Alþýðublaðið - 30.05.1968, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 30.05.1968, Blaðsíða 9
H rogn kelsaveið- ar frá Reykjavík HROGNKELSAVEIÐAR voru lengi eitt mesta tilhlökkunarefni vors- ins á íslandi, því að fáa fœðu getur lostætari og heilnæmari en grá- sleppu og rauðmaga. Heldur mun þó hafa dregið úr hrognkelsaveið- um hér við land á undanförnum árum, en góðu heilli eigum við enn nokkra gamla, góða grásleppukalla, enda munu flestir Reykvíkingar m a. m. k. hafa orðið þeirra varir að undanförnu með vagnana sina fulla af ilmandi og spriklandi hrognkelsum. Myndin sú arna er ný- leg og gömul xó, — tekin áður en hrognkelsaveiðarnar í Skerjafirði- inum hófust í vor, og skulum við gera ráð fyrir að báturinn sá arni vaggi nú rólega á öldunum úti fyrir Reykjavík færandi okkur kær- komna björg í bú. NÝTT „GULLÆÐI" MÁLMNÁM og málmiðnaður í Ástralíu sem komu til sögunn ar í hinu mikla gullæði fyrir rösklega iiundrað árum á nú í vændum nýja gróskutíma. Það er þó ekki gull sem í dag freistar efnamanna til að leggja fé til málmvinnslu held ur nikkel, járn, boxít, olía og jarðgas. Tölur varpa bezt ljósi á hvað nú er að gerast í Ástralíu í þessum efnum" 1961 var velta málmiðnaðarins 24.800 milljón ir króna, en 1966 hafði hún auk izt upp í 40,800 milljónir. Fjársterkir menn frá Banda- ríkjunum, Englandi og öðrum löndum flykkjast nú til Ástra- líu með fjármagn sem þeir geta séð af úr öðrum framkvæmd um í von um að krækja í góð an arð. Kortið sem hér birtist með sýnir að málmfundir hafa ver- ið gerðir svo að segja um allt landið. Einhverjar auðugusíu nýju námurnar eru járnnám- urnar í norðaustur hluta lands ins. Þar hafa 800 milljónir kr. verið lagðar í framkvæmdir, en þar hafa líka verið gerðir áamningar um útflutning sem nemur 40.000 milljónum króna. Jarðgasið hefur líka vakið á huga fjármálamanna. Það er talið að það kosti 7600 milljón ir að koma þessari auðlind í not, en arðurinn er talin muni verða geysilegur. Þegar 1970 mun jarðgasið hafa ger- breytt orkumálum Vicíoríurík- is, og hér eru ESSO og BP í samvinnu. Fyrir utan þær auðlindir í jöröu, sem sjást á kortinu eru til ýmsar aðrar geysimiklar, m. a. kolanámur, og kol eru flutt til Japan í miklu magni. Þá hefur fundizt þar úraníum — að maður ekki tali um sandinn á ströndunum, en Ástralíu- menn flytja út sand í stórum stií. Litla kortið frá Kalgoorlie svæðinu . sýnir hve ýmsar mis munandi auðlindir í jörðu liggja þétt. .Ottrtt'm Wti/’l; rHuriHf Wjliuilam XozmtftH: rtxx/rwy dr/r/Mi fOSF&T I Mt /Sa "V ftmrhtmbn l QUttHsiAHO éncrt&:' 'HnUand JERNMALM v'. ,áN, '&south : -Ausm^uA '\ Vftf/ » sount í WALCS MttJu .Mi/dá/tv WsnM cwtfivm WffMArWÁÍ í mgm I c*trt>X tasmawa; SðBállfiáíEÍ ■ tr'f'r ALHMMKM GULLBUSH -UTENGULL /US t Að gefnu tilefni er vakrn athygli á því, að skipting lands t.d. í sumarbústaðaland er háð sérstöku samþykki hlutaðeigandi byggingarnefndar. Bygging sumarbústaða er eins og bygging annarra húsa / óheimil án sérstaks leyfis byggingarnefndar, ef bygging er hafin án leyfis verður hún fjar- lægð bótalaust og á kostnað eiganda. Byggingarfulltrúinn í Reykjavík. Byggingarfulltrúinn í Kópavogi. Byggingarfulltrúinn á Seltjarnarnesi. Byggingarfulltrúinn í Garðahreppi. Byggingarfulltrúinn í Hafnarfirði. Byggingarfulltrúinn í Mosfellshreppi. Oddvitinn í Bessastaðahreppi. Oddvitinn í Kjalarneshreppi. FRÁ FÓSTRUSKÓLA SUMARGJAFAR \ • Forskóli hefst 16. sept. 1968, fyrir nemendur er hyggja á skólaivist í fóstruskólanum skóla árið 1969-70. Umsóknarskilyrði í fóstruskólann eru, lands próf eða gptt gagnfræðapróf. Umsækjendur sem hafa öðlazt meiri menntun (t.d. stúdents próf) ganga fyrir. Umsóknir ásamt mynd, afriti af prófskír- teini og meðmælum (t.d. frá kennara, skóla- stjóra eða vinnuveitenda) skulu sendast skóla stjáranum frú Valborgu Sigurðardóttur, Aragötu 8, fyrir 1. ágúst n.k., nánari upplýs- ingar veitir skólastjórinn í síma 21688, frá kl. 10-12 f.h. til 9. júní. Vörubílstjórafélagið brcttur TILKYNNIR Almennur félagsfundur verður haldinn í húsi félagsins að Rauðarárstíg 2 í kvöld fimmtudaginn 30. maí n.k. kl. 20>30- . Dagskrá: Félagsmál. v-J*- STJÓRNIN. AUGLÝSIÐ í Alþýðublaðinu Sími 14906 30. maí 1968 — t ALÞYÐUBLAÐIÐ ' $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.