Alþýðublaðið - 06.06.1968, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 06.06.1968, Blaðsíða 11
 % ritstj. ÖRN g EIÐSSON | Þl R' H n n R KR misnotaÖi tæki- færin, - KR 2:2 Þó að K R -ingum tækist að jafna metin í leiknum við Fram þegar fimm mínútur voru til leiksloka, má segja, að Framar ar hafi verið heppnir að hljóla annað stigið. KR-ingar léku undan norðan- golunni í fyrri hálfleik og sóttu mun meira, en uppskeran var engin. Oft munaði litlu að bolt- inn hafnaði í marki Fram, en það var eins og KR-inga skorti herzlumuninn. í síðari hálfleik þegar KR lék gegn vindi skoruðu þeir fyrsta mark leiksins, þegar aðeins tvær mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Markið gerði Jó hann Reynisson, Gunnar Felixs- son einlék upp vinstri kantinn og gaf fyrir til Jóhans, sem átti auðvelt með að skora, þar sem markvörður Fram hafði hlaupið út og markið var mannlaust. Fjórum mínútum síðar lék Einar Geirsson í gegnum vörn KR og gaf boltann til Helga Númason- ar, sem skallaði í netið, Fram hafði jafnað. Framarar náðu forystunni, þegar Helga Númasyni var brugð ið innan vítateigs og dómarinn Halldór Bachmann dæmdi rétti lega vítaspyrnu á KR. Helgí skoraði úr vítaspyrnunni. ur íslandsmet ( ísundi í gærkvöldi | I Fjögur íslandsmet voru sett = á Reykjavíkurmótinu í sundi, | sem fram fór í Laugardalslaug = inni í gærkvöldi. Hrafnhildur | Krisíjánsdóttir, Ármannj setti | fyrsta metið, synti 100 m. flug § sund á 1:17,6 mín. Þá bætti = Ellen Ingvadóttir met í 200 m. I bringusundi, synti á 3:01,6 m. = Ármannssveitirnar setíu met, í 4x100 m. skriðsundi, kvenna- i sveitin synti á 4:48,0 m. og i karlasveitin á 4:12,9 mín. = Loks jafnaði Guðmundur Gísla i son, Ármanni eigið met í 100 i m. flugsundi , synti á 1:03,6 m. : Ármann sigraði í stigakeppn- i inni með yfirburðum. Náhar á = morgun. i Þegar fimm mínútur voru til Ieiksloka jafnaði Gunnar. Felixs son með óvnætu en góðu skoti og litlu munaði, að KR-ingum tækist að skora sigurmarkið, er þeir Eyleifur og Jón Sigurðsson^ misnotuðu upplögð tækifæri á síðustu mínútunum. KR-liðið átti fleiri tækifæri í þessum leik, en það er ekki nóg að eiga tækifæri, það verður að nota þau tétt. Beztir í framlínu KR-inga Eyieifur Hafsteinsson og Gunnar Felixsson. Þá átti Halldór Björnsson góðan leik, en nann er í stöðugri framför. Framarar börðust hraustlega en ekki var knattspyrnan, sem liðið sýndi upp á marga fiska. Þorbergur Atlason átti einn sinn bezta leik og vörnin var sterkari hluti liðsins. Halldór Bachmann dæmdi leikinn, og samræmi var ekki í dómum hans. Hér gómar Pétur markvörður KR boltann. ÍÞRÖTTANÁMSKEIÐ FYRIR BÖRN OG UNGLINGA í DAG íþróttanámskeið fyrir börn og unglinga hefjast á 4 leikvöllum í Reykjavík í dag. Verða þau á þessum stöðum: Golfvellinum, -----------------------— —< Þjóðhátíðar- mótið í Reykjavík Þjóðhátíðarmót frjálsíþrótta- manna í Reykjavík 1968 verður haldið á íþróttaleikvangi Reykja víkurborgar í Laugardal dagana 16. júní (klukkan 2) og 17. júní (klukkan 5). Keppt verður I þessum íþrótta greinum: Fyrri dagur, 15. júní kl. 2. e. h.: 400 m grindahlaup, 200 m. hlaup, 800 m .hlaup, 3000 m. hlaup, kringlukast, spjótkast, sleggjukast, þrístökk. Hástökk kvenna, langsíökk kvenna. Seinni dagur, 17 júní kl. 5. e. h: 110 m. grind.ahlaup, 100 m. hlaup karla, kvenna, sveina og drengja, 400 m. hlaup, 1500 m. hlaup, kúluvarp, há'stökk, lang- stökk, stangarstökk. Þátttökuíilkynningar sendist Þórði Sigurðssyni, pósthólf 215, Reykjavík, fyrir 10. þ. m., en þátttaka í mótinu er algjörlega háð tilkynningu fyrirfram eins og verið hefur undanfarin ár. við Hvassaleiti, Ármannsvelli, Álf heimar og leikvellinum við Rofa bæ. Á þessum stöðum verður kennt á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum, fyrir hádegi kl. 9.30-11.30 börn 5-9 ára og kl. 14 til 16 börn 9-12 ára. Með sama fyrirkomulagi verð ur kennt á mánudögum, miðviku dögum og föstudögum á þessum stöðum: K. R. velli, Víkingsvelli, Þróttarsvæði við Skipasund og við Austurbæjarskólann. Skráning fer fram á' hverjum stað og þátttökugjald er kr. 25. Staðaní 1. deild ÍBV 1 1 0 0 3:1 2 st. ÍBA 1 1 0 0 1:0 2 st. Fram 1 0 1 0 2:2 1 st K R 1 0 1 0 2:2 1 st. ÍBK 1 0 0 1 0:1 0 st. Valur 1 0 0 1 1:3 0 st. SW sigraði ÍBV með 4 gegn engu Þýzka atvinnumannaliðið Sch- warz-Weiss sigraði Vestmannaey- inga á grasvellinum í gærkvöldi með 4 mörkum gegn engu. Þjóð verjarnir gerðu 3 mörk í fyrrl hálfleik og 1 í þeim síðari. Nánar um leikinn á morgun. ALÞÝÐUBLAÐIÐ \\ 6. júní 1968

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.