Alþýðublaðið - 13.06.1968, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 13.06.1968, Blaðsíða 16
 ímaMO) BAK SfOAt* Eina óbrjálaða ráðið til að verða milljónungur er að hafa góða fyrirvinnu. . . Félag ísleeizkra sóldýrkenda skorar á stjórnvöld landsins að banna komur erfendra skemmtiferðaskipa til lands> ins, svo sólin fari að láta sjá sig á ný. W®- ' m • mþ" Þurliðþér sérsíðkdekk fyrir H-OHFÉRD ? Nei,aðeins Gerum fIjótt og vel við hvaða dekk sem er, seljum GENERAL dekk. hiólbarðinn hf. Luugavegi 178 * sími 35260 íslenzka sveitin á olympíuskák mótinu í Bridge. . . VÍSIR. . . Þetta er náttúrulega sparnað arráðstöfun að halda olympíu skákmót í Bridge, en skyldi e'kki einnig vera hægt að halda vetrarolympíuleika í sumar íþróttum og slá þar tvær flug ur í einu höggi líka. 13 i ....ffljffiífili Brátt verður haldið á Þingvöll um þing, sem miklu fremur réttlætir nafn vallanna heldur en það tilstand sem þeir raun verulega eru nefndir eftir. Þar verður nefnilega haldið þing norrænna KVENRÉTTINDA KVENNA. . . vor daglegi IIAlístur Svart kaff i Ég mótmæli því harðlega að ákveðið hefur verið að loka mjólkurbúðum á sunnudögum. Ekki má þó skilja þessa af- stöðu mína þannig, að ég telji eftir mér að kaupa helgar- mjólkina á laugardögum 'eða föstudögum, heldur finnst mér einhvernveginn sem því fylgi einhver óöryggistilfinning að vita af mjólkurbúðum lokuðum á sunnudögum. Þó ég hafi ísskáp og geti þar geymt mjólkina óskemmda svo dögum skipti, þá gæti (það alltaf komið fyrir, í Iheilsuleys- inu á sunnudagsmorgnum, að einhver sá atburður heniti sem leiddi af sér að engin mjólk yrði fyrir hendi út í kaffið á 'eftirmiddögunum við undirleik Jósefs Fellsmanns og félaga. Segjum nú svo, að ég hafi keypt 5 lítra af mjólk á laugar- degi árdegis. Ég læt hyrnurnar í skápinn jafnskjótt og ég •kem heim úr búðinni. Nú staulast ég fram úr árla morguns á sunnudegi og fer í skápinn til að fá mér mjólkurglas. Ég tek skæri úr efstu skúffunni og klippi ofan af hymu, tek ekki eftir sápustykkinu sem liggur á gólfinu, hrasa með hyrnunia i höndunum, dett þó ekki kylliflatur eins og hendir einungis í skopmyndum, en innihald hyrnunar sem flæðir út um gólfið. í annari atrenmiu festi ég ermina á náttjakkanum mínum í einhvem bölvaðan krók í hurðinni á skápnum og hyrnufjand- inn hendist úr hendi mér og skellur í gólfið. Mér bregður svo mikið við þetta að slynkur kemur á ísskápinn, sem er af lítilli gerð, og ávaxtadós í efstu hillunni dettur niður á mjólk urhymurnar sem eftir eru og ein legst saman. Nú eru tvær •eftir. Rétt í þessu er banfcað og við dymar stendur unga frúin í næsta húsi og ber hún sig iila. Segist hún hafa gleymt að kaupa mjólk til helgarinnar og af því að unga frúin i mæsta húsi er svo ung og góð get ég ekki verið þekktur fyrir að neita henni um tvær hymur af mjólk þangað til á mánudag- irun Bamið hennar er heldur ekki lengur á brjósti. Þama sjáið þið hvort það er ekki fjarstæða að taka upp á þeim fjára að loka mjólkurbúðum á sunnudögum. Nú má ég sitja uppi með svart kaffi og allir vita hvemig •svart kaffi bragðast við unidirleik Jósefs Fellsmanns og fél- aga, síðdegis á sunnudögum. Meira að segja fnamhaldsagan £ blaðinu er 'eins og lélegur vinnukonureifari með aungva mjólk saman við síðdegiskaffið. Helgin er gersamlega eyðilögð. Hákarl. Kellingin var vitlaus í skap- inu í gær og sagði við kallinn að sér fyndist hún ekki lengur hafa neitt til að lifa fyrir. Kall inn stóð fyrir sínu, rígnegldi kellinguna á nó taeni og sagði: En allt draslið sem þú hefur verið að kaupa með afborgun

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.