Alþýðublaðið - 30.05.1968, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 30.05.1968, Blaðsíða 16
SfOAtt ■ÞessL villiköttur er nýþekkt fyrirbæri og fannst ekki alls fyrir löngu í óbyggðum Kambodja. Um hann finnast engar heimildir í i'ræðibókum dýrafræðimanna. Hann dvelur nú í dýragarði í Þýzka- landi, kattaranginn, og honum þykir svo góðir bananar að hann gæfi vafalaust ömmu sína fyrir þá, ef hann vissi um hana, en hún er einhvers staðar langt inni í frumskógum Kambodja. Ekki er að efa að margar hefðarkonur eru fíknar í pels úr skinni kattarins, ■en skinn hans er mjög fagurt. Vafalaust yrði pelsinn sá dýrasti í heimi. En eftir markið linuðust Kefl víkingar upp og voru eins og útvatnaður saltfiskur eftir það, bragðlausir og ósnárpir. ALÞÝÐUBLAÐIÐ. Ég sagði frá því hér um dag- inn, hvernig Húsvíkingar að- greindu þrjá framámenn hjá sér, sem allir heita Björn. Einn þessara þriggja var bæjarstjór inn, sem var kallaður Þorbjörn, af því að hann þorði að vera bæjarstjóri á staðnum. Nú hef- ur mér verið bent á það, að sama daginn og ég sagði frá þessu hafi eitt af þessum nýju kosningablöðum birt grein eft ir þennan ákveðna bæjarstióra. Og auðvitað hét greinin: HUG- REKKI. Það er margt líkt með okkur du Öól, sagði kallinn í gær við kellinguna. Ilann situr uppi með óða stúdenta, en ég sit uppi með þig. LOFTÞÉTTAR lIMBÓBIR VINSÆLASTA PÍPUTÓBAK í AMERÍKU. REYKTÓBAK. dagíegi BAILstur ÞJÁNING Á VORI Stuttur mónólóg eins og þeir gerast beztir — Þjónn! — Þú þama þjónn! — Mér finnst að þú ættir að sinna mér rneira en hingað til. Nú eru heilar fimmtán mínútur síðan ég fékk í glasið. __ Pú fyrirgefur mér vinur, en ég veit að þú veizt ekki hvað ég á við ægilegt vandamál að stríða. — Nei blessaður vertu. Framhjáhald eru hreiiiustu sma- munir hjá því, sem ég verð að þola. Þig myndi sundla ef ég segði þér það. — Heyrðu, geturðu ekki barasta fengið þér frí <og sezt hérna hjá mér. Þjónar eru svo skolli skilningsgóðir og þekkja svo vel á alla hlutL — Rekinn? — Nei, fjandakornið að ég láti það líðast. Komdu bara. Ég skal redda þér í gegn. Ég og vertinn erum gamlir skóla- bræður og eitthvað skyldir. Við erum sko af Arnardalsætt i þrem bindum. __ Nei, þar hefurðu hárrétt fyrir þér. Það <?r ekkért slor. — Auðvitað get ég ekki gert að því þó að þú látir vertinn fara með þig eins og tusku. Blessaður haltu bara áfram að vinna eins og þú ert langur til. Sama er mér, en þú færð þá aldrei að vita hvað að mér gengur. — Heldurðu að ég móðgist, þó að ómerkileg þjónsbulla kalli mig rövlara. Reyndu heldur að hunzkast til að hella í glasið mitt. Tvenntþoli ég alls.ekki: Þjóna og brennivínsleysi og hananú! — Éttu ’ann sjálfur! __Heyrðu þú þarna vinur? Má ekki bjóða þér einn grá- ann? Komdu hérna yfir á borðið mitt og ég skal trúa þér fyrir leyndarmáli. — Nei. Konan mín heldur ekki framhjá mér. Hún elskar mig og börnin mín og húsið mitt og bílinn minn og budduna mína og innistæðuna mína og rakkettið mitt og heila gillið. Þú ert fjandakornið ekkert betri en blókin. Ég býð kosta- kjör maður. Leyndarmál og sjúss fyrir ekki neitt! Bara örlitla þolinmæði. — Heyrðu. Þú skalt ekki halda að ég leggi í vana minn að nudda mér utan í kommon pakk eins og yður. Þú nýtur þá einskis góðs af mér. — Þegið þér maður! Borðið heldur víst. Sjáðu bara! Stöðugt eins og Gíbraltarkletturinn. •— Sko, þið þarna herrar mínir og frúr. Hér sjáið þið mann, sem þjáist vegna ofurástar á konunni sisni. Ástin og þjáningin eru eitt sko. Og ég á þetta livorutveggja í hjartanu. — ,,Þér konur með víðfeðma vængi ........“ sko. Hel- víti. var þetta gott hjá honum Kristmanni. Hann er skáld ástarinnar og ég elska hann og ég elska ljóð og fljóð .... — Nei. Leyfið mér að tala út. Ég á eftir að úthella hjartanu. Taka mér ærlegt þrifabað í sálrænu brennivíni. Konan mín sko. Hún ............. — Nei og aftur nei. Hún heldur ekki framhjá mér. Hún er víst falleg og dásamleg og elskuleg og allt það, en.. — EN HÚN VILL ALDREI LEYFA MÉR AÐ SLÁ BLETTINN! ■,£ — Gaddur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.