Alþýðublaðið - 06.06.1968, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 06.06.1968, Blaðsíða 5
Síðan Abraham Lincoln, forseti, var myrtur árið 1865, hafa þrír aðrir forsetar Bandaríkjanna verið myrtir. Síð'ast var það John F. Kennedy, sem skot- inn var til bana í Texas 1963. All margar morð- tilraunir hafa verið gerðar á ýmsum forsetum Bandaríkjanna og sýna skýrslur að tuttugasta hvert ár að meðaltáli! er gerð tilraun til að myrða fbrseta þar í landi. Þá hafa einnig margir framámenn í stjórnmálum verið myrtir á ýmsum tímum. Árið 1933 var gerð tilraun af dögum í Miami á Florida. til að ráða Roösevelt forseta Byssukúlurnar þutu rétt hjá forsetanum, en borgarstjórinn í Miami, sem stóð við hlið Roosevelts var hæfður skoti og lézt samstundis. Árið 1950 brutust tveir þjóð ernissinnar frá Puerto Rico inn í dvalarstað þáverandi forseta Bandaríkjanna, Harry Trumans, en komust ekki í herbergi hans. James Garfield forseti féll fyrir hendi morðingja árið 1881 og 20 árum síðar var Willi am Mc Kinley skotinn til bana í Buffalo í New York ríki. 22 árum eftir dauða Mc Kinleys lézt Warren Harding forseti dularfullum dauðdaga í San Francisko. Sagt var, en aldrei sannað, að þessum fyrr- verandi blaðamanni hefði ver- ið byrlað eitur. Morðið á John F. Kennedy, árið 1963, hafði næstum kost- að John Conelly, ríkisstjóra í Texas lífið, en hann sat við hlið Kennedys í bifreið hans og hlaut skotsár. Conelly náði fullri heilsu á ný eftir langa sjúkralegu. Aðrir stjórnmálamenn sem drepnir hafa verið í Bandaríkj unum síðan 1865 eru: Carter Harrison borgarstjóri Chicago, 1893, William Goebel ríkis. stjóri, 1900, Huey Long þing- maður Lousiana-fylkis, 1935, leiðtogi Svörtu múhameðstrú- armannanna Malcolm X, 1965, nazistaleiðtoginn Lincoln Rock well, 1967 og loks Martin Lut- her King, sem myrtur var í Memphis í Tennessy.fylki 4. apríl sl. Reykjavík—ísafjörð'ur—Reykjavík: áætlunarferðir daglega Reykjavík- -Egilsstaðir—Reyk javík: áætlunarferöir daglega Reykjavífk—Paíreksfjörður—Reykjavík: — þrisvar í viku Reykjavík- -Hornafjörður—Reykjavík: Reykjavík—Akureyr'i—Reykjavík: — þrisvar á dag — fjórum sinnum í viku Reyk javík—Sauðárkrókur—Reykjavík: — alla virka daga Reykjavík- -Fagurhólsmýri—Reykjavik: — þrisvar í viku Reykjavík—Húsavík—Reykjavík: — þrisvar í viku Reykjavík- -V estmannaeyjar—Reyk javík. — tvisvar til þrisvar á dag Auk þess eru áætlunarferðir milli Akureyrar, Raufarhafnar og Þórshafnar, Akureyrar og ísafjarðar og Akureyrar og Egilsstaða. Áætlunarferðir bifreiða til nærliggjandi staða í sambandi við flugið. Þér njótið ferðarinnar, þegar þér fljúgið með Flugfélaginu. 6. júní 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.