Alþýðublaðið - 06.06.1968, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 06.06.1968, Blaðsíða 4
Hvernig brugðust menn vi fréttinni frá Los Angeies? 4 6. júní 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÁAR fréttir hafa vakið eins mikla almenna athygli og morðtilræðið við Robert Kennedy. Hvar sem menn hittust á götu eða annars staðar í gær var fyrsta spúrningin hvort nokkuð væri nýtt að frétta af líðan hans, og við hér á blaðinu fengum margar upphringingar, þar sem við vorum spurðir frétta. í gærdag brugðum við okkur svo út og hittum að 'a*-1 máli nokkra kunna borgara og spurðum þá, hver hefðu verið viðbrögð þeirrá við að heyra tíðindin. Fara svör þeirra hér á eftir: öllum kunnugt um fjöldamorð manna eins og Stalins og Hitl ers, sem báru ábyrgð á dauða milljóna saklausra, en þegar einstaklingur, sem maður allt að því þekkir, verður ofbeld- inu að bráð, þá grípur það mann svo sterkum tökum. sama hjá þeim í dag eins og reynt hefði verið að drepa okk ar Jóri Sigurðsson á sínum líma. Þetta ei\ maður, sem á alþjóðartraust, og samt fer þetla svona. Þetta kom mér mjög á óvart. Það kemur alltaf við mann, þegar heimsþekktir menn verða fórnarlömb slíks níðingsháttar. BJÖRN BENEDIKTS- SON, póstafgreiðslu- maður: RAGNAR H. RAGNAR, skólastjóri, ísafirði: Þessi atburður sýnir Ijóslega innræti viss hluta þjóðarinnar, sem getur ekki þolað, að rök- in ráði úrslitum mála, heldur ofbeldi. Margir andstæðingar Bandaríkjamanna hafa haldið fram þessari skoðun, og þetta sýnir, að þeir hafa nokkuð til síns máls. í þessum verknaði endurspeglast líka það innræti sem er svo ráðandi í amerísk- um kvikmyndum og sjónvarpi. GUÐBRANDUR MAGN- ÚSSON, fyrrv. forstjóri: Það er heimssorg, að svona nokkuð skuli koma fyrir í okk- ar samtíð. Þetta er alveg það JÓN ÞORSTEINSSON, íþróttakennari: Ég var sem þrumu lostinn, þeg ar ég heyrði þessa frétt, svo gjörsamlega kom hún mér á óvænt. Mér fannst þetta mjög sorgleg frétt, og ég var nið- urdreginn á eftir. Það fá engin orð lýst því, hvernig manni er innanbrjósts, þegar svona atburðir eiga sér stað. Maður skilur þetta ekki. Þetta er einhvers konar brjál- æði, sem jafnvel við íslend- ingar höfum ekki farið var- hluta af. Þannig hafa menn eins og Gandhi, John F Kenne dy og Martin Luther King fall ið fyrir morðingjahendi. Og svo þetta. Þau eru þung áföll in, sem dunið hafa yfir Kenne dy.fjölskylduna. Eizti bróðir- inn féll í heimsstyrjöldinni, og næst elzti, Kennedy forseti, var myrtur, og nú liggur þriðji bróðirinn á milli heims og helju. Reyndar vissi ég, að glæpamenn hötuðu Robert Kennedy vegna skeleggrar baráttu hans gegn þeim, með an hann var dómsmálaráð- herra, en samt kom þetta mér á óvart. Það er alltaf verið að drepa saklaust fólk. Okkur er VALDIMAR ÖRNÓLFS- SON, íþróttakennari: Ég heyrði Jón Múla skýra frá þessu í morgun, og ég var jafn hrærður og Jón sjálfur. Ég NJALL DJUURHUS, færeyskur fcjringi í H j álpræðishernum: Mér fannst þetta hræðileg JÓN ÓLAFSSON, skrif- stofustjóri: Fréttin um þennan hörmu- lega atburð kom eins og þruma úr heiðskíru lofti, og ég varð felmtri sleginn. 111 tíðindi sem þessi hljóta að snerta alla djúpt, og það er ósk mín og von, að öldungadeildarþing- maðurinn megi lífi og heilsu RAGNHEIÐUR JÚLÍUSDÓTTIR OG GUNNAR ÞÓR JÓNSSON, stud. med. heyrði, að hann átti erfitt með að túlka tilfinningar sínar, þegar hann las fréttina. Þetta kom mér reyndar ekki svo mjög á óvart, því að mér hafði dottið í hug, að atburður sem þessi gæti átt sér stað. Ég var að hugsa þessi mál í gærkvöldi, og datt þá einmitt Robert Kennedy í hug. Annars er þetta ótrúlegt og mjög hörmu legt í alla staði, og hefur haft mikil áhrif á alla að ég held. á' óvart. Svona atburður hlýt- ur alltaf að vekja óhug í fólki. Hann getur aldrei þjónað öðru en því illa, og mér finnst, að bæði andstæðingar hans og stuðningsmenn ættu að gera sér það ljóst. Ragnheiður: Mér finnst alveg hörmulegt til þess að vita, að slíkt skuli eiga sér stað. Fréttin um þetta voðaverk barst mér ekki til eyrna fyrr en um hádegið, og ég hrökk við er ég lieyrði hana. Gunnar: Mér var sagt frá þessu um tíu leytið í morgun, og mér varð óneitanlcga hverft við, svona næstum því eins og þegar John Kennedy var myrtur. Mér finnst þetta orðið mjög ískyggilegt á- stand. Nú þegar hafa tveir af helztu friðarsinnum Bandaríkjanna 'fallið fyrir morðingjahendi og tvísýnt um líf þess þriðja. Þessi at- burður styður þá skoðun margra, að það sé lífshættuleg atvinna í Bandaríkjunum að vinna í þágu þjóðarhagsmuna, hafa einarðar skoðanir og berjast ótrauður fyrir framgangi þeirra.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.