Alþýðublaðið - 30.05.1968, Blaðsíða 5
FRÁ
HÖF OG HAGUR
GeypiEeg auðæfi
í heims'höfunum.
En hver hefur
rétt t!B aö hag-
nýta þsu?
HEIMSHÖFIN þekja 70 pró-
sent af j’firborði hnattarins. Yf
ir hvcrju býr þetta geysimikla
vatnsmagn? Nýbirt skýrsla Sam
einuðu þjóðanna svarar því:
bæði verulegu magni af málm-
um og miklu magni af dýrum
og gröðri sem ætti að gera
mannkyninu fært að sækja
miklu meira af lífsviðurværi
sínu í greipar hafsins en þau
2-3 prósent sem nú eru sótt
þangað. Tæknibyltingin er í
þann veginn að leiða til betri
hagnýtingar á auðæfum hafs-
ins. En hver á í rauninni þess-
ar náttúruauðlindir? Þessari
spurningu hafa Sameinuðu
þjóðirnar einnig orðið að velta
fyrir sér upp á síðkastið.
Eignarétturinn kom til um-
ræðu á fundum Allsherjar-
þingsins 1967, þegar Malta
lagði fram tillögu um, að Sam
einuðu þióðirnar skyldu kanna
hvort hafsbotninn og landgrunn
ið utan núgildandi landhelgi
yrðu með nokkru móti varð-
veitt til friðsamlegra þarfa ein
göngu og hagnýtt í þá'gu alls
mannkyns.
Hafsbotninn er eina svæði
jarðarinnar, sem ekki er hag-
nýtt á skynsamlegan hátt, enda
þótt hann hafi að geyma geypi
mikið magn af málmum og
öðrum auðlindum, í mörgum
tilvikum langt fram yfir það
sem þurrlendið hefur að
geyma, sagði fulltrúi Möltu. Nú
tímatækni mun brátt gera
mönnum kleift að hagnýta
þessi auðæfi með arðvænleg-
um hætti.
Fulltrúi Mölíu benti á, að
þá kynni að verða hætta á sam
keppni þjóða um að leggja und
ir sig eins stór svæði af hafs-
botninum og hægt væri, jafn
vel með hervaldi, og ef til vill
kynni að leiða af því geisla-
vir.ka óhreinkun hafdjúpanna.
Örfá' voldug ríki gætu slegið
eign sinni á auðæfin. Þetta
yrði að koma í veg fyrir, þar
sem heimshöfin og hafsbotninn
væru eign alls mannkyns.
Um þetta varð Allsherjar
þingið sammála og setti á lagg
irnar sérstaka nefnd — sem
bæði ísland og Noregur eiga
sæti í — í því skyni 'að leggja
fyrir Allsherjarþingið 1969 á-
litsgerð um það, hvað sé gert
og eigi að gera á þessum vett-
vangi. Nefndin hefur nú sett
saman tvær rannsóknarnefnd-
ir, aðra til að fjalla um lög
fræðilega hlið málsins, hina til
að fjalla um tæknileg og efna-
hagsleg vandamál.
Óncfððar auð-
Eðndir.
Jafnframt lagði Skrifstofa
Sameinuðu þjóðanna fram
skýrslu um auðlindir hafsins.
Er hún nú til meðferðar á
fundi Efnahags og félagsmála
ráðsins, sem situr á rökstólum
í New York 6. - 31. maí.
í skýrslunni segir, að veru-
legt magn af óunnum málmefn
um sé bæði í klöppinni undir
heimshöfunum, í meira eða
minna lausum dreggjum á hafs
botni og uppleyst í sjónum.
í klöppinni má finna olíu, kol
járn, dýra málma o. s. frv., en
sennilega meira af efnum sem
eru skyld jarðmyndunum und
ir höfunum, svo sem króm, nikk
el, kóbolt og platínu. Botn
dreggjarnar á miklu hafdýpi
hafa fyrst og fremst að geyma
fosfór og mangan.
Að sjórinn hafi að geyma
málmblöndur sem orðið geta
mikilvægar í framtíðinni, hafa
menn gert sér ljóst eftir að
uppgötvaðir voru „heitir þlett-
ir“ í hinu kyrrstæða botnsævi
í Rauðahafi. Þeir reyndust hafa
að geyma zínk, kopar og önn-
ur málmefni í allt að 50.000
sinnum þéttari blöndu en al-
mennt gerist í sjó.
Þörf er á verulega bættri
tækni til að hægt sé að nýta
með hagnaði auðlindirnar í
höfunum. Það þarf frekari
rannsóknir og betri jarðfræði
uppdrætti. Ennfremur bendir
skýrslan á nauðsyn' þess að
gera sér ljósa grein fyrir réttar
hlið málsins. Án slíkrar könn-
unar er ekki hægt að búast við
því, að fyrirtæki og stofnanir
leggi fram þá tugi milljóna doll
ara sem leggja verður í skip,
útbúnað og annað slíkt.
Genfarráðstefnan 1958 setti
reglur um réttinn til að hag-
nýta landgrunnið, en sáttmál-
inn, sem samþyklctur var, kveð
m- í rauninni ekki endanlega á
um, hvar ytri mörk lögsögu
hverrar þjóðar skuli liggja.
Þörf mundi vera á alþjóð-
legri eftirlitsstofnun með víð-
tækum heimildum til að veita
leyfi til rannsókna og hagnýt-
ingar og til að krefjast afgjalda
og umboðslauna.
Fæía úr hafinu
f öðrum kafla skýrslunnar
segir, að við munum geta sótt
miklu meira af fæðu handa
mönnum og skepnum úr heims
höfunum. Þá eru það ekki fyrst
og fremst fiskveiðar, sem
menn hafa í huga. heldur miklu
fremur veiði hrygglausra dýra
og spendýra sem og jurtarækt.
Skilyrði þess er þó, að við
fáum meiri vitneskju um um-
hverf; hafsins. Veiðitæknin er
ófullnægjandi. Margar dýrateg
undir, sem eru ékki nýttar nú,
mundu með lækkuðum veiði-
kostnaði geta orðið a^ðvænleg
ar .Ennfremur eru veiðireglur
í mörgum tilvikum óþarflega
strangar. Flestar dýrategundir
í höfunum mætti að skaðlausu
veiða: meira en gert er.
í skýrslunni er lögð rík á-
herzla á ýmiss konar kolkrabba.
Þessi sædýrategund er mikil
og nálega óunnin matvælaauð-
lind. Það er einungis í Japan,
Suður-Evrópu og á örfáum
svæðum öðrum, sem kolkrabbi
er hagnýttur til manneldis.
Kolki'abbinn er bæði bragðgóð
ur og'næringarríkur en útlitið
er honum andstætt.
Ástæða þess að svo lítið af
fæðu mannkynsins er sótt í
greipar hafsins er fyrst og
fremst sú. að við látum okkur
nægja að veiða hina villtu dýra
stofna. Með sædýrarækt undir
ströngu eftirliti og ræktún
jurta í „hafyrkju" yrði ástand
ið allt annað en það er nú.
Einstæ$ ef nahags
hensia, en kjör
f^tækra versna
Samkvæmt nýbirtu efnahags-
yfirliti Sameinuðu þjóðanna hef
ur efnahagsþenslan um heim
allan síðustu tvo áratugi verið
einstæð. Fleira fólk en ánokkru
öðru skeiði heimssögunnar hef-
ur orðið fyrir áhrifum þessarar
þróunar, og sennilega hafa tekj
ur aukizt með jafnari liætti og
örar en nokkru sinni fyrr.
Eins og stendur eru jarðar-
búar sér betur meðvitandi um
skilsmun landa og hópa landa
en nokkurn tíma áður. Þau
lönd sem verst voru á vegi
stödd fyrir 20 árum hafa sízt
verið þess umkomin að færa
sér í nyt hin efnahagslegu
framfaraöfl. Þrátt fyrirframmi
stöðu, sem sögulega séð má
virðast merkileg, hafa mörg
þessara landa orðið að taka því
að efnahagsástand þeirr hefur
versnað.
í skýrslunni segir, að verzl-
unarþróunin hafi vakið efa
semdir um, að tvö markmið,
sem Allsherjarþing Sameinuðu
þjóðanna hefur sett, séu í raun
inni fullnægjandi: 1 prósent af
þjóðartekjum hinna auðugri
landa til þróunarhjálpar og 5
prósenta árlegur vöxtur í
brúttó þjóðarframleiðslu van-
þróuðu landanna í lok þróunar
áratugsins (1970).
Samt er enginn vafi á því, að
þessi markmið hafa haft örv-
andi áhrif. Án þeirra umræðna
sem þau hafa vakið bæði í ein-
stökum löndum og á alþjóða-
vettvangi, mundi viðleitni bæði
iðnaðarlandanna og vanþróuðu
landana sennilega liafa orðið
talsvert minni en raun varð á.
í skýrslunni er einnig lögð rík
áherzla á nauðsyn þess að
leggja til atlögu við þróunar
vandamálin í hverju einstöku
landi og gera áætlanir land fyr
ir land.
j
Fólksfjölgisn og
framleiðni.
Árleg fólksfiölgun vanþró-
uðu landanna hefur aukizt úr
15 milljónum á árunum 1930-50
upd í 37 milljónir ó árunum
1960-65, segir í skýrslunni.
Þetta hefur torveldað það ver.k
efni að halda uppi þeirri
neyzlu og því menntunarstigi
á hvern einstakling, sem þörf er
á til að viðhalda og helzt auka
meðal framleiðni hvers lands.
Efnahagslegar framfarir velta
fyrst og fremst á auknu fram-
lagi og afköstum einstaklinga á
öllum sviðum.
Skýrsla Sameinuðu þjóðanna
(World Economic Survey. 1967)
kemur út í tveimur hlutum. Sá
fyrx-i er helgaður efnahagsþró
uninni tvo undanfarna áratugi,
einkanlega í vanþx-óuðum lönd
um, en hinn seinni fjallar um
ástandið eins og það er nú.
Msand ©g sfaða
flóttamanna.
ísland varð hinn 12. apríl s.
1. tólfta íúkið sem gerðist aðili
að sáttmála Sameinuðu þjóð-
manna. Sáttmálinn víkkar lúna
anna frá 1967 um stöðu flótta-
lacalegu vernd sem samkvæmt
flóttamannasáttmálanum frá
1951 er veitt flóttafólki, þannig
að hún nær til nýrra flótta
mannahópa. Danmörk, Noreg-
ur og Svíþjóð eru meðal þeirra
landa sem áður liafa gerzt að-
ilar að sáttmálanum.
Í KVÖLD KL. 2&30
A LaugardalsvetliRum
ÚRVAL-MIDDLESEX WANDERERS
(Úrval Landsliðsnefndar) (Olympíulið Bretlands)
Verð aðgöngumiða:
Börn 25.— Stæði 75.- — Stúka 100.- Knattspyrnufétag Reykjavíkur.
— ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5
30. maí 1968