Alþýðublaðið - 30.05.1968, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 30.05.1968, Blaðsíða 11
tf t-f * ¥ fs« ntstj. ÖRN BÐSSON "?5&Gr !eií«r IH¥ - 1 / kom mjög á óvart Viðtöl við þjálfara ÍBV og dómarann í leik Vals og IBV MIKILL fjöldi áhugasamra Vest mannaeyinga horfði á iið sitt sigra nýbakaða Reykjavíkur meistara og núverandi íslands- meistara á laugardaginn var. Leikurinn, sem var fyrsti leik urinn í 1. deild 1968, fór fram á grasvelli þeirra Eyjamanna við Hástein. Dálítill vindur var þegar leikurinn fór fram, en veður annars gott.Fæstir höfðu ímyndað sér að í. B. V. liðinu tækist að ná stigi af Val, sem sýnt hefur allgóða leiki í vor, hvað þá að í. B. V. mundi sigra. En nýliðarnir í 1. deild koma svo sannarlega á óvart með getu sinni, þeir hreinlega kafkeyrðu Valsmenn í seinni hálfleik með krafti sínum og leikgleði og áttu þó gegn vindinum að sækja. Kannske hafa Valsmenn mætt of sigurvissir til leiks, ekki reiknað með að í. B. V. menn væru alls óhræddir að ganga til leiks gegn íslandsmeisturunum. Þessi sigur ætti að verða í. B. V. mikil uppörvun til enn frek ari dáða á komandi sumri og jafnframt hinum liðunum í 1. deild áminning þess að í Vest- mannaeyjum er knattspyrnulið, sem sigrað getur hvert þeirra sem er, hvar sem er og hvnær sem er. á skot frá hægri yfir Valsvörn ina og Sigurð í markinu. Þannig lauk því fyrri hálfleik með jafn tefli, sem verða að teljast nokk- uð sanngjörn úrslit, þó Vals menn hafi sótt heldur meir. □ SEINNI HÁLFLEIKUR 2-0. Hálfleikurinn byrjar með stórsókn af hálfu í. B. V. og Sig mar hægri útherji í. B. V. á hörkuskot að marki sem Sigurð- ur ver glæsilega. Skömmu síðar er mikil pressa á Valsmarkið og tvö eða þrjú skot í. B. V. naum lega varin. Þá snúa Valsmenn vörn i sókn og Hermann kemst einn innfyrir, en Páll ver skot hans vel. Á 10 m. skora svo Vest mannaeyingar er innherjinn Geir Ólafsson leikur upp völlinn og gefur góðan bolta út til Sig- mars á kantinum, sem afgreiðir knöttinn viðstöðulaust með þrumuskoti í hornið fjær og hafði Sigurður Dagsson engin tök til varnar. Næstu tvö tæki- færi eru Vals, hið fyrra er Her mann tekur hornspyrnu frá vinstri og hafnaði knötturinn í stönginni og þaðan út í teig til Valsmanns sem skaut hátt yfir. Seinna tækifærið var er Her- mann lék á tvo varnarmenn í. B. V. og hafði öll tök á að gefa bolíann út í teig þar sem þrír Valsmenn voru óvaldaðir, en Hermann kaus að reyna að leika á Viktor Helgason varnarmann í. B. V. en það mistókst og reyndar svo oft í leiknum og tækifærið rann út í sandinn. Á 35. mín. skorar Sigmar þriðja mark í. B. V. með föstu skoti sem vamarmaður reyndi að bjárga en í netið fór knöttur ^ inn og í B. V. hafði tryggt sér tvö stig í fyrsta leik sínum í 1. deild áhorfendum til óblandinn ar ánægju en þeir hvöttu menn sína óspart og var liðinu mikill styrkur í því. □ LIÐIN. Lið Vals var allgott í fyrri hálfleik, en var eins og þeir gæf ust upp í seinni hálfleik og að þá vantaði alla leikgleði þann tíma. Bezti maður liðsins var Sigurð- ur Dagsson í markinu. í framlín unni bar mest á Hermanni og Reyni, en því bregður við að þeir verði og eigingjamir. Lið í. B. V. sýndi mjög góðan leik sérstaklega í seinni hálfleik úthald virðast allir leikmenn hafa nóg og leikgleðina skortir ekki. Hver maður gerði sitt bezta og sumir jafnvel meira Framhald á bls. 14. Hart barizt um boltann í leik Vals og MW. Urval gegn Middlesex Wanderers kl.8.30 í kvöld Landsliðsnefnd hefur valið eft irtalda menn til að leika við Middlesex Wanderers fimmtu. daginn 30. maí á Laugardals- velli kl. 20.30. Markvörður: Sigurður Dagsson, Val. Bakverðir: Guðni Kjartansson, ÍBK. Þorsteinn Friðþjófsson, Val. Framverðir: Ársæll Kjartansson, KR. ♦ Viktor Helgason, ÍBV. Magnús Torfason, ÍBK. Framherjar: Matthías Hallgrímsson, ÍA. Þórólfur Beck, KR. Hermann Gunnarsson, VAL. Eyleifur Hafsteinsson, KR. Guðmundur Þórðarson, Breiðablik. Varamenn: Samúel Jóhannsson, Akureyri. Framhald á síðu 14. EÓP-mótið háð á föstud. n FYRRI HÁLFLEIKUR 1-1. Valsmenn sækja gegn vindin- um og sækja fyrstu mínúturnar og eiga hættulegt færi, sem Páll markvörður í. B. V. bjargar vel. Skömmu síðar er í. B V. í sókn og Hallgrímur v. útherji á skot að marki, sem Sigurður Dagsson . ver með því að -grípa knöttinn milli hnjánna. Valsmenn snúa vörn í sókn og Reynir leikur inn á vííateig; gefur boltann fyrir en hann hrekkur í hendi varnar manns í. B. V. og vítaspyrna er réttilega dæmd og úr henni skor ar Reynir mjög laglega. Á 30 m. á' Aðalsíeinn miðherji í. B. V. fast skot af löngu færi á mark Vals, en knötturinn smýgur framhjá. Fimm mínútum síðar ér aukaspyrna á Val rétt utan við vítateig þeirra, upp úr henni á Guðmundur ÞórarTnsson CTÝRSI) fast skoí, sem Sig. Dagsson ver vel í horn. Og síð ustu sekúndum hálfleiksins jafn ar svo í. B. V. er Guðmundur Hér missir brezki markvörður'inn af boltanum og He rmann skorar í leik Vals og Midlesex Wanderers. Föstudaginn 31. þ.m. fer fram hið árlega EÓP-mót KR á Mela vellinum í Reykjavík. Keppt verður í eftirtöldum greinum: Karlar: 100 m hl., 400 m. hl., 1500 m. hl., 4x100 boðhl., kúluvarp, kringlukast, sleggjukast, stang arstökk, hástökk, langstökk. Drengir 17 — 18 ára: 100 m hl. Sveinar 16 ára og yngri: 60 m hl. Stúlkur: 100 m hl. og hástökk. Þátttökutilkynningar þurfa að berast í síðasta lagi fyrir fimmtudagskvöld 30. þ.m. á Melavöllinn. Mótið hefst á sleggjukasti kl. 19.30 en aðrar greinar kl. 20.00. jt Stjórn Frjálsíþrótla- • •—* deildar KR. 30. maí 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ H

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.