Alþýðublaðið - 30.05.1968, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 30.05.1968, Blaðsíða 8
RÚSSAR hafa nú gert mestu og dýrustu kvikmynd sína til þessa, by&fföa á hinu fræga ritverki' rússneska rithöfundarins Leo Tol- stojs, Stríði og friði. Undirbúningur og gerð myndarinnar hefur tek ið mörg ár og árangurinn er kvikmynd í tveimur hlutum, er hvor um sig tekur þrjár klukkustundir og þrjá stundarfjórðunga. Er myndin h'in stórkostlegasta og má til marks um það geta þess, að hvorki meira né minna en 120.000 statistar tóku þátt í upptökun- um! Þá eru hinir válegustu viðburðir á svið færðir af ótrúlegum sennileik og ekki hvað sízt leitazt við að sýna á trúverðugan hátt tíma þá, er sagan átti að gerast á. Gera varð yfir 100 utandyra-leikmyndir fyrir kvikmyndina á Stríó'i og friði, nota mikið magn reyk- og handsprengja, fá að láni úr söfnum gömul málverk, gamlar bækur, gömul vopn - m.a. úr einkasafni Kremlhallar, — safngripi ýmsa af rússneska þjóöminja- safninu o.sv.frv. Þá: var lögð mikil rækt við að búningar allirj yrðu nákvæm eftirmynd búninga síns tíma, allt frá skrúða Napóle ons til einfaldra leppa bændafólksins. Og þó að myndin sé svart- hvít var aldeilis ekki slegið af kröfum um eðl'ilega liti. Fyrri hluti myndarinnar nefnizt „Natasja" eftir einni aðalpersónu sögunnar, sem leikín er af leikkonunni Ludmilu Saveljva, en liún var 16 ára gömul, þegar kvikmyndatakan hófst, en 21, þegar henni lauk, Síðari hlutinn nefnist aftur á móti „Orrustan við Borod 5no.” Allt byggist þetta á sögulegum staðreyndum og stórviðburð um, þó að auðvitað sé skáldskap fléttað í söguþráðinn, eins og Ekkert var til sparað að gera myndina sem ósviknasta, ætíð í skáldsögum. í myndinni er því að finna ýmsar mannlegar kenndir, allt frá eldheítri ást til rjúkandi haturs! Myndin hefst á því minnistæða ári 1805. Rússland á í höggi við Napóleon mikla, en það kemur þó ekki í veg fyrir það að rússneska yfirstéttin í St. Péturs borg lífir í vellystingum praktuglega og leiti uppi lífsins lystisemdir. Aðalperónurnar Pierre og Natasja koma brátt til sögunnar ungir og ærslafullir elskendur, sem eftir mikl. ar þrautir og þrengingar ná saman eins og ungir elskendur ætíð gera, ef allt fer að óskum. En víð skulum ckki alveg svipta les- endur tækifæri til að njóta sjálfir ánægjunnar af ævintýralegum söguþræði, þegar myndin verður sýnd hér á landi, sem vonir standa nú t'il.... Sviðsmynd orrustunnar við Borodino. Aðalleikkonan var 16 ára þegar kvikmyndatakan hófst, en 21 árs, þegar henni lauk. AFLABRÖGÐ í Vestfirðingafjórðungi 1.-11. MAÍ. VERTÍÐARLOK FLESTIR bátar stunduðu veið- ar fram til vertíðarloka og rnarg ir linubátar héldu áfram róðr- um eftir það. Afli var þó yfir- leitt fremur tregur, bæði hjá línu- og netabátum. Á þessu tímabili var Brimnes frá Tálkna firði aflahæst linubátanna með 54.6 lestir í 9 tóðrum, en af neta bátunum var Jón Þórðarson frá Patreksfirði aflahæstur með 82,5 lestir. Heildaraflinn á Vestfjörðum fyrstu 11 daga maímánaðar varð 1,858 lestir. Er það um 1000 lest um minni afli en á sama tima i fyrra. Varð heildaraflinn í fjórð ungnum frá áramótum til ver- tíðarloka nú 20.328 lestir, en var í fyrra 27.221 lest. Er vertíð araflinn minni í öllum veistöðv unum á Vestfjörðum, en sam- drátturinn er þó mestur í ver- stöðvunum við Djúp og í Súg andafirði, en á þessum stöðum er aflinn 4.651 lest minnf en í fyrra. Afiahæsti báturinn á vertíðinni var Helga Guðmundsdóttir frá' Patreksfirði með 991,5 lestir í 60 róðrum. Helga var einnig afla hæst í fyrra með 1.123 lestir í 54 róðrum. Af bátum, sem réru með línu alla vertíðina, var Sól rún frá Bolungavík aflahæst með 597 lestir í 63 róðrum, én í fyrra var Sif frá Súgandafirði aflahæst með 775 lestir í 77 róðr um. Á þessari vertíð var gerður út 61 bátur til bolfiskvéiða. 47 réru með linu alla vertíðina, 10 með nét. en 4 með línu og net. í fyrra voru gerðir út 55 bátar á vertíðinni. Réru 22 með línu alla vertíðina, en hinir með net lengri eða skemmri tíma. . \ Aflinn í einstökum verstöðv- um í maí. Patreksf. 405 lestir. Vertíð 1968 4.132 lst. Vertíð 1967 (4.695 lst.) Tálknafjörður 139 lestir. Vertíð 1968 1.593 1. Vertíð 1967 (2.087). Bíldudalur 32 lestir Vertíð 1968 894 lestir. Vertíð 1967 (1.751 1.) Þingeyri 129 lst. Vertíð 1968 1.385 lst. Vertíð 1967 (1.553.) Flateyrj 117 lst. Vertíð 1968. 1.452 lst. Vertíð 1967 (1.607 lst.). Suðureyri 130 lst. Vertíð 1968. 2.076 lst. Vertíð 1967 (3.590). Bolungavík 237 lsf Vertíð 1968 2.736. lst. Vertíð 1968 (3.731 1). Ilnífsdalur 157 lst Ýertíð 1968. 1.407 lst. Vertíð 1967 (1.803 1.) ísafjörður 435 lst. ^Vertið 1968, 3.991 lst. Vertíð 1967: (5.423 1.) Súðavík 77 lst. Vertíð 1968 662 lst Vertíð 1967. (976 lst.) Samtals í maí 1.858 lestir. Samtals á vertíð 1968 20.328 Ist. Samtals á vertíð 1967 (27.221 1.) Aflahæstu netabátarnir á ver tíðinni: Helga Guðmundsdóttir, Patreks- firði 991,5 lestir í 50 róðrum. Jón Þórðarsson, Patreksfirði 924,5 lestir í 73 róðrum. Heiðrún, Patreksfirði 700,00 lestir í 45 róðrum. Þrymur, Patreksfirði 675,0 í 60 róðrum. Sléttanes, Þingejrri 566,2 lestir í 41 róðri. Afalhæstu línubátarnir á ver- tíðinni. Sólrún, Bolungavík 597,0 lestir í 63 róðrum. Hugrún, Bolungavík 558,4 lestir í 77 róðrum. Guðbjartur Kristján, ísafirði 542,0 lestir í 71 róðri. Ólafur Friðbertsson, Suðureyri 521,8 lestir í 69 róðrum. Brimnes, Tálknafirði 484,8 lestir í 67 róðrum. Vertíðarafli einstakra báta: PATREKSFJÖRÐUR: Helga Guðmundsdóttir n. 991,5 lestir í 50 róðrum. Jón Þórðarson I/n 924,5 lestir í 73 róðrum. Heiðrún n. 700.0 lestir í 45 róðr- um. Þrymur I/n 675,0 lestir í 60 róðrum. Þorri I/n 422,0 lestir í 49 róðr- um. Dofri 404,0 lestir í 60 róðrurn. TÁLKNAFJÖRÐUR: Brimnes 484,8 lestir í 67 róðrum. Tálknfirðingur n. 393,5 lestir í 24 róðrum. Sæfari 382,9 lestir í 62 róðrum. Jörundur III. n. 203,0 lestir í 19 róðrum. Svanur 118,7 lestir í 25 róðrum. Framhald á síðu 14. #9 30. maí 1968 - ALÞÝÐUBLAÐI0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.