Alþýðublaðið - 30.05.1968, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.05.1968, Blaðsíða 4
1 <%IVA > ' ) tijiíj. í-< Í >ií Þannlg hugsaði þér friðarmái? erlendur teiknari sér friðarviðræð arnar í París og undir teikningunni stendur; Skiljið | Seldi kökur sem innihéldu I ,Hashis" eiturlyf //* — Ég bakaði kökur, sem inni- liélðu hashis og ætlaði að gefa vinum mínum og kunn- ingjum-, sagði pólskur ljós- myndari, sem Kaupmanna. hafnarlögreglan handtók ný- lega. Ljósmyndarinn, sem er 27 ára gamall, var fundinn sann ur að sök um að hafa selt hashis í stórum stíl, ásamt kökum sem innihcldu eitur- lyfið. Þá seldi hann einnig LSD. Hann var dæmdur í eins árs fangelsi. Hann hóf söluna í ágúst 1967, e'ftir að hafa verið á ferðalagi á Spáni, þar sem hann neytti eiturlyf janna, mest vegna þess hve slæmur hann var á taugum. — Peningana, sem ég keypti eitrið fyrir, hafði ég safnað í mörg ár, sagði ljós myndarinn. Lögreglan fann 49.000 krón ur danskar, sem lagðar höfðu verið inn á margar banka- bækur, V/2 kíló af hashis, á- samt nokkrum reykjarpíp- um. Ljósmyndarinn áfrýjaði. Lír bréfi íslenzks skólapilts í USA: „Heppin ö5 vera laus við eiturlyfjaneyzlu" í nýútkomnu skólablaði Réttarholtsskóla birtist athyglisvert sendibréf frá Ómar Valdimarssyni, sem dvelst nú í Bandaríkjun- um í ncmendaskiptum. Hann segir frá skemmtanalífi unglinga, og einnig því að honum hafi nokkrum sinnum verið boðið í LSD partý, sem hann hafi afþakkaö. Við leyfum okkur að bírta þetta léttilega skrifaða sendibréf: „Gömlu vinir: Það erpú orðið ærið langt síð an ég fékk bréf frá háttvirtri ritstýru skólablaðsins, og var beðin að senda línu, svona til að fullvissa mannskapinn um að ég héldi ennþá tórunni hérna i henni stóru Ameríku. Jú, ég er enn á lífi, og við al veg prýðilega heilsu. Ég er hér í lítilli borg í Ohio-fylki, kallaðri Mansfield. Ég segi „lítil” borg, íbúatalan er um 60.000, og það er rétt svo að hún nær því að sleppa við þorpsnafnið. Eftir að hafa lifað 17 ár þarna uppi á landi elda og ísa, og sí- fellt að heyra um glauminn í Ameríkunni, þá verð ég nú að segja, að þetta er allt öðru vísl en ég bjóst við. Einu tánir.gaböll in, sem eru haldin hér, eru K. F. U. M. og K. böll á laugardags- kvöldum, frá' kl 8,30-11,30. Þar þramma vopnaðir lögregluþjón- ar um sali og sjá um að lýður 1 inn hagi sér sómasamlega. í sumar álpaðist ég, ásamt 2 öðrum íslendingum, á svipað bali í Detroit, bílaborginni miklu, og það var nú meiri sam kcman. Eins og heiðvirðir sveita drengir heiman af íslandi, tók um við upp sparigallann, livítar skyrtur og bindi með öllu tilheyr andi. En hvað lialdið þið! Ekki ein einasta mannhræða, nema við þrír, var í öðru en nærbol, gallabuxum og annaðhvort sand ölum eða leikfimisskóm, Tómir „hippar“ allt saman. Tvær hljóm sveitir léku fyrir fóíamennt gesta, endalaus eðjan og jarðar- berjakakan. Hámark gleðinnar var svo eitt hinna heimsþekktu „psychedelix" Ijósa galdraverka, og mörg ungmeyjan var borin út í krampagráti eftir smá- skammt. Skólalífið hér er töluvert frá- brugðið frá gamla Réttó, og valda þar íþróttirnar mestu um. Allir, sem vettlingi geta valdið, bæði nemendur sem aðrir borg arbúar, sækja ymiss konar kapp leiki í skólanum. Á föstudags- og laugardagskvöldum er svo venju lega dansiball á eftir í matstofu skólans. Þar eru ennþá fleiri lögg ur, gyrtar skammbyssum, kylf- um og fleiri drápsvopnum, sem ég kann ekki að nefna, og um leið og einhver segir styggðar- Framhald * bls. 13. „Pahbi á • að seg|a af sér“ - sagði Pétur sonur Willy Brandt, en þeir feðgar deila stundum hart kominn á heimili foreldra sinni með eða án kærustu sinn ar, prestdótturinnar Maríu sem fengið hefur viðurnefnið ,,Hanoi-Mary“, milli þess, sem hann fer í mótmælagöngur gegn ríkisstjórninni þýzku með félögum sínum í SDS, fé_ lagi vinstri simiaðra stúdenta, og stundar nám sitt í Berlín. Er Pétur var í menntaskóla lét kennslukona hans þess get ið við Willy Brandt, að sonur hans væri á góðri leið að verða kommúnisti. Þessu svaraði Willy Brandt á þann hátt að hver sá, sem ekki hefði verið kommúnisti innan tvítugsald- urs yrði aldrei góður jafnað- armaður. Þeir feðgar ræða yf_ irleitt saman um ólíkar þjóð- félagsskoðanir af mesta jafn- aðargeði. Þó mun Willy Brandt ekki hafa sætt sig alls kostar við það, er sonur hans sakaði þýzka jafnaðarmenn að hafa snúið baki við hugsjón sinni þegar í byrjun fyrri heimsstyrj SKONNORTA Þessi fallega skonnorta er til sýnis inn í Laugardalshöll um þessar mundir. Á spjaldi hjá likaninu segir; í þilskipaflota íslendinga var jafnan nokkuð af skonnortum, allmisjöfnum að stærð. Líkan þetta smíðaði Hálfdán Bjarnasön á ísafirði. Hálfdán var fæddur 1881 að Lokinhömrum í Arnarfirði, þar sem hann ólst upp. Á yngri árum var hann á vestfirzkum skútum. Síðan lærði hann smíð ar og starfaði lengst af við húsasmíði á ísafirði. Ilálfdán Iézt árið 1965, en þetta fallega líkan er í eigu barna Hálf- dáns. : _*i Þessari spurningu beindi vVilly Brandt, utanríkisráð- ærra Vestur.Þýzkalands, fyr- r skömmu að tvítugum syni ínum, Pétri. Strákur hafði efnilega gert það af skömm inni, að hafa tekið þátt í ó- irðum þýzkra stúdenta und- ’.nfarið og átti í vændum 6 mánaða fangelsi fyrir vikið. Fundarstaður var þinghús Ber línar, en Pétur stundar nám ’ í þjóðfélagsfræðum þar í borg. Pétur hefur oftar en einu sinni gert föður sínum gramt í geði. Þannig lét hann einhverju sinni hafa eftir sér í brezka dagblaðinu Sun, að þýzka rík- isstjórnin væri búin að spila rassinn úr buxunum og föður sínum bæri að segja af sér. aldarinnar. Sakaði Pétui Brandt þá um, að hafa lagt blessun sína yfir stríðsaðgerð- ir Þjóðverja og mætti rekja núverandi stjórnarsamvinnu þýzka jafnaðarmannaflokksins og Kristilegra demókrata til þeirra atburða. — Þrátt fyrir að þeir feðgar deili stundum hart, er Pétur þó ávallt vel- HEYRT & SÉÐ 4 30. maí 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.