Alþýðublaðið - 13.06.1968, Blaðsíða 6
Birgir Pérhalison, sölustjóri SAS á ís landi:
SAS myndi fagna
nanari samvinnu
-en ekki öðruvísi en íslendingar
myndu sjálfir æskja eftir samvinnu
4-iþýðublaðið átti í gær viðtal við Birgi Þórhalls-
soti, sölustjóra SAS á íslandi, í sambandi við hinar
nýju ferðir sem SAS hefur tekið upp til íslands og
Grænlands.
— Hvenær vaknaði áhugi hjá'
SAS að fljúga liingað?
— Fræðilega séð er þessi á-
hugi liingu vaknaður, en það er
ekki fyrr en núna seinustu miss-
erin, sem ljóst var að þessi draum
ur, að fljúga íil íslands, myndi
rætazt. Því meiri kynni sem SAS
menn hafa haft af landinu og ís-
lendingum sjálfum, því sann-
færðari hafa þeir orðið um rétt-
mæti þess að opna hingað flug-
leið. Að sporið hefur nú verið
stigið til fulls er þó ekki sízt
þörf SAS fyrir flutninga til S,-
Grænlands.
VERKFALL
HJÁ BOAC
LONDON, 12. júni. Rúmlega
1000 flugmenn hjá brezka flug
félaginu BOAC samþykktu í
dag aö hefja verkfall á sunnu-
dag verði ekki orðið við kröf
um þeirra um íauriahækkanir.
Stjórn flugmannafélagsins þarf
nú að fjalla um ákvörðunina.
Flugmennirnir, sem nú hafa
allt að 5800 punda laun á ári
(nálega 790.000 krónur) krefj-
ast rúmlega 100 prósent launa-
hækkunar.
— Hvers væntir svo SAS sér
af þessari flugleið?
— SAS væntir þess að sjálf-
sögðu að flutningar á þessari
leið aukizt það skjótt að SAS
verði á tiltölulega skömmum tíma
eðlilegur þátttakandi í fluginu til
og frá landinu.
— Búast þeir við mikilli þátt-
töku íslendinga?
— Ekkert frekar, og á ég þá
við, að SAS er ljóst að íslend-
ingar kjósi öllu jöfnu fremur að
ferðast með íslenzkum flugfélög-
unum, en þeir vonast til að ís-
lendingar fljúgi með SAS, ef það
- hentar þeim betur.
Það er einnig eðlilegt 1 byrj-
un slíks flugs að einhverrar tor-
tryggni gæti fyrst í stað. En því
má ekki gleyma, að SAS færir
íslendingum stóraukin viðskipti
og er það bezt sýnt með því
dæmi, að þegar flogið er Kaup-
mannahöfn — Reykjavík — Nars
sarsuak, þá kemur SAS vélin
hingað, en Flugfélag íslands tek-
ur farþegana áfram til Græn-
lands, skilar þeim aftur til
Reykjavíkur og flytur þá áfram
til Kaupmannahafnar.
Ég get nefnt annað gott dæmi
um það hverju samstarf við SAS
getur komið til leiðar. Daginn
áður en haldið var í boðsferðina
til Norðurlanda, kom skeyti frá
SAS skrifstofunni í Róm og var
þar beðið um upplýsingar og fyr-
irgreiðslu fyrir hóp manna sem
vildi endilega komast til íslands
eins fljótt og auðið væri. Þessi
hópur flaug síðan frá Róm til
Kaupmannahafnar á vegum SAS,
en eftir það með íslenzkum að-
ilum, þar sem SAS var ekki á
rútunni á þeim tíma sem hent-
aði þessum ferðamönnum. Þann-
ig getur SAS stóraukið ferða-
mannastrauminn til landsins í
gegnum sitt víðtæka söiukerfi um
allan heim, en það þýðir ekki að
þeir sitji einir að hitunni, síður
en svo. Auglýsingar SAS um ís-
land úti í heimi eru þegar farnar
að bera árangur og koma hingað
fieiri fyrirspurnir en ég átti
von á.
— Hvað fljúga þeir lengi í
sumar?
— Út september þetta árið, en
það verður svo endurskoðað á
næsta ári hve gildistíminn verð-
ur langur.
— Heldurðu að SAS vilji bæta
okkur við sem fjórða aðilanum
í samsteypunni?
— Á því er engin hætta, en
hinu geri ég ráð fyrir, að ef ís-
lendingar sjálfir myndu ein-
hvem tíma telja það hyggilegt
að taka slíkt samstarf upp, þá'
myndi SAS fagna því. Ég er á
þeirri skoðun að þegar tímar líða
fram, þá sé mjög heppilegt að
íslendingar reki aðeins eitt stórt
flugfélag og í framhaldi af sam-
runa hér heima, gæti hugsanlega
orðið nánari samvinna við SAS.
Birgir Þórhallsson
Hverfisgötu 82.
á skrífstofu SAS, sem er til bráðabirgða að
Það er nú einu sinni svo, að um
allan heim eru fyrirtæki að skipa
sér í stærri og stærri heildir til
að mæta betur hinni öru þróun
á öllum sviðum.
— Hvaða áætlanir hefur SAS
í sambandi við risaþoturnar sem
senn fara að fljúga milli landa?
— Það hefur verið skoðun
SAS að það beri að bíða átekta
og taka enga þá áhætíu sem
gæti sett fyrirtækið í of mikinn
fjárhagslegan vanda. Þó er SAS
nú búið að panta tvær stórar
vólar af gerðinni Boeing 747.
Svo hefur félagið fest kaup á
nokkrum vélum af gerðinni DC
9, sem senn á að afhenda og
munu þær hafa viðkomu á Kefla-
víkurflugvelli á leiðinni til
Norðurlanda.
— Eru fargjöldin hjá SAS
önnur en hjá hinum flugfélög-
unum?
— Nei, það eru jafnhá fargjöld
milli Norðurlanda og íslands hjá
okkur og hjá Flugfélaginu og
Loftleiðum.
Á þriðjudaginn komu hingað
í boði SAS milli 40—50 erlend-
ir gestir og dvelja þeir flestir
bæði á Grænlandi og á íslandi
til aö kynna sér hvað þessi lönd
hafa upp á að bjóða fyrir ferða-
menn. Margir af þessum hópi
hafa komið til landsins áður, en
þó munu margir blaða- og ferða-
skrifstofumanna vera að koma til
landsins í fyrsta skipíi. í þeirra
hópi eru m. a. Hollendingar,
Frakkar, ítalir og svo að sjálf-
sögðu blaðamenn frá síærstu
biöðunum á Norðurlöndum. S.J.
Punktar
Matarmiðar í Gamvík
I angauppreBsn
í Mlanta
ATLANTA, 12. júní. Fjórir vopnaðir fangar í ríkisfangelsinu i
Atlanta í Georgíu létu í dag lausan 21 gísl, er þeir hofðu haldið
föngnum í rúman sólarhring. Talsmaður fangelsisstjórnarínnar sagði,
að fangarnir hefðu sleppt gíslunum, er listi yfir kröfur þeirra
hafði birzt í einu af blöðum Atlanta.
Fangarnir kvörtuðu m.a. yfir matnum og yfir því að blaða
menn fengju ekki að koma reglulega í heimsókn til að skrifa
um ástandSð í fangelsinu.
Fangarnir fjórir, einn morðingi og þrír bankaræningjar, tóku
gíslan.a á þriðjudagsmorgun og leyfðu engum nema einum blaða-
manr.'i að koma inn í þann hluta fangelsisins, sem þeir höfðu tekið
yfirráðin í. Aðrar kröfur fanganna voru um, að einn þeirra yrði
fluttur í annað fangelsi og annar látinn laus vegna góðrar hegð-
unar . í dag tóku aðrir fangar að hrópa og brjóta rúður, en fanga-
verðir náðu fljótlega yfirhöndinni.
Eftirfarandi ritstjórnargrein,
sem birtist í Arbeiderbladet í
Osló 10. þessa mánaðar, gefur
vel tii kynna, að fleiri hafi átt
við að glíma erfiðleika í sjáVar
útvegi en íslendingar:
„Hættumerkin í fiskveiðunum
eru mörg og gerast sífellt tíð-
ari. Sérstaklega er ástandið al-
varlégt í nyrzta hluta landsins.
Stórþingsmaðurinn Valter Ga-
brielsen spáði því í löngu viðtali
við blaðið fyrir nokkrum dögum,
að algert hrun gæti orðið í Finn
mörk, ef ekki gerist eitthvað
nýtt, sem breytir grundvallarat-
riðum.
Síðustu fréttir af vandræðum
berast frá hinni gömlu og hefð
bundnu verstöð Gamvik. Bæjar
stjórnin hefur orðið að dreifa
„matarmiðum" til sjómanna til
að forða fjölda heimila frá sulti.
En þetta fátæka sveiíarfélag
skrapar senn botninn í fjárhirzl
um sínum og getur ekki haldið
áfram matgjöfum í það óendan-
lega.
Það er nóg af fiski í sjónum,
en það er tilgangslaust að fara
á' miðin. Fiskhúsin eru full og
söluhorfur eru slíkar, að kaup
endur voga sér ekki að taka við
fisknum. Þess vegna ganga bæði
sjómenn og landverkamenn at-
vinnulausir. Tekjur bregðasí öll
um og framtíðarhorfur verða
dapurlegar.
Ástandið er sízt betra í fjöl
mörgum öðrum verstöðvum. A1
varleg vandamál knýja þannig
dyra í strandhéruðum Noregs,
þar sem fiskveiðarnar eru eina
þessu heldur áfram munum við
án efa upplifa mikinn fólksflótta
frá verstöðvum og ýmsum göml
um byggðum með ströndinni.
Unga fólkið mun yfirgefa
ótrygga atvinnugrein, sem á í erf
iðleikum. Hér sjáum við byggða
vandamáiið í sinni grimmustu
mynd.“
I iok greinarinnar er tekið
undir kröfu sjómanna um alvar
legar aðgerðir og að lokum sagt,
að úthlutun matarmiða sé skamm
góður vermir.
£ 13- júní 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ