Alþýðublaðið - 30.05.1968, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 30.05.1968, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 30. maí 1968 — 49. árg. 97. tbl Hlíf leitar til ASÍ um stuðning gegn ISAL í Straumsvik Verkamannafélagið Hlí£ í Hafnarfirði hefur ritað miðstjórn ASÍ bréf og skýrt frá því að framkvæmdastjóri íslenzka álfélagsins hafi tilkynnt starfsfólki í í Straumsvík, að stofnað yrði sérstakt starfsmannafélag á staðnum, og ætti það að annast samningagerðir um kaup og kjör við fyrirtækið. Óskar Hlíf eftir aðstoð ASÍ við að koma í veg fyrir þessa ráðstöfun, og hefur fundur í mið- stjórn ASÍ verið boðaður í dag um þetta mál, en verkalýðshreyfingin telur ótækt að atvinnurekandi gangist með þessu móti fyrir stofnun verkalýðs- félags. Talsmaður ísals sagði hins veg ar í gærkvöldi, að frumkvæðið að stofn- un felagsins væri komið fra starfsm önnunum sjálfum. Alþýðublaðið hefur haft tal af fjórum aðilum, sem mál þetta snertir, for- manni Hlífar, stjórnar- formanni ÍSAL, fram- kvæmdarstjóra ASÍ og fulltrúa Vinnuveitenda- sambands ísfands. Fara svör þeirra hér á eftir: DE 6AULLE F FRÁ PARÍS De Gaulle hélt í gær öllum að óvart burtu írá forsetabústað sínum í Elyséhöllinn í París. Höfðu ráðherrarnir verið boð- aðir *á fund de Gaulle, en var tilkynnt, þegar þeir komu til forsetahallarinnar, að f'undj^ væri aflýst og dé Gaulle hefði lialdið til sveitaseturs sfns. Vakti það undrun, að forset- inn skyldi ferðast með bíl, sem tekur venjulega þrjá og hálfa klst., en ekki með þyrlu. Það varð þó til þess að auka enn bollaléggingarnar, að de Gaulle skyldi vera 7 klst, á leiðinni til sveitaseturs síns. í gærkvöldi hafði ríkisút- varpið franska tilkynnt að Pompidou, forsætisráðherra ætlaði að halda útvarpsræðu kl. 22.00 að staðartíma, en ræð unni hefur nú verið frestað til kl. 17.30 í dag. Hermann Guðmundsson formaffur Verkamannafélags- ins Hlífar í Hafnarfirffi: „Um langan tíma hafa staðið yfir sameiginlegar samningaum- leitnir Verkamannafélagsins Hlífar og Verkakvennafélagsins Framtíðarinnar um kaup og kjör .> þeirra vaktmanna, sem vinna hjá ísal og verkakvenna, sem starfa í mötuneyti sama fyrirtækis. Þessar samningaumleiíanir hafa tekið mjög langan tíma og án þess að samningar hafi tekizt. Félögin voru bæði búin að á- kveða, áður en þau fréttu um þessi furðulegu viðbrögð hjá þeim ísalsmönnum, að boða til vinnustöðvunar, og er vinnu- stöðvunin, sem félögin boðuðu með bréfi í dag, miðvikudag, að kæmi til framkvæmda 6. júní næstkomandi, þannig ekki 1 bein- um tengslum við þennan atburð. Hins vegar leiðir þetta til þess, að deila félaganna við ísal verð- ur annars eðlis en áður, þar sem hún verður fyrst og fremst bar- átta fyrir viðurkenningu þessara stéttarfélaga. Hitt er það að segja, að fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins boð- aði starfsfólk til fundar á mánu- dag og tilkynnti því þá fyrir- Framhald á 6. siffu. Frá framkvæmdum í Straumsvík. % minna fékkst fyrir freð fiskinn 1967 en árið áður Útflutningur frystra sjávar- afurffa var áijiff 1967 aff verff- mæti 1305 millj. krónur, en þar af var útflutningur S.H. 55.529 smál. aff verffmæti 1008 millj. krónur f.o.b. Varð þaff um 9% samdráttur miffaff viff verff- mæti frá árinu áffur. Þetta kom fram á aðalfundi SH, sem hófst í gær. Þar kom einnig fram áð 1966 hafði ver- ið um að ræða jafna og stíg- andi aukningu í útflutnings. verðmæti sjávarafurða á veg- um SH. Árið 1961 nam útflutn- insverðmætið 633 millj. króna, Fiskimjölskex Rannsólcnarstofnun fiskiðnaðarins hefur að undanförnu starfað að tilraunum með fiskmjöl til manneldis, en slíkt er mjög nær eingöngu eggjahvíta. Þar sem helmingur mann: kyns þjáist af eggjahvítuskorti eru miklar vonir bundnar við þessar tilraunir. Er talið að mjölið geti bætt úr eggja- hvítuskorti þróunarlandanna. í dag vcrður gestum sýningarinnar .tslendingar og hafið1 gefinn kostur á að bragða kex, sem inniheldur 10% mann- eldisfjöl. Fréttamenn fengu í gær að bragða kexið, og var einróma álit allra að það væri mjög bragðgott. Kexið sem stofnunin hefur framleitt er eftir erlendri uppskrift, mcð smávægilegum breytingum, og samanstendur af: 10% , manneldismjöli, smjörlíki, sykri, eggjum, vatni, vanillu, hveiti, salti og lyftidufti. Vel gæti komið til mála að hér væri á ferðiyni ómetan- legt framlag til baráttunnar gegn hungri og næringarskorti. og komst upp í 1117 millj. krón ur árið 1966, sem'var hámark til þess tíma, en árið 1967 lækk aði bæði útflutt magn og verð mæti. Verðmæti útfluttra Sjáv arafurðu á vegum SH sl. ár var 78% af heildarútflutnings verðmæti frýstra sjávarafurða. Helztu markaðslönd voru sem fyrr, Bandaríkin og Sovét ríkin. Helztu markaðir fyrir fryst fiskflök, fiskblokkir og heilfrystan fisk eru í Banda- ríkjunum, Sovétríkjunum og Bretlandi, en fyrir hraðfrysta síld í Austur-Evrópu. Helztu markaðir fyrir fryst an humar eru Bandaríkin og ítalía, sem keyptu um 80% úl- flutningsins. Þá er nokkur markaður fyrir humar í Bret landi og Sviss. Verðlag á hraðfrystum sjáv. arafurðum hélst víða óbreytt í því lágmarki, sem það hefur verið í undanfarin ár. Á sum- um mörkuðum var um örlitla hækkun að ræða, en á öðrum verðlækkanir á mörgum helztu afurðategundum. Sölu- og markaðsútlit fyrir hraðfrystar sjávarafurðir er ekki gott.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.