Alþýðublaðið - 29.05.1968, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.05.1968, Blaðsíða 3
Hvað er eiginlega gerast hér?“ -spurði Sigurður Benediktsson, þegar gamlir meistarar fóru á ótrúlega lágu verði á 150. uppboði hans. Margir gerðu ótrúlega góð kaup. ' Ilér er ung stúlka sem fylgdist af athygli með framvindu mála. Hún er dóttir Jóhanns Briem og stundar náin í Mynd- NÝTT A ÍSLANDI Olíubæliefni Pramleitt af Guðmundi Bjarnasyni Innihald flöskunnar er hæfilegt á móti 3 1. af smurolíu og eykur það smur- hæfni og endingu olíunnar um ca. 10%. AMB er ékki nýtt efni, en eftir margra ára tilraunir og endurbætur má segja að fullkominn árangur hafi náðst. — A M B gerir ekki kraftaverk á ónýtri vél, en regluleg notkun eykur mjög endingu vélarinnar og læklcar þar af leiðandi stórlega reksturskostnað bif- reiðarinnar. Að loknu 150. málverkauppboði Sigurðar Bene- diktssonar var uppboðshaldarinn fremur daufur í dálkinn, bví að það kom greinilega fram á þessu upp- boði, að peningaráð fólks er ekki í neinni líkingu við það sem verið hefur á undanförnum árum. Við þ'að bætist að venjulega fara málverk á talsvert lægra verði á uppboðum á þessum tíma árs en á haustin. FuII ástæða er til að hvetja ungt fólk, scm langar til að eignast góðar myndir eftir yngri málara, að mæta á upp- boðum hjá Sjgurði Benedikts- syni. Á þessu uppboði fóru margar laglegar myndir frá kr. 500—1500, sem var í flest- um tilfellum langt undir sann- gjörnu verði, eða eins og Sig- urður komst stundum að orði — þarna hafið þið fengið rammann einan á góðu verði- Uppboðið hófst með því að boðin var upp mynd eftir Hösk- uld Björnsson, en hún fór á kr. 1200. í næstu mynd kom ekkert boð og olíumynd eftir Guðmund Másson fór á 800 krónur, sem var næstlægsta verð, lægst var boðið í mynd eftir Eggert E. Laxdal, „Gamall ketill,” aðeins 500 krónur. Þegar kom að mynd nr. 13, „Listin ein,” eftir hinn skemmti- lega og barnslega málara, ísleif Konráðsson, var ljóst, að eitt- hvað undarlegt var á seyði — Myndin fór aðeins á 1000 krón- ur, en hefði átt að fara á a.m.k. 5000 krónur. Næst á eftir kom mynd eftir Karen Agnete Þór- arinsson, stór og vönduð mynd í hefðbundnum stíl, og tókst Sig- urði með talsverðri ýtni að mjaka henni upp í 7.500 krónur. Áberandi góð kaup voru í mynd eftir Nínu Sæmundsson, Blá kona, sem fór á kr. 4000. Til marks um greinilegt verð- fall í þessari kauphöll lista- verka, má geta þess, að mýndin „Nött” eftir Ágúst Petersen fór á 2000 krónur en á baki mynd- arinnar var skrifað stórum stöf- um 6.500 krónur, sem hefur líklega verið verð myndarinnar á sýningu fyrir einum 2 árum. Myndir nr. 27 og 28 eftir Sverri Haraldsson fóru aðeins á kr. 4000 hvor og er það „spott- prís” eins og sagt er. Blómamynd eftir Jón Þorleifs- son, allskemmtileg mynd, fór á 7.500 krónur og yrði enginn hissa þótt sú mynd færi á upp- boði eftir 2—3 ár á ein 20 þús. Vönduð mynd eftir Kristján Magnússon hlaut skikkanlega útreið, fór á 13 þúsund krónur. Þegar þessi mynd var boðin upp gat Sigurður ekki orða bundizt og sagði þegar boðin höfðu mjakazt dræmt upp í 7000 kr.: Hvað er eiginlega að gerast hér? Þetta er mynd sem við normal aðstæður ætti að fara á 20 þús. krónur.” Ekki batnaði ástandið þegar myndir eftir Nínu Tryggva- Olafur og Pétur, eigendur P&Ó, voru meðal þeirra sem gerffu góff kaup í gær, en þeir e'iga báffir margar góffar myndir. ------—-----rr-----------------i--------------------------------- Mynd eftir Mugg fór á 16.000 krónur, en myndir eftir Ásgrím Jónsson fóru á 50, 20 og 30 þús. Mynd eftir Kristínu Jónsdóttur fór á 35 þúsund, en mynd eftir Júlíönu Sveinsdóttur á 22 þús. Að lokum voru boðnar upp margar myndir eftir Kjarval, og Framhald á síðu 14. Sigurður var ekk'i hýr á svipinn þegar hann varff aff láta mynd eftir Þórarinn B. Þorláksson á 3.500 krónur, en hér heldur hann einmitt á Heklumyndinni, sem var máluff 1906, (Ljósm. Bjarnleifur). dóttur fóru á 7.500 krónur og 3.000 krónur, og virkilega urðu viðstaddir undrandi þegar ,ekta’ Siglufjarðarmynd eftir Gunnlaug Blöndal fór á 9.500 krónur. Það var eins og viðstaddir áttuðu sig þegar næsta mynd eftir Gunn- laug var boðin upp — sú fór á 16 þúsund krónur, en var að mínu áliti mun lakari mynd en sú frá Siglufirði. Fjör fór að færast í leikinn þegar eina myndin eftir Jóhann Briem var boðin upp — sú mynd heitir „Ein bleik og önnur gul”. Hún var slegin Baldvin Tryggva syni, framkvæmdastjóra Alm. bókafélagsins fyrir 27 þús. krón- ur, efíir dálítið harðan slag. Og hver hefði ekki viljað eignazt dáfallega vatnslitamynd eftir Gunnlaug Scheving á 5000 krónur? Önnur mynd eftir hann, „Frá Hafarfirði” fór á 23 þús. Nú er komið að einum alfurðu- legasta kafla þessa uppboðs. — Myndir nr. 40 og 41 eftir Þór- arinn B. Þorláksson, frumherja nútíma málaralisíar á íslandi, fóru á kr. 7.500 (Frá Þingvöll- um, máluð 1906! og Heklumynd lítil á 3.500, sem er ótrúlega lágt verð. lista- og handíðaskólanum eft- ir því sem okkur er tjáð. með einkaleyfi A M B Oil Corp. U. S. A. 29. maí 1968 ALÞÝ0LBLABIÐ 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.