Miklubraut og verður að rekja orsakir innar, eða hinnar nýju hægri þess til umferðarbreytingar- umferðar. Tíu ára gömul stúlka var að fara norður yfir Miklubraut skammt vestan við Háaleitisbraut. Stúlkan leit í ranga átt, áður en hún lagði út á götuna. Gætti hún aðeins eftir umferðinni frá hægri eins og hún var vön að gera á meðan vinstri umferð var í giIdi.Þegar hún var rétt komin út á götuna, kom áætl- unarbill aðvífandi og skipti engum togum , að stúlkan lenti á stuðara hans. Stúlkan var flutt í sjúkra- bifreið á slysavarðstofuna. Öún var talin mjög Xítið meidd. Þetta er annað umferðar- slysið, sem orðið hefur í hægri umferð. Hvorugt þessara slysa getur talizt alvarlegt. Hins vegar verður að leggja áherzlu á það, að gangandi veg- farendur verða að vera minn- ugir þess, að nú gilda önnur lögmál í umferðinni en áður og kemur umferðin nú úr öndverðri átt við það sem áður var í vinstri handar umferð. Ráðstefna um rafeindavélar í SUMAR verður haldin alþjóð- leg ráðstefna um noíkun raf- eindavéla, og annarra sjálfvirkra tækja, við gagnavinnslu, vísinda- og tæknirannsóknir m. m. á veg- um Internatíonal Federation for Information Processing (IFIP). Þetta er þriðja ráðstefnan, sem alþjóðasambandið gengst fyrir, en þær eru haldnar á þriggja ára fresti, hin fyrsta var í París 1959, og voru þátttakend- ur þá um 2000 frá 37 löndum. Ráðstefnan í sumar verður haldin í Edinborg dagana 5.— 10. ágúst, og er gert ráð fyrir mikilli þátttöku, hvaðanæva úr heiminum. 35 valdir sérfræðing- ar flytja fyrirlestra um ýmisleg vandamál og vinnuaðferðir, og gert er ráð fvrir að um 200 önn- ur erindi verði flutt. Fyrirlosarar eru fengnir víða að, frá Japan, Bandaríkjunum, Bretlandi, Sovétríkjunum, Ástra- líu, Póllandi, Frakklandi o. v. Aðal erindaflokkar eru : Stærðfræði við rafreikna. Vinnslukerfi. Vélar og tæki. Notkun tækja á ýmsum svið- um. Menntun starfsmanna. í sambandi við- ráðstefnuna, verður haldin sýning á rafeinda- vélum og öðrum tækjum, og verða þar sýnd tæki frá 70—80 framleiðendum. Þeir félagar í Skýrslutæknifé- lagi íslands, sem þess óska, geta sótt þessa ráðstefnu, en þurfa þá að taka ákvörðun um það hið fyrsta. Formaður félagsins, Hjörleif- ur Hjörleifsson, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, eða Magnús Magnússon, prófessor, Raunvís- indastofnun Háskólans, geta veitt nánari upplýsingar. EIRRÖR Kranar, fittings, einangrun o. fl. til hita- og vatnslagna. Burstafell byggingavöruverzlun Réttarholtsvegi 3, Sími 38840. 14 29. maí 1968 - ALÞÝÐLBLAÐIÐ Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa GUÐMUNDAR GÍSLASONAR, bifreiðastjóra frá Brekkum. Ingveldur Jónsdóttir, Gísií Guömundsson, Hulda Ragnarsdóttir, Guð'rún Guðmundsdóttir, Klemenz Jónsson, Jóhann Guðmundsson, Ilrefna Einarsdóttir, og barnabörn. •jM.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.