Alþýðublaðið - 06.06.1968, Page 2

Alþýðublaðið - 06.06.1968, Page 2
 mmm Ritstjórar: Kristján Bersi Ólafsson (áb.) og BenediKt Gröndal. Símar: 14900 — 14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýöuhúsiö við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Askriftargjald kr. 120,00. — f lausasölu kr. 7,00 eintakið. — Útgefandi: Nýja útgáfufélagið hf. Ódæði í Los Angeles Enn eimu sinni hefur það gérzt í Bandaríkjunum að gripið hefur verið til byssunnar til að þagga niður í pólitískum and- stæðingi. Fjórum og hálfu ári eftir að hinn ástsæli forseti John F. Kennedy féll fyrir kúlu laun- morðingja hefur bróður hans, Hóbert F. Kennedy öldunga- deildarþingmanni verið sýnt banatilræði, og liggur hann nú milli heims og helju á sjúkra^- h.úsi. Róbert F. Kennedy hefur undanfarin ár haldið uppi merki bróður síns. Á hann hefur verið litið sem fulltrúa frjálslyndis og jafnréttis; þótt hann sé af yfir- stéttarfólki kominn og með auðugustu mönnum, hefur lítil- magninn í hinu bandaríska þjóð- félagi skoðað hann sem sérstak- an fulltrúa sinn. Auðvitað hefur hann verið mjög umdeildur, og hann hefur eignazt andstæðinga, < ekki síður en samherja, og því er ekki að leyna að mörgum, sem þó í sjálfu sér hafa samúð með þeim málstað, sem Kennedy hef- ur barizt fyrir, hefur þótt hann sækjast eftir útnefningu til fram- boðs við væntanlegt forsetakjör með fullmikilli hörku og tillits- leysi. En hvernig stendur á því að atburðir eins og þessir gerast í einu helzta lýðræðisríki heims? Hvers vegna eru pólitísk ofbeld- isiverk tíðari í Bandaríkjunum en annars staðar í hinum vestræna heimi? Þessar spurniingar hljóta að kvikna, nú þegar Róbert Kennedy hefur verið sýnt bana- tilræði, aðeins rúmum fjórum árum eftir að Kennedy forseti var myrtur og aðeins’ örfáum mánuðum eftir að blökkumanna- leiðtoginn Martin Luther King hlaut sömu örlög. Hér verður ekki gerð tilraun til að svara þessu, en að ein- hverju leyti! kann ástæðan að liggja í vissum sérkennum bandaríska þjóðfélagsins, og þá einkum þeirri staðreynd að þar umgangast menn skotvopn með öðru hugarfari en við eigum að venjast; mörgum þykir allt að því sjálfsagt að mál séu gerð upp með skotum, en ekki leyst með friðsamlegum hætti. Þetta kann að einhverju leyti að vera arfur frá frumbýlingsárum og landnámstímum fyrri aldar, þeg- ar hnefarétturinn einn gat oft og tíðum ráðið úrsliltum um líf og dauða. En þetta viðhorf er að sjálfsögðlu óþolandi í nútíma þjóðfélagi. Fréttirnar um ofbeldisverkið í Los Angeles hafa slegið menn í öllum löndum heims óhug og harmi, ekki síður hér á íslandi en annars staðar. Við Íslending- ar eigum erfitt með að trúa því, að til skuli vera menn sem halda að nakið ofbeldi sé vænlegasta leiðin til að skera úr um mál. Slíkt hugarfar er okkur sem bet- ur fer svo fjarlægt, að fyrstu við- brögð margrá við slíku eru furða og undrun yfir því, að slíkt skuli geta átt sér stað. Þetta viðhorf íslendinga á vonandi aldrei eftir að breytast. Stuðningsmenn Gunnars Thoroddsens efna fil almennra funda, sem hér segir: / Vestmannaeyjum kl- 21:00 í kvöld, fimmtudag, í Samkomuhúsinu. A Akureyri mánudaginn 10. júní kl. 20:30 í Sjálfstæðishúsinu. Á Patreksfirði föstudaginn 7. júní kl. 20:30 í Skjaldborg. Á Egilsstöðum þriðjudaginn 11- júní kl. 20:30 í Valaskjálf. Á Blönduósi laugardaginn 8. júní kl. 14:00 í Félagsheimilinu. Á Höfn i Hornafirði miðvikudaginn 12, júní kl. 20:30 í Sindrabæ. Á Siglufirði sunnudaginn 9. júní kl. 16:00 í Hótel Höfn. Á Akranesi fimmtudaginn 13- júní kl. 20:30 (fupdarstaður auglýstur síðar). Á Húsavík sunnudaginn 9- júní kl. 21:00 í Félagsheimilinu. Gunnar Thoroddsen og kona hans mæta á þessum fundum. Fundir verða ennfremur haldnir á Sauðárkróki, á ísafirði, á Selfossi, í Hafnarfirði og Kópavogi auk Reykjavíkur. Fundar- tími verður síðar ákveðinn. Verði breytingar á framangreindri áætl un, munu þær tilkynntar sérstaklega. g eéjuní 1968 - Brefa— KASSINN BAKKARNIR VIÐ SUNDIN f ÞEGAR loksins kemur vor á íslandi, þ.e. vorveður sem því nafni er hægt að nefna, vilja íslendingar vera úti, og ég hefi tekið eftir Því, að ein ökuleið er sérstaklega vinsæl hjá mönnum sem langar til að fara á bíl sínum um bæinn á fögru kvöld, og einu sinni enn gat höfnin og svo með sjó fram allan Grandann þar sem ösku haugarnir voru fyrrum alla leið vestur á Nes. Ég fór þessa leið í bíl me<5 vini mínum á hvítasunnudags- kvöld, og einu sinni enn gat ég ekki látið vera að dásama bæði hátt og í hljóði fegurð- ina þegar litið er til hægri: Sundin, Flóann og fjöllin. En þegar litið er til vinstri eða upp til borgarinnar verð- ur jafnvel hinum kyrrlátasta manni gramt í geði. Ég ætla ekki að tala um rusl í þetta sinn. Á undanförnum blaðamennsku árum mínum hef ég gert það svo oft að ég er orðinn hundleiður á þvl sjálfur. Ég ætla að minnast á bakkana fram að sjónum. Það eru fáir staðir fegurri í Reykja vík og nágrenni en bakkarnjr við Sundin alla leið innan úr Elliðaárvogi og vestur í Rauð- arárvík, og víða á þessu svæði hefði verið ákjósanlegt að reisa fagrar byggingar, jafn- vel raðir snoturra íbúðarhúsa, En ef einhvers staðar stendur hús niður við sjóinn þá er það einhver verksmiðjukumbaldi eða ruslaskúr. Þetta er ekki einleikið. Ekki á einum einasta stað alla þessa leið getur maður stigið niður fæti, annað hvort er þar möl og grjót eða svæð- ið girt af leiðinlegum bygging um. Þessi svæði eru ekki ætluð mannfólki, heldur verksmiðj. um og rusli. Hlutur mannsins sjálfs ejj afskiptur. Einn fallegasti staðurinn I Reykjavík er Klöpp þar sem olíustöðjn er framan við Skúla götuna. Slíkur staður væri heppilegur fyrir stóran veit- ingastað. Hann yrði vinsæll hjá utlendum ferðamönnum, og meira að segja vinsælastur þegar sjórinn ólgar mest, því útlendingar eru komnir hing- að til að sjá ísland eins og það er. Þá langar til að sjá það eins óblitt og það getur verið, Framhald a ols. 10 ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.