Alþýðublaðið - 06.06.1968, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 06.06.1968, Blaðsíða 6
Síidarflutninganefndin telur í áliti sínu að sér sé ekki fært að svo komnu máli að mæla með öðrum flutningaaðferðum frá fjarlægum miðum en sjó- söltun og ísun. Geymsla í kældum sjó kunni líka að koma til greina, en nefndin telur að gera þurfi fleiri tilraunir með þá aðferð, áður en hún geti mælt með henni við útgerðarmenn. Nefndin hefur áður skilað bráðabirgðaáliti um flutning á sjósaltaðri síld, og hafa verið sett bráðabirgðalög um það efni. í framhaldi af þeim til- lögum tekur nefndin það fram, að hún telur að greiðsla til útgerðarmanna, sem flytja sjósaltaða síld til lands, verði ákveðin fyrirfram, þ.e. áður en verðlagning sumarsíldar til söltunar fer fram. Verði þessi greiðsla sama fjárhæð pr. tunnu og Síldarútvegsnefnd á- ætlar að flutningskostnaður- inn verði. Þá hefur nefndin alhugað hvort fáaniegar séu hausunar- og slógdráttarvélar til notkun ar um borð í veiðskipum, en nefndin telur sér ekki fært að mæla með neinni ákveðinni vél i þessu skyni. Nefndin telur einnig nauðsynlegt að Síldar. útvégsnefnd gefi út leiðbein- insabækling um síldarverkun um borð í veiðskipunum. Nefndin telur nauðsynlegt að athugað verði hvort ekki megi finna hentugri umbúðir um- saltsíld en trétunnur til notk- unar í veiðiskipum. Hefur Rannsóknastofnun fiskiðnað- arins verið falið að athuga möguleika á öflun hentugra umbúða, og gerir nefndin sér vonir um jákvæðan árangur af því. Að frumkvæði nefndarinnar hefur verið athugað hve mik- inn ís sé hægt að framleiða í frystihúsum á Norður. og Aust urlandi, og telur nefndin nauð synlegt að ísframleiðslan sé aukin eins og hægt er, sérstak lega á stöðum eins og Raufar höfn og Seyðisfirði. Þá tehir nefndin nauðsynlegt að gerð- ar séu tilraunir með ísun sí!d ar í kössum um borð í veiði- skipum. Nefndin telur nauðsynlegt að gerðar séu frekari tilraun- ir með flutninga á sjókældri síld og beinir þeirri ósk til sjávarútvegsmálaráðuneytis- ins að það greiði fyrir því að Rannsóknastofnun fiskiðnað. arins geri slíkar tilraunir. Að endingu tekur nefndin það fram í áliti sínu, að hún hafi látið kánna hvort unnt væri að fullsalta síldina um borð í veiðiskipunum og flytja hana beint á erlendan mark- að. Kom í' ljós að slíkt má heita útilokað með öllu. í nefndinni áttu sæti, Jón L. Arnalds, Sveinn Benedikts- sin, Páll Guðmundsson, Jón Þ. Árnason og Kristján Ragn- "v=son. BMSKIP KYNNIR SUMARLEYFISFERÐIR SUMAULEYFISFERÐIR með ms. Gullfossi verða kynntar sýn ingargestum sýn'ingarinnar íslendingar og hafið í Laugardgls- höílinni í dag. í deild Eimskipafélagsns verða staddir starfs- menn félagsins og veita heir ges^um nauðsynlegar upplýsingar um ferðirnar. Ennfremur mun Iiggja frammi í deildinni bæklingur með lýsingum á þeim mörgu og fjölþættu skoðunarferðum og skemmtiferðum, sem farþegum gefst kostur á bæði í Skot- Iandi og Englandi. Verða ferðir þessar í sambandi við ferðir skipsins. Eimskipafélagið gefur í sumar fjölskyldum og einstaklingum möguleika á að ferðast til útlanda, ódýrt með eigín bíl. Hefur félagið gefið út sérstakan bækling með upplýsingum fyrir þá er kjósa að ferðast á þann hátt. Bæklingurinn liggur frammi I doilfi félagsins í sýningarhöllinni í dag. KENNARARINAMSFERÐA LAG TIL DANMERKUR Námsför íslenzkra kennara til Danmerkur 8.—24. ágúst 1968. Norræna félagið danska býð ur fimmtán íslenzkum kennur- um til dvalar í Danmörku 8,— 24. agúst n.k. Til greina koma kennarar við öll náiftsstig. Kennararnir þurfa einungis að greiða fargjald sitt fram og aftur. Norræna félagið danska kostar dvölina ytra að öllu leyti. Fyrsta daginn verður Kaup-»- mannahöfn skoðuð, svo og nokkrir staðir á Sjálandi. Sunnudag 11. ágúsl fara þátt- takendur til Ry-lýðháskólans við Himmelbjerget þar sem þeir dveljast í 8 daga á námskeiði. Er héraðinu umhverfis við brugðið fyrir fegurð. Laugar. dag 17. ágúst verða þátttak- endur sendir á einkaheimili þar sem þeir kynnast dönskum fjölskyldum. Síðustu dagana dveljast þátltakendur í Kaup mannahöfn og eru þá gestir danskra námsstjóra. Umsækjendur eru vinsamleg ast beðnir að senda skriflega umsókn til Norræna félagsins, Hafnarstræli 15, Reykjavík (opið kl. 4—7 e.h.) fyrir 17. júní. Benedikt Gunnarsson. Synir i Bogasal M'ikil aðsókn hefur verið að málverkasýning'u Gunnars Ben- ediktssonar, sem opnuð var síð asta laugardag. Er sýningin op- in daglega frá kl. 2,00 - 10,00 e. h. til 9. júní. Alls eru 30 innrömmuð mál verk til sýnis óg sölu, en auk þess 25 óinnrömmuð olíumálverk og vatnslitamyndir. Málverk þessi eru frábrugðin mörgum öðrum málverkum að því leyti, að þau eru máluð á pappír og er það sízt endingarminna en strigi. Verðið á málverkunum ter innan við 10 þúsund hvert málverk. Gunnar hefur tekið þátt í fjölda samsýninga heima og erlendis t. d. á flestum sýn ingum FÍM undanfarin ár. Síð ast hélt Gunnar einkasýningu á heimili sínu í Kópavogi við mikla aðsókn í fyrra. Norrænt æskulýðs- mót í Arósum Norræna æskulýðsárinu, sem hófst með æskulýðsmóti á ís- landi síðastliðið sumar, lýk- ur með æskulýðsmóti sem hald ið verður í Álaborg dagana 25.-29. júní n.k. Mót þetta er haldið fyrir ungt fólk á aldr- inum 17 — 30 ára með þátttöku allra Nrðurlandaþjóðanna. Enn er ekki vitað um fjölda þátttakenda, en undirbúningur mótsins er á lokastigi og virð- ist vera mikill áhugi fyrir mót inu. Auglýsingaherferð hefur stað ið yfir á Norðurlöndum vegna móts þessa og meðal annars hefur verið dreift bæklingum í 300.000 eintökum víðsvegar um Norðurlönd og 20.000 aug. lýsingaspjöldum. ' ‘ . ... I Merki mótsins er hið sama og notað var hér á síðastliðnu sumri, en það var teiknað á auglýsingateiknistofu Gísla B. Björnssonar. Mótið er undirbúið af æsku- lýðsnefndum Norrænu félag- anna, og dagskrá þess miðuð við óskir og áhugamál ungs fólks. í dagskránni er gert ráð fyr ir ráðstefnum og fundahöld- um með víðkunnum fyrirles- urum, fjölþættri skemmtidag- skrá, listsýningum, íþróttasýn. ingum og keppni. Samvinna hefur tekizt milli Norræna félagsins og Æskulýðs sambands íslands um þátttöku í mótinu. Ákveðið hefur verið að efna til 10 daga ferðar hinn 24. júní n.k. til Danmerkur í sambandi við mótið og er lcostnaður mjög hóflegur. Allar nánari upplýsingar um mótið og ferðina eru veittar á skrifstöfum Norræna félagsins og Æskulýðssambands íslands. Álit sildarflutninganefndar innar: EKKIUNKT AÐ M ERÐUM ENBUNOG SÖLTUN £ 6: júní1 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.