Alþýðublaðið - 30.05.1968, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.05.1968, Blaðsíða 2
í« mmm Ritstjórar: Kristján Bersi Ólafsson (áb.) og BenediKt Gröndal. Símar: 14900 — 14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavik. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Áskrlftargjald kr. 120,00. — f lausasölu kr. 7,00 eintakið. — Útgefandi: Nýja útgáfufélagið hf. ÍSLAND OG KJARNORKAN Aukaþi'ng Sameinuðu þjóðanna hefur setið í New York undan- farnar vikur og fjallað um samn ing Breta, Rússa og Bandaríkja- manna um bann gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna. Er þessi samn- ingur þýðingarmesta skrefið í áttina til afvopnunar, sem stór- véldin hafa komið sér saman um, og hið mikilvægasta mál. Ein mesta hætta, sem vofir yfir mannkyninu, er útbreiðsla kjarn orkuvopna. Þau stórveldi, sem nú hafa þessi vopn, sérstaklega Bretar, Rússar og Bandaríkja- menn, gera sér án efa grein fyrir hættum kjarnorkunnar, og má mikið breytast til að þau beiti henni í ófriði. Fari hins vegar svo, að þjóðir eins og Egyptar og ísraelsmenn, Indverjar og Paki- stanar og ýmsir fleilri komi sér upp kjarnorkuvopnum, mundi hættan á notkun þeirra marg- faldast. Gegn þessari hættu verð ur að spoma, hvað sem það kost Aðilar samningsins hafa verið gagnrýndir fyrir að hafa ekki takmarkað sína eigin framleiðslu á kjarnorkuvopnum, en vilja koma fram takmörkunum við aðra. Þetta sjónarmið á nokkurn rétt á sér, en líta verður á samn inginn sem fyrsta skref í þeirri von, að frekari afvopnun fylgi á eftir. Eftir kalda stríðið er það eitt stórmerkur áfangi, að Sovét ríkin og Bandaríkin skulu koma sér saman um svo mikilvægt at- riði í kjarnorkumálum. Fulltrúi íslands á þingi Sam- einuðu þjóðanna, Hannes Kjart ansson ambassador, hefur tekið þátt í afgreiðslu málsins í New York. ísland hefur gerzt með- flutningsaðili að tillögu til stuðn ings samningnum og hefur Hann es skýrt afstöðu okkar í ræðu í stjórnmálanefnd þingsins. Er bæði eðlilegt og ánægjulegt, að ísland skuli láta til sín heyra í bessu máli. Við fyrstu sýn kann að virðast sjálfsagt, að allir staðfesti tak- mörkun á útbreiðslu kj'arnorku- vopna. En því fer víðs fjarri. Ýms um þjóðum er sýnilega ekki geð fellt að gefa frá sér vonina um- að komast yfir kjarnorkuvopn og verða hvað öryggismál snertir að vissu leyti hjá Bandaríkjunum og Sovétríkjunum. Þar 'að auki óttast margir, að þessi samning ur veiti Bretum, Rússum og Bandaríkjamönn’um einkaaðstöðu til að hagnýta kjarnorku til frið samlegra þarfa, þar sem rann- sóknir og framleiðsla á sprengj- um og orkuverum eiga margt sameiginlegt. Það er að sjálfsögðu mikill galli við samninginn, að Frakkar og Kínverjar eru ekki aðilar að honum, enda þótt báðar þjóðirnar séu orðnar kjamorkuveldi. Dæm in um þessar þjóðir eru þó gleggsta sönnun þess, hve nauð synlegt var að gera samninginn og tryggja framkvæmd hans. Hannes Kjartansson hefur gert skýra greiin fyrir afstöðu ís- lendinga í þessu máli. Við viljum styðja samning, sem bannar út- breilðslu kjarnorkuvopna, og stuðla þannig að því, að líkur. á kjarnorkustyrjöld verði sem minnstar. NÝJU UMFERÐARLÖGIN NR Hægri umferð. Öryggisbelti í bílum. KL. 6 AÐ MORGNI hins 26. maí síðastliðins gengu í gildi ný umferðarlög nr. 40 frá 23. •apríl 1968, er við tóku af eldri umferðarlögum nr. 26 frá 2. maí 1958 með viðbótargreinum. Með ■þessum nýju lögum komst á hægri umferð hér á landi. og ihefur það að líkindum ekki far ið framhjá neinum, svo vel sem málið hefur verið kynnt í blöð um og útvarpi. Með lagasetningu iþessari hafa átt sér stað þátta skil í íslenzkum umferðarmál- um og er vonandi, að brevting þessi verði til að leiða athygli fólks meira að umferðinni og öryggismálum hennar e-n verið ihefur. Þó að sú grundvallarbreyting sé nú orðin, að skipt hafi verið yfir frá vinstri til hægri í sam ræmi við það, sem tíðkast hjá grannþjóðum vorum og revnd ar viðast hvar um hinn siðmennt aða heim, verður ekki sagt, að nýju umferðarlögin nr. 40 frá , 1968 séu mjög frábrugðin þeim eldri nr. 26. frá 1958. Hugtök laganna eru hin sömu, grundvall arákvæðin hin sömu. En þar sem áður stóð vinstri stendur nú hægri. Dæmi: 45. gr. laganna frá 1958 hófst svo: „Ökumenn skulu halda ökutækjum sínum vinstra megin á akbraut eftir því, sem við verður komið og þörf er á vegna annarrar um- ferðar. Þar, sem útsýn er slæm, svo sem í bevgium, við hæðiarbrún i”. eða ef skyggni er lélegt, skal aka vtð vinstri brún ak- bráutar, nema þar sem einstefnu akstur er. Aka skal vinstra megin við umferðarmerki, sem sett eru á akbraut. nema önnur f.vrir- mæli séu skráð á merkið.” 45. gr. jiý.iu umferðariaganna nr. 40 frá 1968 hefst hins veg ar á þes=a leið (sjaldan er góð vísa of oft kveðin): „Ökumenn skulu halda öku- tækjum sínum hægra megin á akbraut eftir því sem við verð ur komið og þörf er á vegna annarra umferðar. Þar, sem útsýn er slæm, svo sem í beygjum, við hæðarbrún. ir, eða ef skyggni er lélegt, skal ávallt aka við hægri brún ak- brautar, nema þar sem ein- stefnuakstur er. Aka skal hægra megin við um ferðarmerki, sem sett eru á ak braut, nema önnur fyrirmæli séu skráð á merkið.” Sjá í þessu sambandi einnig .& RETTUR .40H968 61. gr. laganna um umferð gang andi fólks. Þá er og rétt að benda öku mönnum og eigendum bifreiða á það, að 5. gr. nýju umferða laganna er allmiklu fyllri en 5. gr. þeirra eldri. bar hefur ver ið bætt inn eftirfarandi klausu: „í fólksbifreiðum, sem flytja 8 farþega eða færri, og vöru bifreiðum, sem skráðar eru fyrir allt að 1000 kg. farm (sendi- ferðabifreiðum) og skráðar eru í fyrsta sinn eftir 1. janúar 1969, skulu vera öryggisbelti fyrir ökumann og farþega í framsæti. Ákvæði þetta gildir frá sama tíma um allar kennslu bifreiðir og bifreiðar, sem leigðar eru án ökumanns. Ó- ‘heimilt er að nota önnur öryggisbelti en þau, sem bifreiða eftirlit ríkisins hefur viður- kennt.” Öryggisbelti bifreiða er atriði sem mjög hefur verið til um ræðu hin siðari ár, einkum er- Framhald á síðu 14. 2 30. maí 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ VIÐ HÓT— HHLUH \ Léleg afgreiðsla UM DAGINN varð mér geng- ið inn í verzlun í miðbænum. Þetta var á þeim tíma dags, að fáir viðskiptavinir litu inn og vafalaust hefur einhver hluti starfsfólks verziunarinnar ekki verið viðlátinn. Strax og ég kom inn úr dyrum sá ég að kona sú er an.naðist afgreiðsluna stóð úti í horni og talaði í síma. Þetta var persónulegt samtal og mér virtist það átt við einhvern ná- inn konunni. Er ég hafði staðið um stund tvístígandi á miðju gólfi verzlunarinnar, án þess að konan bæri við að leggja frá sér símtólið og spyrja um erindi, eins og sjálfsagt hefði verið, hélt hún áfram að tala og sam- talið snerist um allt og ekkert. Ég ræskti mig, svona til að undirstrika það, að ég væri kom- ■inn til að verzla. Konan leit á mig furðu lostin og virtist undr- andj á því að ég bæri við að beina athyglf hennar að mér. Nú leið nokkur stund og loks kom að því að mér þótti nóg biðin og beindi ég þá orðum mín- um að konunni og bað um þann hlut er mig vanhagaði um. Þá loks drattaðist afgreiðslu- konan til að leggja frá sér sím- tólið, en augnaráðið sem hún gaf mér bar hvorki vott um vin- semd né greiðvikni. Hún náði að vísu í hlutinn er ég bað um, pakkaði honum inn og hreytti út úr sér verðinu. Ég borgaði og meðan ég leitaði að pening- um í veskinu horfði hún fyrir- litlega á mig og tuggði sitt tuggugúm á meðan. Ég var hreinlega ekki í skapi til að hella úr skálum reiði minn- ar yfir konuna, enda sýndist mér hún ekki líta þannig út, að húnt tæki það til greina er ég segði, hvort eð var. Nú vil ég koma því á fram- færi, að ég álít það skyldu hvers og eins, sem við afgreiðslu eða ^aðra þjónustu starfar, að sýna viðskiptavininum kurteisi og lipurð. „Kúnninn númer eitt,” eins og sagt er. Eins ættu verzl- unarrekendur að taka til athug- unar hegðún starfsfólks síns. Hitt ber þó að taka fram, að þorri afgreiðslufólks sýnir ,kurt- eisi og er starfi sínu fyllilega vaxinn, en samt sem áður eru til leiðinlegar undantekningar eins og hér gat um að framan. Afgreiðslufólk sem iætur per- sónuleg símtöl, eða persónulegt vafstur ganga fyrir starfi sínu og tyggur tuggugúmmí framan í viðskiptavininn á alls ekki rétt á sér. — „Kúnnl.” \

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.