Alþýðublaðið - 29.05.1968, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 29.05.1968, Blaðsíða 8
|^urt Zier skólastjóri Mynd lista og handíðaskólans lætur nú af störfum eftir 17 ára starf við skólann, en hann réðist hingað til lands í upphafi að ráði Luðvígs Guðmundssonar stofnanda skólans og fyrsta skólastjóra og tók þátt í undir búningi að stofnun hans með Lúðvíg. Tíu ár dvaldi Kurt Zier hér á landi það sinn, en hvarf aftur til Þýzkalands 1949. Hanni kom öðru sinni hingað til lands 1961 og tók við stjórn skól- ans 1965 þegar Lúðvíg Guð- mundsson' lét af- störfum. í ræðu sinni við uppsögn skólans í vor, þegar hann greindi frá ákvörðun sinni að láta nú af skólastjói-ninni kvaðst Kurt Zier / hafa komið hingað flóttamaður í fyrstu eins og allir sannir ís- lendingar á sínum tíma. En í seinna skiptið kom hann frjáls maður af eigin vilja, — „því að ég hafði fest ást á landi og þjóð og þó einkum á æsku þessa lands. Og mun svo verða með- an ég lifi,” sagði hann. — Ég kom fyrst hingað haust ið 1939 þegar Lúðvíg Guðmunds son var að undirbúa stofnun Handíðaskólans, eins og hann nefndist þá, sagði Kurt Zier í sþjalli við Alþýðublaðið í til- efni af þessum tímamótum. Skól inn hófst þá um veturinn með 7 nemendum og var til húsa í kjallarakompu inn við Hverfis götu þar sem var svo lágt und- ir loft að hæstu nemendurnir gátu ekki staðið uppréttir inni. Smíðadeild skólans tók fyrst til starfa, en við henni hefur Kennaraskólinn nú tekið, en deildum var brátt fjölgað. Kennsla hófst t.a.m. fljótlega í myndlistardeild, og síðan bætt ist við hver deild af annarri. í fyrstu var mestur hluti af starf semi skólans námskeið fyrir al- menning, sem enn eru mjög verulegur þáttur í starfi hans. í vetur voru 300 nemendur í skólanum, þar af 70 í föstum dagdeildum skólans, en aðr- ir á námskeiðum síðdegis og á kvöldin. Lengi vel var skólinn einkaskóli, en 1965 var reksturs grundvelli hans breytt með lagasetningu og er hann síðan rekinn af ríki og bæ. Skólinn veitir nemendum sínum nú fjögurra ára nám, fyrst í tveggja ára almennum forskóla sem allir sækja, síðan - á tveimur árum í ýmsum sérdeildum myndlista, auk nám skeiða hans fyrir almenning í fjölmörgpm greinum myndlista og listiðna. Deildum er verið að fjölga smátt og smátt og í haust er í ráði að gefa efnileg um nemendum kost á nokkru framhaldsnámi við skólann. Hann stefnir hægt og hægt í átt til þess að verða almennur lista-háskóli. j^lutverk skóla eins og Myndlista- og handíðaskól- ans er ekki, og á ekki að vera, að uppfóstra „snillinga”, sagði Kurt Zier. Sumir nemendur verða fyrir vonbrigðum að fá ekki strax að fara að mála olíu- málverk þegar þeir koma í skólann. En viðleitni okkar er að veita nemendunum breið- an grundvöll að listmenntun þeirra, innræta þeim það sem ég hef kallað málfræði list- arinnar fremur en leggja rækt við „listaverk” einstakra nem- enda. Ég er-sannfærður um að skáld verður að læra til hlítar málfræði tungu sinnar áður en hann tekur að yrkja. Hann verð ur að læra málfræði og setninga fræði, öll lögmál móðurmálsins eins og hver annar maður, - nei, betur og samvizkusamlegar en aðrir menn því að hann verð ur að hafa til að bera dýpri skilning málsins, næmari form kennd og viðkvæmari skynjun á fegurð þess en aðrir menn. Allri listmenntun er. þannig far ið. Die Kunst ist lange bildend ehe sie schön ist, sagði Goethe; listin er alltaf menntandi þó hún leiði ekki um sinn til fag- urfræðilegs árangurs. Og við leitni okkar í þessum skóla er sem sagt að hugsa um trausta undirbúningsmenntun frekar en leggja rækt við snemmþroskuð verk einstaklinga. — Að minni hyggju hefur það sannazt á auglýsingadeild skólans, en verk hennar eru nú til sýnis almenningi í skólan- um, að rétt er stefnt. Hún var stofnuð fyrir fimm árum. og þar hefur verið unnið mjög vel undir leiðsögn þeirra Gísla B. Björnssonar og Torfa Jónsson- ar. í vetur tók deildin þátt í alþjóðlegri keppni sem Evrópu ráðið efndi til í gerð auglýsinga spjalds um vatnsverndun, og þóltu okkur það heldur en ekki gleðifréttir þegar dómnefndin í Strassborg veitti íslenzku verk unum loflega umsögn, „honour- able mention" eins og það er nefnt, og einum nemandanum, Ólafi Óskarssyni, verðlaunapen ing fyrir bezta íslenzka verkið. Viðurkenning slíkra aðilja er mikilsverð í sjálfu sér. En mest er um það vert að þessi frami sannar að verk okkar eru fram bærileg annarstaðar en hér heima, að þau ná máli á alþjóð legan kvarða. Á sama hátt er vitaskuld únnið í öðrum deild um skólans þó ekki hafi rignt yfir þær gullpeningum. En nem endur héðan eiga orðið greiðani aðgang að ýmsum skólum er- lendis til framhaldsnáms og ýmsir þeirra hafa hlotið ýmis- konar viðurkenningu erlendis. Allt þetta sannar okkur að við séum á réttri leið hér í skólan um. Og nóg eru viðfangsefnin framundan. Nýjum deildum smá fjölgar í skóianupi eftir því sem nýir menn bætast í hópinn og færa út verksvið hans. Þetta tekur að vísu tíma því að það þarf heimamenn til að byggja upp skóla sem þennan. Nú er t.a.m. verið að efla grafík- kennslu í skólanum eftir að hingað kom nýr kennari, Einar Hákonarson, sem einmitt lagði sérstaka áherzlu á grafík, eða rítlist eins og hún hefur verið nefnd hér, í listnámi sínu í Gautaborg. Einar má segja að sé uppvaxinn hér í skólanum, 'einn bezti nemandi hans áður en hann fór til framhaldsnáms, og nú þegar hann kemur heim nýtast skólanum kraftar hans og menntr/n. Og á sama hátt hafa áður og munu aðrir nýir menn, með þekkingu og mennt un sem ekki hefur áður verið til í landinu, bætast í hópinn á næstu árum og starfsvið skólans víkka að því skapi. til inngöngu , í sambærilega skóla. Að loknu fjögurra ára námi er þroski nemandans að verða slíkur að hann megi kall- ast stúdent í fyllstu merkingu þess orðs, þá er kominn sá tími þegar von er mestu uppskerunn ar, þegar gáfur nemandans ná að þroskast til fulls. Mér virðist óhæft að rjúfa námið einmitt á þessu skeiði. Því er í ráði að framlengja námið, um eitt ár í fyrstu, með því að gefa efnileg um nemendum sem stundað hafa nám sitt af kostgæfni tækifæri til framhaldsnáms í viðurkenn- ingarskyni og bjóða þeim um leið fleiri og aðlaðandi mörgu- leika, til starf? í nýjum grein. um lista. Verkefnin eru næg og ótæmandi. Kurt Zier. jfý þeim tæpu þrjátíu árum sem Myndlista og handíða skólinn hfefur nú starfað hafa var þó til í landslags- og þjóð- lífsmyndum? Hefur nokkur sam bærileg innlend „hefð“ önnur komið til síðan? Og svo mætti lengi spyrja. — Ég held að hér á landi sé almennari myndlistaráhu'gi en annarstaðar, sagði Kurt Zier, að i ur í eigi þetts cola- ingu. hér hér ÓLAFUR JÓNSSON RÆÐIR V ZIER, SKÓLASTJÓRA MYNDI OG HANDÍÐASKÓLANS — Hér í skólanum tökum við á móti 16 ára gömlum ungling um úr gagnfræðaskólum, en víða erlendis er krafizt stúdentsprófs eða sveinsprófs í einhverri iðn langflestir myndlistarmenn okk ar af yngri kynslóðunum átt einhverja viðdvöl í skólanum, margir byrjað listmenntun sína þar og sumir hverjir horfið aft ur til skólans til starfs og kennslu að annarri skólagöngu lokinni. Maður í stöðu Kurt Ziers, lengi einn aðalkennari, síðan skólastjóri þessa fjöl- breytta hóps, og einnig hefur hann fengizt töluvert við mynd iistargagnrýni, hlýtur að hafa mikla þekkingu og fastmótaðar skoðanir á þróun myndlistarinn ar hér á iandi allan þennan tíma. Hvernig er háttað afstöðu ís- lenzkra myndlistarmanna til er- lendrar tízku í myndlist? Rofn aði ekki skyndilega við tilkomu innlendrar abstraktstefnu í myndlist ejftir stríðið, sá vísir innlendrar myndlistarhefðar sem og miklu meiri áhugi á verkum og þroska einstakra listamanna. Og mín reynsla er sú að ís- lenzk æska sé sérlega listhneigð, betur fallin til myndlista en æskufólk almennt hjá öðrum þjóðum, gáfaðri á þessum til- tekna sviði mætti kannski segja. Mesta vandamálið hér á iandi finnst mér vera að samræma þetta góða gáfnafar nauðsynlegri ögun handar og huga- einkum þar sem við lifum tíma begar allt er á reiki, einkum á sviði lista, listræn hefð og arfur kyn slóðanna lítils metin af mörgum. Vel gefnir menn verða að leggja hart að sér eigi þeir að ná árangri í listum, en óneitanlega er ýmislegt í tímafarinu sem leggst gegn slíkri viðleitni og ginnir unga menn aflei/is í von um stundarframa. Mér virðist vegu slíka að i men; vald þess að h an lausi tízka þess. viðb: við ríski um. hver lista. ford; rötui endr. að g af raun

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.