Alþýðublaðið - 06.06.1968, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 06.06.1968, Blaðsíða 15
■ ■ usiimiaiJSS2g3 Cffcír lÖStGU JÖNSDÓTTUR Teiknisigar eftir RAGNAR LÁR. fyrir, að hún hafi kúgað fé af þér. En hvers vegna segirðu mér ekki allt af létta? Það hlýt ur að létta á þér. Ég sagði þetta bara til að vinna tíma. Fyrr eða síðar hlaut Gvendur að koma heim. Klukkan var búin að slá hálf sjö og hann hafði sagt, að hann kæmi ekki heim seinna en klukkan átta. — Okkur liggur ekkert á, sagði ég svo. Þegar ég sagði þetta, varð ég skyndilega dauðhrædd. Ég hafði nefnilega verið að segja saunleikann. ífver vissi nema Gvendi dveldist eitthyað og að hann kæmi ekki fyrr en seinna en hann hafði sagt? Það vaeri svo sem ekki í fyrsta skiptið. Hér var enginn, sem kæmi að vita, hvernig mér ÖRCb BBLTI og BELTAHLUTIR & BELTAVÉLAR Keðiur Spyrnur Framhiól Botnrúllur Topprúllur Drifhjól Boltar og Rær jafnan fyrirliggjandi BERCO er úrvals gæðavara ó hagsfæðu verði EINKAUMBOÐ ALMENNA VER2LUNARFÉLAGIÐ" SKIPHOLT 15 — SÍMI 10199 ■■■■■■ liði. Friðrikka var á sjúkra- húsi með taugaáfall og enginn annar hefði nokkru sinni leit að eftir mér í húsinu. Þetta var gjörólíkt því að vera heima. Þar vissu allir allt um alla. — Segðu mér allt af létta, endurtók ég. Eina von mín var sú, að hann hefði ríka þörf fyrir að létta af hjarta sínu. Einmitt núna, þegar hann vissi, að ég gæti aldrei sagt neinum neitt. 1 1I. KAFLI ÉG FANN HANN Ófeigur settist í stólinn and spænis mér og horfði lengi á mig áður en hann tók til máls. — Gott og vel, sagði hann og andvarpaði. — Ég hef aldrei myrt saklausa manneskju fyrr. Eiginlega hef ég aldrei drep. ið nema einn og það veit guð að hún átti það skilið. Þetta hófst allt fyrir tveim árum. - Það var allt Dísu að kenna. — Ðísu? spurði ég. — — Það er löng saga og víst er það betra að segja þér það en einhverjum öðrum. Við eyddum of miklu. Við lifðum um efni fram og þá var svo auðvelt að stela ögn úr kassanuum. Ég er nefnilega bæði gjaldkeri og bókhaldari fyrirtækisins. Fyrirtækið gekk illa í fyrstu, en svo fór það að ganga vel. Það var einstaklega auðvelt fyrir mig, að halda dálitlu eft ir.. Alltof auðvelt. Það bjóst engirin við svona örum vexti. Að vísu kom allt til. Þeir fengu greidda „comm ision“ erlendis og létu reikna hana sér í hag og leggja hana inn á sérreikning. Ég hækkaði commissionina um 10% og mér til mikillar undrunar gekk það. Ég veit að vísu að margir forstjórar hafa leikið þetta á undan mér, en áreið- anlega ekki margir bókhaldar ar hjá ekki stærra fyrirtæki en ég vinn við. Þeir peningar fóru á sama stað og hinir, sem ég stal. Svo fékk ég bréf frá kerl- ingunni hérna uppi. Dísa hafði sagt eitthvað — ég veit ekki hvað, ég hef ekki þorað að spyrja hana, sem fékk kerling una til að gruna mig um það, sem ég hafði þá ekki enn gerzt sekur um. — Hvernig þá? spurði ég, því að ég vissi, að ég varð að halda honum uppi á snakki. — Ég veit ekki hvernig, sagði Ófeigur og kveikti sér í enp einni sígarettu. Hendur hans titruðu lítið eitt. — En hún gerði það og það var nóg. Hún vildi fá peninga. Ég átti enga. Fyrst neyddist ég til að stela frá fyrirtækinu til að borga henni, eins og ég sagði þér áðan lifðum við um efni fram. Það gekk allt vel meðan hún lét sér nægja fimm þúsund krónur á mánuði. Þá hafðj ég einhverja von um að geta borg að það aftur. En svo söfnuð- ust skuldirnar saman og ég fór að falsa nafn fyrirtækisins. Þá var ég búinn að vera. Hann rétti sig í stólnum. — Mig langaði alls ekki til að gera það. Þetta hafði allt gengið svo vel og enginn gat nokkru sinni vitað, hvað ég hafði að- hafst. Það komu reikningar upp 'á 10% commision og ég lét leggja hin 10% inn á banka- reikning í Sviss. Svo fann ég það út að það væri eins gott fyrir mig að 'hlaupast á brott með allt sam- an. Ég hélt eftir nokkrum tugum Það er stundum hlægilegt, hvað fólk treystir manni. Hún treysti mér líka berlingin uppi á lofti. Nú orðið þurfti ég ekki beldur að svíkja undan nema lítinn hluta. Umsetningin var orðin það mikil. — Mig langaði ekki til að drepa kerlinguna, en hún heimt- MJÓLKURFÉLAG REYKJAVÍKUR Laugavegi 164 — Sími 11125 — Símn.: Mjólk ÞAKJÁRN — Discus — 6—12 feta. Girðingarefni: Túngirðinganet 5 og 6 strengja, með hinum þekktu traustu hnútabindingum. Einnig ódýrari girðinganet. Lóðagirðinganet 2” og 3” möskvar. Plasthúðuð net Gaddavír Girðingarstólpar, tré og járn Girðingarlykkj ur M.R. grasfræ blandað og óblandað M.R. grasfræblanda „V“ Alhliða blanda, sáðmagn 20—25 kg á hektara. Þessi grasfræblanda og einnig „H“-blanda M.R. hefur við tilraunir gefið mest uppskeru- magn af íslenzkum grasfræblöndum, og staðfestir það reynsla bænda. M.R. grasfræblanda „H“ hentar vel þar sem þörf er á þolmiklu grasi og gefur einnig mikla uppskeru. — Sáðmagn 25—30 kg. á hektara. M.R. grasfræblanda „S“ í þessari blöndu eru fljótvaxnar en að nokkru skammærar tegundir. Sáðmagn um 30 kg. á hektara. Óblandað fræ Engmo vallarfoxgras Túnvingull, danskur Skammært rýgresi, DASAS Vallarsveifgras, DASAS, Fylking Háliðagras, Oregon Fóðurkál: Silona, mergkál, raps Sáðhafrar, fóðurrófur. Til votheysgerdar: Maurasýra Melassi 22 miiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiimiiiiiiMiitiitiiiiiiiiiiiuiiHiiiii þúsunda þennan mánuð og öðru eins hinn. Það treystu mér allir. Hann skellti upp úr. 6. júní 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.