Alþýðublaðið - 13.06.1968, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 13.06.1968, Blaðsíða 14
De Gaulle Framhlad af 1. síðu. landi, skulu fluttir úr landi. í óeirðunum í París í nótt var kveikt í fjölda bifreiða, umferðaljós voru brotin og tré höggvin niður. í Montbeli- ard í Austur Frakklandi upp- lýstu yfirvöldin, að enn hefði einn maður látizt vegna átak ann milli lögreglu og verka- manna í Peugeotbílasmiðjun- um í Sochaux á þriðjudag. Maðurinn féll niður af vegg, er hann var að íorða sér und- an árás lögreglunnar. Annar verkamaður var skotinn í átök um í gær, og lögreglumaður liggur alvarlega særður á sjúkrahúsi, Yves Guéna, upplýsingamála ráðherra, sem skýrði frá á- kvörðunum 'sljórnarinnar, er hún tók undir forsæti de Gaull es forseta, sagði, að lögreglan mundi dreifa öllum mótmæla- fundum, er tilraun yrði gerð til að halda í kvöld. Starfs- menn sjónvarpsins, sem ætl- uðu að mótmæla afskiptum ríkisvaldsins af dagskrá sjón- varpsins á fundi við byggingu sjónvarpsins í kvöld, aflýstu fundinum. Stúdentaleiðtoginn Jacques Sauvageot í stúdentasamtökun um UNEF kvað samtökin mót mæla ákvörðun stjórnarinnar, en ekki hyggja á nein mótmæli í kvöld. Hins vegar liggur ekk ert fyrir frá „22. marzhreyfing unni“, sero hafði ætlað að halda fund á Byltingartórginu til að mótmæla brottflut’níngi erlendra stúdenta. Þá hafði verið boðað til mótmælafunda í kvöld í Toulouse, þar sem kom til átaka milli stúdenta og lögreglu í gærkvöldi. Upplýsingamálaráðherrann upplýsti einnig á blaðamanna- fundinum að stjórnin hefði gert tillögur um ýmsar breyt ingar á rekstri ríkisútvarpsins. Miðuðu þær m.a. að því að veita dagskrárstjórum og starfsmönnum meiri áhrif. Til lögurnar hafa verið lagðar fyr ir félög starfsmanna. Ályktanir Framhald a< 10. síðu . þingið á ríkisstjórnina að fyrir- skipa að setja alvarlega við- vörun um skaðsemi tóbaksneyzlu á hvern vindlingapakka sem seldur er í landinu, svo sem ver- ið hefur í Bandaríkjunum. i ★ HEIÐURSFÉLAGAR. I Þau hjónin Guðrún Sigurðar- dótíir og Guðgeir Jónsson, og Torfi Hermannsson og Guð- mundur Sveinsson frá Tálkna- firði, sem öll eru í Reykjavík, voru gerð að heiðursfélögum stórstúkunnar, fyrir margþætt störf í þágu Góðtemplararegl- unnar og bindindisstarfsins. i( ★ HEIMSÓKN. r Hópur félaga úr barnastúk- unni Æskan og frá ísl. ung- templurum heimsóttu þingið, — fluttu ávörp og færðu gjafir. 14 13- júní 1968 — ★ KOSNING EMBÆTTISMANNA. i Framkvæmdanefnd fyrir næstu tvö ár skipa þessir: Ólafur Þ. Kristjánsson skóla- stjóri, stórtemplar. Kjartan Ólafsson bankam. stór- ritari. Indriði Indriðason rithöfundur. Bergþóra Jóhannesdóttir, frú. Kristján Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri. Sigurður GunnarsSon fyrrv. skólastjóri. Gréíar Þorsteinsson húsgagna- smiður. Ólafur Hjartar bókavörður. Þóra Jónsdóttir, frú. Njáll Þórarinsson stórkaup- maður. Þórður Steindórsson yfirgjald- keri. Fyrrv. stórtemplar er Krist- inn Stefánsson áfengisvarna- ráðunautur. Mælt var með Stef- áni Ág. Kristjánssyni framkv.- stjóra, sem umboðsmanni Há- templars. Þingið sóttu nær 100 fulltrú- ar víðs vegar að af landinu. í sambandi við það voru almenn- ar samkomur og kynningar- kvöld, sem voru fjölsótt og tók- ust ágætlega og settu skemmti- legan og ferskan blæ á mót þetta. Þá var farið í íerðalög og í Þjóðleikhúsið og sóttu það 250 gestir á vegum stórstúku- þingsins. AHalfundur Framhald af bls. ? ný kjörbúð Sláturfélagsins í Háa leiti við Miklubraut í Reykjavík. Hin nýja verzlun er þegar orðin langsöluhæsta verzlun félagsins og hefur reksturinn gengið vel. Á fundunum urðu allmiklar umræður um verðlagsmál og af urðasölu og ítrekuðu fundirnir fyrri samþykktir sínar um verð lagsmál landbúnaðarins. Á aðalfundi hafði Helgi Haralds son, Hrafnkelsstöðum, lokið kjör tíma sínum í stjórn, en hann var endurkosinn í félagsstjórn ina, og aðrir í stjórn eru Pétur Ottesen, fyrrv. alþm, foi'maður, Gísli Andrésson, Hálsi, Sigurður Tómasson, Barkarstöðum og Sig geir Lárusson, Kirkjubæjar klaustri. Ægir Framhald af 3. siðn. mastri á framþilfari. Brú skipsins er innréttuð að jöfnu sem stýrishús og koría- klefii og áherzla lögð á sem allra bezt útsýni og aðrar góðar vinnuaðstæður. Á brúnni eru því mjög stórir gluggar allt í kring og má loka þeim að inn- anverðu með málmhlerum til öryggis. Eru þarna staðsett öll irtegin siglingatækin, eins og tveir radarar, annar af Sperry- gerð en hinn Kelvin-Hughes, áttavitar, miðunarstöðvar o. fl. Þar er einnig aðal-sambands- stöðin innanskips, þannig að þaðan má m. a. hafa samband við hvert svefnherbergi, sali og vinnustaði. Þaðan er beitt ALÞÝÐUBLAÐI9 skiptiskrúfum skipsins, og einn- ig má stjórna þaðan beint bæði akkerisvindum og dráttarspili, en það er nýjung í íslenzku skipi. Fyrir aftan stýrishúsið er all- hár innangengur turn, og beint ofan á honum loftnet aðalrad- arsins, þannig, að komast má auðveldlega að því innan frá til lagfæringar eða til að hreinsa snjó af radar í hvaða veðri sem er. Innan úr turninum er einn- ig hægt að komast að siglinga- Ijósum, flautu o. fl. Loftskeytastöð skipsins er undir stýrisliúsi og að vanda búin góðum tækjum, þar á með- al aðalsendi af svonefndri SSB- gerð, stuttbylgjustöðvum, svo og loftskeytatækjum til viðskipta við flugvélar. Neyðarsendir er smíðaður hjá Landsíma íslands. Eins og áður er getið eru ívö aðskilin vélarúm í skipinu, ann- að fyrir aðalvélarnar tvær, en hitt fyrir ljósavélar m. m. Að- alljósavél er ein, og auk henn- ar rafall, sem tengdur er við aðra aðalvélina, og svo neyðar- ljósvél. Véluin skipsins og ýms- um búnaði þeirra, dælum o. fl. er stjórnað frá’ sérstökum ein- angruðum stjónjklefa í véla- reisn, og er þaðan greiður að- gangur í bæði vélarúmin, svo og í verkstæði skipsins fyrir aftan klefann. Við stjórn vélanna er beitt allmikilli sjálfvirkni. Þá er skipið útbúið sérstak- lega sterku (20 tonna) vökva- drifnu dráttarspili, læknisstofu, björgunardælum, köfunarútbún- aði og ýmsum fleiri björgunar- tækjum. Það hefur einnig neð- ansjávarsjónvarpstæki, sem dag lega verður þó notað til að fylgj- ast með vinnu á afturþilfari frá brúnni. Vopn verða eins og á hinum varðskipunum. íbúðir og vistarverur skip- verja og farþega eru allar fram- an við miðju skips, og eru svefn klefar ýmist eins eða tveggja manna. Matsalur er einn fyrir alla áhöfnina og farþega, en auk þess er sérstakt farþegaher- bergi og salur fremst í brúar- húsi. Samtals eru 42 hvílur auk sjúkrarúma í skipinu og 26 legubekkir. í sölum geta matazt 46 manns í einu við 11 borð. í ræðu sinní í gær komst Jóhann Hafstein,. dómsmálaráð- herra, m. a. svo að orði: — Alþingi og ríkisstjórn þótti nauðsyn til bera að endurnýja og efla skipastól Landhelgis- gæzlunnar. Voru því undirritað- ir samningar um smíði þessa nýja skips í Reykjavík þann 12. ágúst 1966. Hafði smíði skips- ins verið boðin út og tekið hag- stæðasta tilboði frá Álborg Værft A/S. Er þetta fyrsta skip Landhelgisgæzlunnar, sem sam- ið er um á föstu verði samkvæmt tilboði. Samningsverðið er D. kr.: 13 millj. 850 þúsund. Ekki hefur enn verið veitt neitt fé á fjárlögum úr ríkissjóði til kaupa þessa skips, en Landhelg- issjóður verið bær um að standa undir þeim greiðslum, sem gjaldfallið hafa fram til þessa, sem nemur 20% af kaupverði, en 80% er lánsamningur til 8 ára. Smíði þessa skips var vand- lega undirbúin. Forgöngu um smíði skipsins hafði forstjóri Landhelgisgæzlunnar, Pétur Sigurðsson, í samráði við kunn- áttumenn Landhelgisgæzlunnar og tilkvaddra sérfræðinga. — Þá minntist ráðherra braut- ryðjendanna í starfi hjá Land- helgisgæzlunni. Loks bað hann Guð farsæla og blessa áhöin skipsins á hafi og heima. Verkfail Framhald af 5. síðu. Vitað er, að Síldarverksmiðj ur ríkisins hafa ákveðið að bæta við stóru skipi til flutn inga á bræðslusíld af miðun um í sumar, Sömuleiðis er á ætlað, að nokkur skip verði í förum milli veiðiflotans og lands, ef síldin verður fjarri landinu, til þess að flytja síld veiðiskipunum tunnur, salt, vistir og aðrar nauðþurftir og taka á móti saltaðri síld til lands. Við viljum ná samningum um nokkur atriði vegna breyttra aðstæðna, sem áður var ekki um að ræða. Þeir samningar, sem hér um ræðir, koma til með að gilda fyrir síldveiðiflotann yfirleitt nema á Austfjörðum og Vest fjörðum. Dsnsað Framhlad af 1. síðu. þess að láta sýninguna fara þar fram í fyrra sökum hins slæma veðurfars á þjóðhátíð ardeginum. Minna verður um sölutjöld en í fyrra og hefur Þjóðhátíð arnefnd einskorðað gosdrykkja og sælgætissölu við Austur- stræti og Laugardalsvöllinn. Merki dagsins verður sela að venju, en það var fyrst selt á lýðveldishátíðinni 1944. Frá árinu 1954 hefur merkið verið selt á hverju ári og hef ur Þór Sandholt, skólastjóri teiknað það undanfarin ár. Hefur ágóðinn af lýðveldis merkjnu frá upphafi runnið í sjóð til bygginar minnisvarða um endurreisn lýðveldisins og er stefnt að því að reisa varð- ann á 25 ára afmæli lýðveldis hátíðarinnar. Kaffiveitingar verða í Laugardalshöllinni, en ekki var unnt að nota allan sal hallarinnar undir kaffi veitingar vegna sýningarinnar íslendingar og hafið. Þá verður að venju keppt um forsetabikarinn í frjálsum íþróttum um land allt. Á fundi með þjóðhátíðar nefnd, sem kosin er til eins árs í senn, kom það fram, að nefndin telur mjög æskilegt að á þjóðhátíðardaginn sé lögð rækt við einhvern þátt íslenzkr ar sögu. Þjóðhátíarnefnd skipa: Tilnefndir af borgarstjórn: Ell ert Schram, formaður, Böðvar Pétursson, Árni Gunnarsson og Baldur Guðlaugsson. Af íþróttabandalögunum: Reynir Sigurðsson, Bragi Krist jánsson, Gunnar Eggertsson og Einar Sæmundsen. Af skátum: Óskar Pétursson. Nefndinni til aðstoðar hefur verið Klemenz Jónsson, leikari. Dagskrá þjóð hátíðardagsins mun birtast síð ar í blaðinu. Szmþykkt gegn S-Afriku NEW YORK, 12. júní. Allsherj arþing Sameinuðu þjóðanna hvatti í dag allar þjóðir til að gera raunhæfar efnahagslegar og aðrar ráðstafanir lil að þvinga Suður Afríku til að sleppa tökum sínum á Suð- vestur Afríku. Þingið bað einnig Öryggisráðið um að gera strax nauðsynlegar ráð- stafanir til að tryggja að farið verðj eftir samþykktinni, eins og sáttmáli SÞ gerir ráð fyrir. HVBESEMGE TTJEI.ES IÐÞE T TA T ILElíDAHEEUEEÁB IÐÞ A GÁ TUHVAEHA GKVÆMAS TS ÉAEKAUPA íSLENZKPEÍME EKIOGEElMEEKJAVÖEUEE IHNIGÖDÍEAEBÆKUETÍMA EITO GPO CKE TBÆKTJEEHÞA BEEÍBÆKUEOGEEÍMEEKIÁ BAIiDUES GÖ TU11PB0X54 9 SEL JUMKAUPUMSKIETUM . ÍSLANDSMÓTIÐ 1. DEILD í kvöld kl. 20.30 leika á Laugadalsvelli VALUR-KR Dómari: Magnús V. Pétursson. Mótanefnd.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.