Alþýðublaðið - 06.06.1968, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 06.06.1968, Blaðsíða 8
Kappsfullur og vinsæll stjórnmálamaður HINN 42j«a ára gamli öldungadeildarþingmaður, Ro- bert F. Kennedy, er kappsfullur og nýtur í ríkum mæli sömu lýðhylli og Jhon F. Kennedy bróðir hans naut áður. Tilraunir Roberts Kennedys til útnefningar Demókrataflokksins sem forsetaefni komu fyrr til sögunnar en margir böfðu búizt við. Álitu margir, að Kennedy stefndi ekki að þessu marki fyrr en árið 1972, eða- í þar næstu forsetakosningum þar vestra. Ákvörðun Kennedys um að stefna að forsætisembættinu nú í ár á' ekki rætur að rekja ti\ persónulegs sundurþykkis hans við Johnson forseta, heldur er hún byggð á þeirri skoðun Ro- berts Kennedys, að Johnson- stj. hafi ekki sýnt tilhlýðilega lægni við að koma friði á í Víet nam og sömuleiðis, að hún hafi ekki leyst aðkallandi úrlausnar- efni í innanríkismálum svo sem kynþáttavandamálið. í marzmánuði í fyrra hóf Kennedy harða baráttu gegn stefnu Johnsons forseta í Víet nam. einkum varðandi sprengju- árásirnar á Norður Víetnam. Hinn 8. febrúar síðasliðinn réð ist Kennedy kröftulega gegn stefnu Johnsons«stjórnarinnar í Víetnam og tók andstaða hans til allra þátta Víetnamsmálsins. Lýsti hann því yfir, að hugmynd ir Johnsons um ástandið í Yíet- nam væru blekkingar einar. Þessar árásir. Roberts Kenne- dys á stefnu forsetans fengu mikinn hljómgrunn meðal manna um víð Bandaríkin. Frá þessum tíma var ijóst, að hverju Kennedy stefndi. Um tíma biðu ,menn einungis eftir því, hvort hann ákvæði að berj- ast fyrir kosningu sinni í forseta kosningunum að hausti eða biði til kosninganna, sem eiga að fara fram árið 1972. Robert F. Kennedy stjórnaði kosningabaráttu Johns bróður síns fyrir forsetakosningarnar 1960. Hann var úínefndur dóms' málaráðherra í stjórn Johns F. Kennedy og var Robert nánasti samstarfsmaður bróður síns alla forsetatíð hans. f Öldungadeildinni er Robert Kennedy álitinn vera skarpastur stjórnmálamaður þeirra Kenne- dybræðra. Hann er harður í horn að taka, oft óbilgjarn í skoðun- um og lætur í ljós megnustu fyr irlitningu á hvers konar uppgjaf arstefnu. Milljónir Bandaríkja- manna trúa á Robert Kennedy og einkum hefur hann haft mikil áhrif á' yngri frjálslyndari kjós- endur. í september árið 1964 lét Ro- bert Kennedy af embæíti dóms málaráðherra. Tveimur mánuð- um síðar vann hann glæsilegan sigur í öidungadeildarþingkosn- ingum í New York. Robert Kennedy er kaþólskrar trúar eins og frændgarður hans allur. Hann er tíu barna faðir. Fyrst í stað var Robert talinn fremur íhaldssamur í innanríkis málum, en síðar varð hann leið togi frjálslyndari afla innan Demókrataflokksins. Margir fylgismenn flokksins eru óánægð ir með hinn afdráttalausa stuðn ing Humpreys varaforseta við alla þætti í stefnu Johnsons for seta. Kennedy hefur alla tíð verið þeirrar skoðunar, að blökku- mönnum í Bandaríkjunum beri að veita öll sömu þjóðfélagsrétt indi og hvítir menn njóta. Varð andi kynþáttavandamálið í Bandaríkjunum hefur Kennedy sérstaklega látið til sín taka: Þrátt fyrir það, að Robert Kennedy hafi gagnrýnt stefnu Johnsons forseía harðlega, eru þeir þó sama sinnis, hvað við- víkur kynþáttavandamálinu. Hef ur Kennedy verið mikill talsmað ur þeirra breytinga, sem komið hafi til framkvæmda í forseta- tíð Johnsons, á mannréttindalög gjöf Bandaríkjanna. Árið 1962, þegar Kehnedy gegndi embætti dómsmálaráð- herra, sendi hann 20.000 her- menn úr sambandshernum til Oxford í Mississippifylki til að þagga niður kynþáttaóeirðir þar og sýna það svart á hvítu, að þeirri ákvörðun yrði fylgt eftir, að blökkustúdentinn James Mer dith mundi halda áfram námi við háskóla borgarinnar. í júnímánuði 1966 fór Robert HVER El í bandaríska vikublaðinu Time birtist nýlega viðtal við hann, þar sem hann lætur í ljós skoðanir sínar á nokkr. um þeim málum, sem efst eru á baugi í bandarískum stjórnmálum. Þetta viðtal fer nú sér á eftir í þýðingu: Forgangsmál: Þýðingarmest er að binda endi á innbyrðis átök meðal okkar eigin þjóðar og leysa vandamál hennar. Mest aðkallandi held ég að sé aðljúka styrjöldinni í Víetnam. Hefðum við ekki verið svona uppteknir í Saigon, held ég að við hefðum getað beitt okkur betur gegn vandamálum stór borganna, gegn verðbólgunni og öðrum vandamálum. Við get um ekki snúið afíur og ýmsar hættur eru framundan. En ég held að við eigum ekki að hefja hernaðaraðgerðir, nema öryggi okkar krefjist þess í raun og veru og raunverulegar líkur séu til þess að við getum náð árangri. Ef Vietnamstyrjöldin verður til þess að við endur- skoðum utanríkisstefnu okkarí Kennedy í fimm daga heimsókn til Suður-Afríku og þáði boð stúdentasamtakanna þar í landi. Heimsókn þessi vakti mikla ó- kyrrð í Suður-Afríku. Ríkisstjórn in neitaði að taka á móti Kenne dy. Robert hélt ræðu á meðan hann dvaldi í Suður-Afríku og fordæmdi í ræðunni apartheid- stefnu ríkisstjórnar Suður-Af- ríku harðlega. Síðar lét hann í ljós þá skoðun sína, að þjóðir grundvölluðust ekki af litar hætti fólksins heldur hæfileik- um þess. í Bandaríkjunum vakti RoberLupp óánægjuraddir margra landa sinna, sem aðhyll- ast aðskilnað hvítra manna og svartra, er hann sagði, að fyrir í Visst ólán hefur oft fylgt ættinni Saga Kennedy-ættarinnar hefur einkennzt af tvennu öðru fremur harmsögu og velgengni. Morðtilræði við Robert F. Kennedy, öldungade'ildarþingmann er gert aðeins fjóru og hálfu ári síðar en bróðir hans, John F, Kennedy þáverandi for seti Bandaríkjanna var skotinn til bana í Dallas í Texas. Fyrsta áfall’ið, sem þau hjónin Joseph og Rose Kennedy, foreldrar Kennedy-bræðranna, urðu fyrir, var dauði elzta son ar þeirra Joseph's Kennedy jr. Hann fórst með flugvél í skot- árás yfir Þýzkalandi árið 1944. Mánuði síðar féll markgreif-l inn af Hartlngton, maður Katleen Kennedy, í orrustu í Frakk landi. Fjórum árum síðár fórst Kathleen í flugslysi i Frakk. landi. í ágústmánuði 1962 lézt tveggja daga gamall sonur Johns F. Kennedy forseta. Frú Jacqueline Kennedy liafði þá misst fóstur tvisvar sínnum nokkru áður. 22. nóvember 1963 var John F. Kennedy þáverandi forseti Bandaríkjanna skotinn til bana, er hann ók um götur Dallas- borgar í opnum bíl. Fyrir nokkru síðan slasaöist Edward Kennedy öldunga- deildarþingmaður hættulega í flugslysí. Edward er yngstur Kennedybræðranna. * Þá hefur heilsa Róse, einnar af fimm dætrum Josephs og Rose Kennedy, varpað skugga á fjölskyldulífið, en hún hefur legið í mörg ár á sjúkrahúsi fyrir sinnisveika. 3 6. júní 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.