Alþýðublaðið - 06.06.1968, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 06.06.1968, Blaðsíða 16
Á mmm simtt Síöusfu sýningar Nú eru aðeins eftir fáeinar sýningar hjá Leikfélagi Reykjavík-, ur í vetur, en leikárinu lýkur 20. júní. Hedda Gabler hefur veriff sýnd viff mikla affsókn í allt vor og er 18. sýningin í kvöld, en þái eru aðeins eftir tværsýningar á leiknum. Myndin er úr Heddu Gabler og sjást þar Helga Bachmann (Hedda) og Guffrún Ásmunds dóttir (Thea Elvsted), Ekki verffur annað sagt um Alþingi en aff það geri ýmis- legt vel þó annaff sé umdeil- anlegra. Til dæmis eru ýmis lög þess til bóta . . . BORGARINN. Mér skilst aff þaff sem geri ræffu góffa sé fyrst og fremst upphafiff og endirinn. Og bezt er auffvitaff aff þetta hvort tveggja sé eitt og hiff sama . . Þegar Kallinn fékk skattseffil- inn sinn um daginn, .var þaff fyrsta sem hann sagffi: — Þaff borgar sig ekki lengur aff borga með hvtTjum eyri sem maður vinnur sér inn . . . Af tvennu illu þá held ég þaff hljóti aff vera skárra aff hafa slæmt minni en slæmar minningar . . • LOFTÞETTAR l?IV»BÍ ÐII?; VINSÆLASTA PÍPLTÓBAK í AMERÍKl/. REVKTOBAK. dagíegi IIAlístur Hugsðö til hreyfings Jæja. Nú er líklega tími til kominn að fara að taka fram vöðlur og veiðigalla. / Laxinn er farinn að gera sig líklegan að gína við flug- unni. Silungurinn syndir um í ákafa og leitar að fallegum ána- maðki. Og hann fúlsar áreiðanlega ekki við glitrandi gervi- beitu. J-á, það er svo sannarlega kominn lyftingur í veiðigleðina og endurminningarnar frá í fyrra sumar eru áleitnar. Ég ætti að fara að huga að útbúnaðinum, eins og 'hverjum ábyrgum fiskimanni sæmir í byrjun vertíðar. í fyrravor bjó ég til aldeilis heillandi spón úr gömlum og ryðguðum ræfli, sem ég fann í fjöru. Ég var heila nótt að búa til spóninn, en hvað ég notaði fær enginn að vita, vitanlega. En af því að ég hafðT ekki yfirfarið línuna nógu nákvæm- lega kastaði ég öllum afköstum næturinnar af línunni í fyrstá kasti. Þetta var ákaflega sorgleg reynsla, vegna þess að ég var svo sannfærður um að þessi undurfallegi spónn myndi reyn- ast siðferðilegur ofjarl allrar fiskiþjóðar. Og ég man líka eftir lukkuflotinu mínu. Það var stórt og gerðarlegt flot og hafði karaktér. Ég átti það næstum heila vertíð og kastaði lengra en allir aðrir, þó ég segi sjálfur frá. Ég missfi þetta flot oftar en nokkuð annað og ég náði því líka aftur oftar en nokkru öðru, En svo var bitið á. Og svo „var stympazt á og svo var ekk- ert á. Ekki einu sinni flotið mitt góða. Ég horfði á eftir því, þar sem það sigldi á ógnarhraða út á djúpið og smáhvarf eins og kafbátur. Þetta var áreiðanlega langstærsti fiskurinn sem ég hef misst. Eigi ég að vera einlægur, þá hef ég aldrei misst litla fiska. Bara stærstu fiskana. Mest finnst mér til koma, þegar ég fiska og fiska og eng- inn annar verður var. Það er óskaplega gaman. Ég gæti skrifað heila bók um svoleiðis reynslu. Er hægt að hugsa sér nokkuð notalegra en að sitja á steini í flæðarmálinu í ausandi rigningu rassblautur og hvaðeina og fiska sér til hita, meðan aðrir vaskir veiðimenn berja sér itil hita og verða ekki varir, þótt þeir hoppi allt i kringum steininn minn og kastí allt í kringum færið mitt og reyni að iapa eftir allar mínar brellur? Veiðigleðin verður þá fyrst sönn og einlæg, þegar heppnin safnast öll á eitt færi, færið mitt. Vonandi fæ ég tækifæri til að rifja upp fleiri ljúfar minn- ingar í félagsskap þess stórgáfaða fólks, sem les Baksíðuna, Kannski í haust. Kannski í vor. Og ég beiti því við œru mína og trú, að ég skal gera ykkur viðvart samstundis og ég næ stærsta fiskinum, en missi hann ekki. Svona löforð eru ekki upp í ermina, því engin hætta er á að maður þurfi að efna þau. , Og nú ætla ég að leita að stönginni minni. — GADDUR.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.