Alþýðublaðið - 06.06.1968, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 06.06.1968, Blaðsíða 10
Sundlaug Kópavogs Opið fyrir almenning í sumar, sem hér segir: Mánudaga frá kl. 7,30-9,00 og frá kl. 14,15—22,00 Þriðjudaga frá kl. 7,30—9,00 og frá kl. 14,15—20,00 Miðvikudaga frá kl. 7,30—9,00 og frá kl. 14,15—20,00 Fimmtudaga frá kl. 7,30-9,00 og frá kl. 15,15—22,00 Föstudaga frá kl. 7,30-9,00 og frá kl. 14,15—20,00 Laugardaga frá kl. 7,30—9,00 og frá kl. 13,00—20,00 Sunnudaga frá kl. 9,00—16,00 Sölu aðgöngumiða er hætt klukkustund fyrir lokun. SÉRTÍMI KVENNA er þriðjudaga kl. 20,30—21,30 og fimmtudaga kl. 14,10—15,10 (börn fá ekki aðgang). Böm yngri en 8 ára fá ekki aðgang að lauginni einsömul. SUNNUDAGSLOKUN Frá og með 9. júní n.k. verður Mjólkurstöðin og mjólkurbúðir lokaðar á sunnudögum. Við biðjum viðskiptavini okkar vinsamlegast að haga pöntunum sínum og innkaupum í samræmi við þetta. Mjólkursamsal an Geislun Fram-hald af. 3. síðu. yrði í móðurskipi, sem fylgdi fiskiskipaflota. Geislun matvsela, eins og hér um ræðir, gerir ekki að verk- um að matvælin verði geisla- virk, til þess þarf miklu meiri geislun en í þessu tilviki. Aðal hættan við að senda geislaðan mat á hiarkað liggur í því að við geislun hans kunna að myndasl ýmis efni, sem gætu verið hættuleg. Þau fimm tonn af fiskmeti sem hér verða geisluð verða því ekki send á markað, heldur ráðstafað á annan hátt. Kappsfullur Framhald úr opnu. við, að hann standi jafnvel betur að vígi en áður. Hann hefur átt athygli fólks um gervöll Banda- ríkin og reyndar um heim allan vegna síðustu sigra sinna í for kosningunum. Banatilræðið hef ur vakið enn meiri athygli á honum og bandarískir kjósend- ur munu sjálfsagt fylgjast náið með honum næstu mánuði. Má vera, að þetta hryllilega morð- tilræði við Kennedy verði hon- um til framdráttar og styrki stöðu hans til muna í kosninga baráttunni. Aldursmunur Framhald af 7. síðu. ing“. Þetta voru aðeins leynd ir draumar. Manni á mínum aldri leyfist ekki að vona í alvöru, þegar svona stendur á“. En Hayley Mills lét sjálf til skarar skríða og í fyrsta .sinn á ævinni lét hún ekki föður slnn, leikarann, og móður sína, rilhöfundinn, bera sig ráðum. Hún var orð in fullorðin. Að hennar áliti skiptir ald ursmunur þeirra engu máli. „Mér finnst líf mitt fyrst vera að byrja núna“, segir Hayley Mills, bráðum Boult- ing. Bréfakassinn Framhald af 2. síðu. en notið hlýjsu hitaveitunnar og þæginda nútíma veitinga- staða. Það dugar ekki að segja allt af að hlutirnir standi til bóta. Svo mikið má afsaka sig með því að þeir batni ekkert. Það dugar heldur ekki að benda á að við getum ekki gert allt í einu. Auðvitað getum við ekki gert allt í einu. Auðvitað þarf að láta uppbyggingu at- vinnuveganna ganga fyrir þörfum „mannsins“ eins og ég leyfi mér að komast að orði, því atvinnuvegirnir gefa okk. ur afl þeirra hluta sem gera skal. En sá sem ann fegurð- inni í kringum höfuðstaðinn og vill að fólk fái að njóta hennar mundi verða ánægðari ef það heyrðist sagt í alvöru að það ætti að vernda þessa fögru staði á bökkunum við Sundin, reisa þar ekki nema fallegar byggingar og hafa þá fyrir fólk en ekki rusl. Af þessu svæði ætti höfnin að fá það sem hún þarf nauðsynlega, en hitt ætti að spara. SH. Ungt fólk! Skrifstofa Samtaka ungra stuðningsmanna Gunnars Thoroddsens er að Vesturgötu 17. — Opin alla virka daga kl. 13.00—19.00. Simar 84520 — 84521. Ungt fólk hafið samband við skrifstofuna. Samtök ungra stuðningsmanna Gunnars Thoroddsens Vantar innréttinguna? Ef svo er, vinsamlega snúið yður til okkar sem veitum yður nánari upplýsingar. Húsgagna og innrétt'ingafirmað, G. Skúlason og Hlíðherg h.f., Þóroddsstöðum, sími 19597. Orðsending frá LAUFINU Við bjóðum yður mjög ódýrar vörur á eftirtöldu verði: Sumarkápur frá kr. 1650,— Crimplenekjóla tvískipta á kr. 1000.— betri gerðir á kr. 1360,— Crimpleriekjólar heilir kr. 800.—- Pils hringsniðin kr. 300.— og 320.— Crimplenepils fóðruð kr. 560.— .Sumarkjólar á kr. 400,— stærðir 36 og 38. LAUFIÐ, Laugavegi 2. Auglýsing um fyrirframgreiðslu opinherra gjalda í Reykjavík Fimmti og síðasti gjalddagi fyrirframgreiðslu opinberra gjalda 1968, var 1. júní s.l. og á nú hver gjaldandi að hafa greitt fjárhæð, sem svarar helmingi þeirra gjalda, er á hann voru lögð 1967. Lögtök eru hafin til tryggingar vangoldnum fyrirframgreiðslum. Sérstök athygli ep vakin á því, að gjaldandi fær því aðeins útsvarsfrádrátt árið 1968, að fullu skil fyrirframgreiðslu hafi verið gerð á yfirstandandi ári. Þeir gjaldendur, sem telja sig eiga rétt til lækkunar á fyrirframgreiðslu samkv. ákivæð- um 1. gr. rgl. nr. 95/1962 um sameiginlega innheimtu opinberra gjalda, þurfa að senda um það skriflega umsókn til Skattstofunnar. Reykjavík 5. júní 1968. Gjaldheimtustjórinn. 10 6- jónf 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.