Alþýðublaðið - 29.05.1968, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 29.05.1968, Blaðsíða 15
'X ■■'&ÍWU Framhaldssaga eftír J JðNSDOnUR Telkningar eftir mmm lar. nGURióm Gvendur var glorhungraffur. 8. KAFLI. V/ð Gvendur tökum saman betra að ræða vandamálin við mig, sagði ég. — Já, af því að þú tókst þau aldrei alvarlega, heldur leizt á þau nýjum augum og rökrétt eft ir því sem við er að búast af konu. Nú ertu ekkert nema til- finningar og það bara af því að þú þekkir fólkið. —-En Bjössi er maðurinn henn ar Friðrikku, sagði ég. — Og Friðrikka er vinkona mín. Ég átti að gæta barnanna hennar og þau hurfu meðan þau voru hjá mér. Hvemig geturðu ætlazt til þess að ég líti á þetta mál eins óg hvert annað smámál, sem þú áilt að annast? — Þetta er nú einu sinni mitt starf, sagði Gvendur. — Ég verð að leysa það af hendi, hvort sem mér þykir bet ur eða verr. Heldurðu, að ég vor kenni ekki litlu börnunum? En svona er það samt. Það getur enginn treyst áfengissjúklingi eða orðum hans og eitt er víst — Bjössi er áfengissjúklingur. Það BERCO | Keðiur Spyrnur Framhjói Botnrúllur Topprúllur Drifhjól Boltar og Rær jafnan fyrirliggjandi BERCO er úrvals gæðavara ó hagstæðu verði EINKAUMBOÐ ALMENNA VERZLUNARFÉLAGIÐf | SKIPHOLT 15 — SlMI 10199 þöglu mönnum, en í kvöld tók hann sjálfum sér fram. Ég var sannfærð um, að á- stæðan væri sú, að hann vildi alls ekki ræða málið við mig. Ég hitaði handa honum kaffi- sopa og fór með hann inn á' skrifstofuna svonefndu. Gvendur fékk sér í bollann og leit upp frá skjölunum, og ég spurði: „Langar þig virkilega ekkert til að tala um þetta við mig? Þú ert vanur að ræða um allt svona við mig. En náttúrlega, skal ég þegja, ef þú vilt það alls ekki. Það er annars ekki svo oft, sem ég bið þig um að tala við mig um eitthvað. — Auðvitað vil ég gjarnan tala við þig, sagði Gvendur og lagði frá sér bollann og fékk sér eina sígarettu og þó reykir hann venjulega ekki. Þetta sýndi mér, hvað honum var það á móti skapi að tala um þessi mál við mig. — Mér finnst bara, að það sé ekki rétt. Þú tekur þetta alltof persónulega. Þetía mál kemur þér ekkí við. Þó að börnin hafi horfið, meðan þú varst að gæta þeirra, er það ekki endílega þér að kenna. Ég verð að líta hlut- laust á þetta allt, og þú getur það ekki núna. — Þér hefur stundum þótt Um kvöldið, þegar Gvendur kom heim, bað ég hann um að tala við mig. Hann vildi endilega borða mat inn sinn fyrst, svo komu blöðin og fréttirnar í útvarpinu, frétt irnar í sjónvarpinu og guð má vita hvað. Klukkan var farin að ganga ellefu, þegar ég fékk hann lóks ins til að tala við mig. Jafnvel þá gekk það illa. Gvendur kom alltaf heim með einhver skjöl með sér, ég veit ekki, hvað hann var að vinna við þau inni í barnaherberginu svokallaða, sem nú hét skrifstof an hans. Gvendur hefur alltaf verið einn af þessum karlmannlegu, BELTI og BELTAHLUTIR áBELTAVÉLAR er ekki hægt að komast hjá þeirri staðreynd, að áfengi gerir suma menn vitlausa. Þeir vita ekki, hvað þeir gera undir á’hrif- um áfengis. — Það hefur verið reynt að banna áfengi, sagði ég. — Já, og allar þjóðir hafa reynt það og gefizt upp á því. Það er svo sem margt verra en það. Öll þessi eiturlyf, sem eru einmitt nýlega farin að berast til landsins. En við getum ekk ert átt við Bjössa. Hann heldur því bara fram, að hann hafi gleymt öllu, eins og svo margir aðrir í hans sporum. Það er al- gengasta afsökunin. Gvendur saup á kaffibollanum og hóstaði ögn. Hann var ekki vanur reykingarmaður eins og ég. — Nei, ég þekki þessa menn. Þeir koma hvað eftir annað til okkar og bera fyrir sig það sama. Minnisleysi. Ég efast um, að nokkur maður geti framið afbrot undir áhrifum áfengis og gleymt því algjörlega, nema því aðeins að hann vilji það. — Hver segir það? spurði ég. — Sálfræðingurinn, sem skoð aði hann Bjössa til dæmis. Ég mátti svo sem vita það. Gvendur hefði ekki fundið upp á þessu sjálfur. Eins og mér þótti vænt um Gvend. Það var leiðin- legt, að hann skyldi aldrei hugsa frumlega hugsun eða reyna að mynda sér sjálfstæða skoðun. En ég var líka bara kona og og hafði ekki fengið helminginn af þeirri menntun, sem hann hafði fengið, né þeirri reynslu, sem hann hafði. Kannski verða menn svona með tímanum og menntuninni. Forpokaðir í ákveðnum skorð- um. Sannfærðir um að allt sem sérfræðingar og fínir menn segja sé rétt. Hver veit nema ég verði álíka með tímanum? Spegilmynd af Gvendi. — Hefur ekkert nýtt komið fram í málinu? spurði ég. — Nei, elskan, sagði Gvend- ur. Ekki enn. Ég leit spyrjandi á hann og hann tók vel eftir spurnarsvipn um á andliti mínu. Mig langaði samt ekki til að tefja hann allt- of mikið, svo ég spurði bara: — Ekkert annað en það sem sem stóð í blöðunum í dag? — Nei, ekkert annað, sagði Gvendur og gerði sig líklegan til að sökkva sér aftur niður í skjöl in sín. — Við höfum ekki enn skýrt frá hvarfi barnanna. Að- eins sent út lýsingu á þeim. Eng in nöfn, heimilsfang eða álíka. — Var einhverju stolið úr f- búðinni? spurði ég. 5 — Ekki það við vitum, var svarið. — Bankabókin hennar var í skápnum og peningar í töskunni. Það lítur út fyrir að hún hafi verið vel efnuð. Það voru rúmlega tvö hundruð þús- und krónur í bókinni. Svo rýndi hann aftur f skjöl- in meðan ég reyndi að rifja upp það, sem Friðrikka hafði sagt mér. Lifði Magdalena ekki á elli- laununum? Var það ekki það eina fyrir utan lopapeysurnar, sem hún hafði til að framfleyta líf- inu. Að vísu á'tti hún íbúðina, en mér finnst samt erfitt að trúa því, að einhleyp kona á ellilaun- um með lopapeysur í hjáverkum, geti lagt fyrir tvö hundruð þús- und krónur á fáum árum. — Finnst ykkur ekkert skrít- ið, að hún skuli hafa átt svona mikla peninga? spurði ég. — Jú, svaraði Gvendur stutt- lega, — en margar gamlar kon- ur fara vel með sitt. — Var hún að safna þessu svo árum skipti? spurði ég. — Ég veit það ekki, svaraði Gvendur, rétt eins og þetta skipti engu má'li. — Þetta var ný bankabók. — Ertu ekki búinn að athuga það í bankanum? spurði ég. STUÐNINGSMENN Gunnars Thoröddsens á Akranesi Hafa opnað skrifstofu í Félags- heimiíi Karlakórsins að Skjólbraut 21. Skrifstofan verður fyrst um sinn opin alla daga kl. 16 — 22, sími 1915. Stuðningsfótk, hafið samband við skrifstofuna. 29. maí 1968 ALÞÝÐLBLADIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.