Alþýðublaðið - 30.05.1968, Blaðsíða 3
Kynning á fisk-
iðnaðinum í dag
I dag er dagur Rannsóknar-
stofnunar fiskið'naðai-ins á sýn-
ingunni íslendingar og liafið, í
sýningarhöllinní í Laugardal. í
sýningardeild stofnunarinnar i
höllinni eru ýmsar myndir og
tæki, sem sýna starfsemi stofn-
unarinnar í stórum dráttum.
Sigurður Pétursson, gerlafræð-
ingur, skýrði fréttamönnum í gær
frá starfseminni, í forföllum dr.
Þórðar Þorbjarnarsonar, for. ,
3. heíti af
Það er ieikur
að lesa"
Margir kennarar hafa bent á,
að tilfinnanlega vanti meira
af léttu og- aðgengilegu lesefni
fyrir börn, sem kunna lestrar.
aðferð, en vantar þjálfun í
lestrarleikni, þótt hins vegar
sé allvel séð fyrir lesefni
handa byrjendum.
Til að bæta úr þessu samdi
Ríkisútgáfa námsbóka m. a. um
það við kennarana Jennu og
Hreiðar Stefánsson, sem áður
hafa skrifað fjölmargar barna-
bækur, að þau skrifuðu fjögur
liefti af lesbókum við hæfi þeirra
barna, er kynnu undirstöðuat-
riði í lestri, en þyrftu meiri
æfingu.
Heftin heita einu nafni ÞAÐ
ER LEIKUR AÐ LESA, og kom
fyrsta heftið út fyrir þremur
árum. Annað heftið kom út á sl.
ári og þriðja heftið fyrir fáum
dögum.
stöðumanns Rannsóknarstofnun-
ar fiskiðnaðarins.
Stofnunin, í núverandi mynd,
ihefur starfað frá árinu 1965.
Aðsetur hennar eru að Skúla-
götu 4. Verkefnin eru margþætt
og ná yfir ýmsar íilraunir, leið-
beiningarstörf og eftirlit á sviði
fiskiðnaðarins. Af þeim greinum
fiskiðnaðar sem stofnunin hefur
afskipti «f, má nefna: Neyzlu-
fiskur: Hreinlætisástand frysti-
húsa, tilraunaframleiðslu á nið-
ursuðuvörum, gerlarannsóknir á
síld til söltunar, tilraunir með
söltun síldar og geymslu, til-
raunir með fiskmjöl til mann-
eldis.
Fiskur til mj öl- og lýsisfram-
leiðslu o. fl.: Rannsóknir á
bræðslusíld, tilraunir með iot-
vörn bræðslufisks, amínósýrur í
fiskmjöl, mjölpillur. Þá er að
geta starfa við rannsóknir að-
sendra sýnishorna, ráðgjafar-
störf og eftirlit með útflutn-
ingi.
Heimsfrægur píanóleikari
á kveðjutónleikum / kvöld
í kvöld verða 18. og seinustu
tónleikar Sinfóníuhljómsveit-
ar íslands á þessu starfsári.
Á efnisskránni eru, forleikur
Webers að óperunni Eury-
anthe, fyrsti píanókonsert
Tsjaikovskys og sinfóníska svít
an Sjeherasad eftir Rimsky-
Korsakoff. Stjórnandi verður
Bohdan Wodiczko, og þar með
kveður hann hljómsveitina á
tónleikapalli að sinni eftir
nær samfellt samstarf í þrjú
ár. Vonir standa til, að hann
komi sem gestur til hennar í
framtíðinni.
Einleikarinn í konsert Tsjai.
kovskys er John Ogdon frá
Englandi. Ogdon er liðlega þrít
ugur að aldri, en skipár nú
sess meðal fremstu núlifandi
píanista.
Nafn Ogdons varð fyrst
heimsfrægt, þegar hann vann
verðlaun í Tsjaikovsky keppn.
inni í Moskvu 1962.
1 í fyrradag stalckst þessi =
= Volkswagenbifreið ofan í |
= skurð á Holtaveginum og |
§ lék grunur á að ökumað. í
É ur hafi verið ölvaður. Mynd i
1 in sýnir ve’l hve þessi at- =
É burður gerist með óvenju- f
\ legum hætti, því það er é
é eins og sniðið hafi verið =
I nákvæmt vik í skurðinn i
| fyrir bílinn. Þessa sér- É
É stæðu mynd tók 14 ára |
| piltur, Pétur Másson, Skipa |
I sundi 53 og má segja að f
i hann byrji vel sinn ljós- =
I myndaferil. |
$
Landbúnaðarvörur fyrir
122 milljónir frá USA
Samningar um kaup á banda-
rískum landbúnaðarvörum hafa
verið gerðir árlega við Banda-
EIRRÖR
Kranar,
fittings,
einangrun o. fl. til
hita- og vatnslagna.
Burstafell
byggingavöruverzlun
Réttarholtsvegi 3,
Sími 38840.
ríkjastjórn síðan 1957. í nýja
samningnum, sem gildir fyrir ár-
ið 1968, er gert ráð fyrir kaup-
um á hveiti, maís og tóbaki.
Samningurinn er að fjárhæðv
2.143.000 dollarar, sem er jafn-
virði um 122 milljón króna. —
Vörukaupin eru með þeim kjör-
um, að 30% greiðast fljótlega í
dollurum, en 70% er lán til 18
ára með 514% vöxtum. í ár er '
samningurinn nokkru hærri en í
fyrra, þar sem á ný er gert ráð
fyrir að kaupa maís frá Banda-
ríkjunum með slíkum lánskjör-
um.
Lánsfé, sem fengizt hefur með
þesusm hætti, hefur undanfar-
in ár verið varið til ýmissa inn-
lendra framkvæmda.
Reykjavík, 29. maí 1968.
Utanríkisráðuneytið,
Búast til
síldveiða
Eskifjarðarbátar búast nú
til síldveiða. Alls stunda 4 bát
ar frá Eskifirði síldveáðar í,
sumar. Jón Kjartansson er enn
á trollveiðum, en bátnum hef
ur gengið fremur illa í vetur.
ís umlykur nú höfnina á
Eskifirði og komast skip
hvorki út eða inn í hana.
Framleitt af Guðmundi Bjarnasyni
með einkaleyfi A M B Oil Corp. U. S. A.
1 ' ’.-TSWaMI
Sagan- nútíðin- framtíðin.
í dag kynnir Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins starfsemi
sína, og býður sýningargestum fiskpylsur og kex úr fiski-
mjöli. Tízkusýning kl. 8,30 í veitingastofunni.
Sjáið æfintýraheim sjávarútvegsins.
30. maí 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3
íi'-f'lí.!' '*< 1 -L'V> ■■ Ifi'ij. J|$. £.