Alþýðublaðið - 29.05.1968, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 29.05.1968, Blaðsíða 5
Islenzk abstoð á Indlandi Á DEGI Sameinuðu Þjóðanna þann 24. október 1966 var geng- izt fyrir almennri söfnun í fjöl- mörgum Evrópulöndum til hjálpar flóttafólki frá Tíbet, sem þá' dvaldi við hinar hörmuleg- ustu aðstœður í Norðurhéruðum Indlands. Hafði fólkið unnið þar við vegavinnu í 7 ár samfleytt í mikilli eymd. Hlutverk Flótta- mannasöfnunarinnar 1966 var að afla nægilegs fjár, til þess að hægt væri að veita þessu tíbezka fólki varanlega lausn á vanda- málum sínum. Þann 10. marz 1967 kom hing- að til lánds hr. Brouwer, fulltrúi Flóttamannastofnunar S. Þ., og í samráði við hann var ákveðið að fé það, sem safnaðist á ís- landi skyldi renna til uppbygg- ingar trefjaglersiðnaðar í Nah- an héraði á Indlandi, þar sem Tíbetar höfðu fengið landsvæði til afnota. í viðtali við fréttamenn hér í Reykjavík skýrði hr. Brouwer svo frá, að lahdsvæði þetta væri gjöf Indlandsstjórnar til flótta- mananstarfsins, en þar hefðu Tíbetar möguleika á að byggja sér hús, rækta landið, og vinna við léttan iðnað. Að lokinni athugun af hálfu S. Þ. kom í ljós, að heppilegt yrði að koma á fót trefjaglers- iðnaði í Nahan. Verksmiðju gætu Tíbetar byggt sjálfir, og yrði hún síðan samvinnufyrirtæki, sem Tíebtarnir ynnu við. Geng- ið var frá því strax, að fram- leiðsiuvörur verksmiðjunnar, svo sem baðker, vaskar, vatnsgeym- ar, stólar o. fl. hefðu örúgga sölu nokkur ár fram í tímann. Vorið 1967 voru síðan 17 ung- ir Tíbetar sendir til New Delhi til þjálfunar í iðnaðar- og verk smiðjuStörfum. Þessi þjálfun tók rúma sex mánuði, en að þeim Ioknum tóku þessir ungu menn til við að kenna löndum sínum þessi nýju störf í Nahan. Flótta- mannastofnun S. Þ. réði svo dug- mikinn framkvæmdastjóra, Mr. Bawa, til þess að veita trefja- glersverksmiðjunni forstöðu, og skömmu síðar var verksmiðj- unni valinn staður við Paonta í Nahan. héraðj í Himachal Px-ad- eshi-íki Indlands. Um miðjan októbermánuð 1967 komu svo 500 Tíbetar til Paonta í Nahan og hófu nær samstundis störf við byggingu verksmiðjunnar. Þegar byggingu verksmiðjuhússins'var lokið, var hafizt handa við byggingu fyrstu íbúðai'húsanna. Hr. Brouwer heimsótti Nalian þann 24. marz s.l. til þess að kynna sér framvindu mála þar, og tók hann þá m. a. myndir þær, sem fylgja hér með. — í skýrslu sinni til Flóttamannaráðs íslands segir hr. Brouwer m. a.: „Það vakti sérstaka athygli mína hve áhugasamir og dug- miklir Tíbetarnir voru við bygg- ingu húsanna. Þeir hafa setí sér það takmark að ljúka við flest húsin fyrir rigningartímann, sem hefst snemma í júní. Það var líka ánægjulegt að sjá það, að landið hafði verið fullræktað. Vetrar-uppskera hveitis, græn- metis, og jarðepla var sönnun fyrir mikilli og ötulli vinnu þeirra.” Framtíðarhorfixr Tíbetanna í Nahan vii'ðast því bjai’tar. Áætl- að er að 60 af 100 liúsum svæð- isins verði tilbúin í júní, en end- anlega verða þau öll byggð í Framhald á síðu 14. Ný fslhogun á útgáfu Máls og menningar 0 r.Ji FYRSTU TVÆR BÆKUR ÁRSINS ERU KOMNAR ÚT ÞORLEIFUR EINARSSON: Jarðfræði. Saga lands og bergs Bók þessi fjallar m.a. um verkanir jarðelds, jarðskjálfta, frpsts, jökla, vatnsfalla, vinds og sjávar. — Lengsti kafli bókai’innar fjallar um jarðsögu íslands, gerð bergs, mótun landslags, breytingar á loftslagi og gróðurfai'i. Bókin er jöfnun höndum hugsuð sem handbók og yfii'litsrit við alþýðuhæfi. Hún er 335 blaðsíður, veglega úr garði gxrð, með fjölda mynda. HJALMAR BERGMAN: / Viðreisn í Wadköping Skáldsaga. Njörður P. Njarðvík þýddi. Hjálmar Bergman er einn hinn frumlega stir,I hópi sænskra sagnaskálda, og Viðreisn í Wadköping (Markurells í Wadköping) einhver vinsælasta skáldsaga hans. Sögufólkið í þessari bók er afar fjölbreytilegt og á, þann dag sem sagan gerist, Við ævintýraleg og fráleit vandamál að etja, en er engu að síð ur trúir fullti'úar fyrir hinn tilbúna smábæ Bergmans, Wadköping. Félagsmenn í Reykjavík vitji bóka sinna í Bókabúð Máls og menningar, Lauga- vegi 18. Bækurnar hafa verið sendar umboðsmönnum úti um land. Þrennskonær árgjald sem fclagsmcnn gcta valið um: a) Kr. 650,00: fyrir það fá félagsmenn Tímaritið og tvœr bækur. b) Kr. 1.000,00: fyrir þaö fá félagsmenn Tímaritið og fjórar bækur. c) Kr. 1.280,00: fyrir það fá félagsmenn Tímaritið og scx bækur. Fclagsbækur á árinu vcrða þcssar: 1) Jarðfræði, eftir Þorleif Einarsson. 2) Viðreisn í JVadköping, skáldsaga eftir Hjalmar Bergman, þýdd af Nrrði P. Njarðvík. 3) Sagnaritun tslcndinga að fornu, eftir Sigurð Nordal. 4) JVjj skáldsaga, eftir Ólaf Jóh. Sigurðsson. 5—6) „Pappirsbökur“ 1.—2. Standaríkin og Jiriðji bcimurinn eftir David Horowitz, Inngangur að fclagsfræði eftir Peter L. Berger. Fclagsmcnn scm grciða árgjald a) eða b) velja sér tvær eða fjórar af þessum bókum. Auk þess fá allir félagsmenn í kaupbæti nýtt hefti af bókaflokknum Myndlist: Paul Gauguin. Þeir sem kjósa bækurnar bundnar þurfa ,að greiða aukagjald fyrir bandið, en bækur 5)—6) og myndlistarbókin verða aðeins heftar. Með þvi að reikna tímaritið sem eina bók kostar hver bók (óbundin) félagsmenn tæpar 217 krónur ef þeir greiða árgjald a), 200 krónur ef þeir greiða árgjald h) og aðeins 183 krónur ef þeir greiða árgjald c), og er þá myndlistarbókin ótalin. Verðið fer því lækkandi eftir ]>vi sem teknar eru fleiri bækur. 29. maí 1968 ALÞÝÐLBLAÐIÐ 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.