Alþýðublaðið - 13.06.1968, Síða 15

Alþýðublaðið - 13.06.1968, Síða 15
Dæmt i GUY W PHILLIPS (jT danða — Það má' enginn gera. Þetta er voðalegt, Graham. Hún gat ekki lengur leynt tilfinningum sínum. — Segðu að þetta sé ó- satt. Gerðu það fyrir mig. — Þú veizt, að mér er alvara. Þú sást tilraunina með Lennox. Hann andvarpaði. — Slæmt þetía með Lennox. Ég verð að láta hann sleppa. — Og öll hin, veinaði Joyce. Og sjálfan þig. Ef þú hefðir gætt heilsu þinnar í staðinn fyrir að liugsa um slíkt. Hann gekk til hennar. — Þú ert yndisleg stúlka, Joyce. Það er aðeins þin vegna, sem mér leiðist að hverfa héðan. Ég hefði gjarnan viljað eiga fleiri stundir með þér. — Þú gætir gert það. Tárin komu fram í augun á henni. —. Læknum getur alltaf skjátlazt. — Rétt er það. En ég held samt að þeim skjátlist ekki með mig. Þess vegna hef ég ekki viljað kynnast þér nánar. Hann snart kinn hennar. — Eyddu tím anum ekki í mig, Joyce. Hana langaði mest til að faðma hann að sér, en margra ára æf ing hjálpaði henni að hafa stjórn á tilfinningum sínum. — Nú ætla ég heim. Hann leit undan. — Hringdu á bíl fyrír mig. Hann meinar þetta ekki, sagði Joyce aftur og aftur við sjálfa sig. Hann getur ekki meint þetta. 2. K A F L I : Lyftan var komin í lag dag inn eftir. Joyce fór upp til skrif stofu Grahams og samferða henni í lyftunni var hópur af masandi vélritunarstúlkum. Allt var svo eðlilegt. Símarnir liringdu, ritvélarnar glömruðu skjöl og bréf voru á borðunum. Þetta hafði aldrei komið fyrir. Joyce varð að trúa því. Nei, það hafði ekkert gerzt. Þetta var spaug eitt. — Sæl, Joyce, Graham var að koma inn. — Er allt komið í lag? — Ég held það, hr. Dexter. Henni fannst bezt að þéra hann á skrifstofunni þó að þau væru alltaf dús, þegar þau voru tvö ein. Gott. Hefurðu afboðað allt? Hann leit yfir bréfin. — Er nokk uð sem þú getur ekki séð um sjálf? ; —Aðeins þetta með fasteigna- sölu Hammersmiths. — Ég skal tala við þá áður en ég fer. Hann leit hvasst á hana. — Svafstu vel í nótt, Joyce. Hún vætti varirnar. — Ég svaf fremur óvært. Hann leit á hana og í augna- ráði hans blandaðist saman blíða og þó jafnframt andúð. — Hafð irðu áhyggjur að herferð minni? Varir hans brostu en augun ekki — Ætlaðirðu að hindra mig? Hún kreppti hnefana. — Ég reyndi að ímynda mér að þetta hefði aldrei komið fyrir. Að mig hefði dreymt það. Hann hló hæðnislega. — Ein- kennandi. Varúðarráðstöfun lík- amans myndi minn góði vinur dr. Miller kalla það. Þú notar þær nokkuð oft, Joyce, en eitt vil ég að þú gerir þér skiljanlegt. i ú getur ekki hindrað að ferðin með „Víxíönú,‘ gangi eftir áætl unum mínum. Svo þetta var satt. Hún varð aftur að horfast í augu við það. En áhöfn skipsins, hr. Dexter? Það hafði hún líka hugsað um nóttina. —Eru þeir einnig dæmd ir til dauða? — Vertu ekki svona heimsk. Ég sendi áhöfnina í land í síð ustu höfninni. Hún hafði mátt vita þetta. — Hver á að stjórna skipinu? — Farþegarnir. Þeim mun finnast það fyndið og skemmti legt. Joyce kreisti svo fast hendurn að neglurnar stungust inn í lóf ana. — Og þér stendur á sama, hvað ég . . . og allir sem elska þig . hugsa? Graham varð grettinn á svip- inn. — Aðrir? Heldurðu að það sé ekki öllum sama um mig? Það er að vísu satt, að ég vil ógjarna hryggja þig. En þær til finningar eru ekki nægilega djúpar til að koma í veg fyrir að áætlunin standist. Auk þess hef ég arfleitt þig að öllu. 3 — Ég vil ekki sjá' peningana þína. Eg veit það, en fyrir pening ana mína geturðu keypt milljón vasaklúta og þerrað tár þín. Nú verð ég að fara og tala við Hammersmith. Joyce benti á símann. — Ég gæti hringt til gestanna og sagt þeim, hvað þú hefðir í hyggju. Hann brosti glaðlega. — Reyndu það. Reyndu hr. Lennox fyrst. Reyndu að sannfæra hann um að ég hafi viljandi reynt að hrinda honum niður í lyftugöng in. Segðu þeim hinum allt af létta. Vittu hvernig gengur áður en þau hringja og segja mér, að einkaritari minn hafi misst vitið. Vertu nú eins og manneskja og skrifaðu bréfin. Hann fór út. Joyce settist við skrifborðið hans og nagaði sig í handarbökin. Þetta var satt sem hann sagði. Það myndi enginn trúa þessari ótrúlegu sögu um hinn ríka og virta Graham Dext er. Hún sat enn við skrifborðið hans þegar stúlkan við símann tilkynnti henni að hr. Símon Griffiths vildi tala við hr. Gra- liam Dexter í einkaerindum. Segðu að hann sé ekki við, ætlaði hún að fara að segja, þeg ar hún skildi hver þetta var. Sím on Griffiths, ljósmyndari var einn gestanna. — Sendu hann hingað, sagði hún. Hann kom hikandi inn, dökk hærður meðalstór ungur maður. — Mig langaði til að tala við hr. Dexter, sagði hann brosandi. — Ég er einkaritari hr. Dext ers. Hún brosti til hans. — Var það vegna lystiferðarinnar? Hann varð augsjáanlega hug- rakkari við bros hennar. — Já' Mig langaði til að spyrja hr. Dext er, livort ég mætti taka vinkonu mína með. Hún er frænka mín og heitir Hilda Reynolds. Ljós- myndafyrirsæta. Það væri heppi- legt fyrir starfsferil hennar, ef ég gæti tekið myndir af henni við Miðjarðarhafið. Eg vona að þér skiljið við hváð ég á. Joyce skildi það vel. Hann var að hugsa um að taka vinkonu sína með til að skemmta sér á leiðinni. Var það álíka ósiðsemi sem gerði það að verkum að hann varð að deyja? — Ég borga auðvitað fyrir Hildu. — Ég skal minnast á það við hr. Dexter, þegar hann kemur lofaði Joyce en bætti svo við. — Því miður held ég að það sé ekk ert rúm eftir óskipað. Símon Griffith brosti til benn ar. — En það sakar víst ekki að reyna. Sakar. Hann hefði átt að vita það, sem hún vissi. Samt sagði hún honum það ekki. Hún hafði ekki einu sinni gert tilraun til þess. Graham virtist skemmta sér vel, þegar hún sagði þetta við hann í hádeginu. — Mjög einkennandi fyrir Griffiths. Hann er furðulegasti maðurinn á listanum. Ég hef hann með sem einskonar opin beran hirðljósmyndara. Hann þekkir hin ekki neitt. Hvers vegna tókstu hann þá með? Graham yppti öxlum. Mynda takan er aðeins framhlið fyrir atvinnuspilamennsku. Hann svindlar og hefur rangt við til að græða fé af öðrum. — Aldrei hefði ég trúað því. — Vitanlega ekki. Hann er ungur enn. Lystiferðir eru sér grein hans, þar getur hann sog ið blóð undan nöglum fíflanna. Hún reyndi að láta sem hún væri róleg og fullkomlega eðli leg. — Er það glæpur sem jað rar við dauðadóm? Graham hrukkaði ennið. — Að gerðir hans geta valdið dauða fórnarlambanna. Náungi eins og hann olli því að konan mín framdi sjálfsmorð. — Konan þín? — Ég óska ekki eftir að ræða það frekar. Hann horfði lengi á hana. Annars var Rita lík þér, Joyce. Það eru næstum átta ár síðan hún dó og ég er ekki að láta sem ég syrgi hana enn. Hún var ekki eiginkona mín, þegar hún dó. — Voruð þið skilin? Joyce vætti varirnar. — Já. Hún hitti mann eins og Griffiths. Einn versta atvinnu spilamann í Suður Frakklandi. Svo að ég geri langa sögu stutta, þá stakk hún af með honum og hvað aldrei skyldi hafa verið þó ég lét eftir skilnað í kyrrþey að hún óskaði eindregið eftir því. Innan eins árs var náung inn búinn með peningana hennar og sína eigin líka. Hann var sett ur í fangelsi og hún framdi sjálfsmorð. — Svo þú dæmir Griffiths vegna þess að hann minnir þig á annan mann? Hann yppti öxlum. — Þú get- ur kallað það hvað sem þér sýn- ist. Ein rotta minnir á aðra. Með tilliti til vinkonu hans er svarið neitandi. Eftir að Graham hafði skrifað undir nokkur bréf í viðbót, fór hann aftur. Hvað á ég að gera? hugsaði Joyce. Hún hringdi til Símons Griff iths og sagði honum að hr. Dext er þætti það leitt, en því miður væri svarið neitandi. Hann virtist verða fyrir von- brigðum í fyrstu en ekki telj- andi. — Farið þér í ferðalagið líka, frk. Anderson? Hann virtist verða fyrir mikl um vonbrigðum, þegar hún svar aði neitandi. Hún kvaddi hann og hélt áfram að hugsa málið. Ég verð að koma í veg fyrir þetta, sagði hún við sjálfa sig. Þeirra og Grahams vegna. Um kvöldið tók hún leigubíl niður að höfninni og gekk gegn um dimmar göturnar að bryggj unni, sem „Víxíana“ var bundin við. Hvítmáluð. Messinghandrið. Forgyllt gildra. Hún gekk að landganginum. Hún hitti einn af yfirmönnunum. — Gott kvöld, frk. Anderson. Yfirmaðurinn liafði hitt hana, þegar hún var með hr. Dexter. Sendi hr. Dexter yður hingað? — Já, ég á að athuga hvort vínið og líkjörarnir eru komnir um borð, laug hún. — Nú já, yfirmaðurinn hló hátt. — Það er komið nóg til að halda þeim hátt uppi jafnvel í stórviðri. Joyce þakkaði honum fyrir og gekk um borð. Á öllum káetudyr unum var litill miði, sem ó' stóð nafn þess sem í káetunni átti að vera næstu vikur. Aðeins eitt spjald var horfið. Spjaldið með nafni Harolds Lennox á. Auka káeta. Joyce stóð og starði á dyrnar. Nú vissi hún, hvað henni bar að gera. 3. K A F L I . Bylgjurnar byltust um skipið. — Svona er það alltaf, heyrði hún karlmannsrödd segja. — Það er alltaf slæmt í sjó þangað til að komið er fram hjá Gíbraltar. — Ég held að það komi ekki margir til miðdegisverðar, sagði konurödd. Shawdonhjónin. Joyce bætti þeim á listann í huga sér. Hún hafði heyrt og kannast við fleiri raddir fyrir utan káetudyrnar á þeim fáu tímum sem voru liðnir síðan skipið fór. Hún horfði á öldurnar út um káetugluggann. Ég fer ekki til miðdegisverðar, hugsaði hún. Henni var óglatt. Auk þess langaði hana til að tala einslega við Graham. Hann gat fengið að vita á hverri stundu að hún væri komin um borð. Því hún hafði ekki farið í felur með eitt eða neitt. — Hr. Dexter sagði að ég mætti vera í klefa hr. Lennoxs, hafði hún sagt blátt áfram við brytann. Svona auðvelt hafði það verið, en nú varð hún að horfast í augu við Graham. — Ég set þig í land í fyrstu höfn, heyrði hún hann segja kuldalega og rólega. — Gestir mínir munu álíta að þú hafir neyðzt til að fljúga til Lundúna í viðskiptaerindum fyrir mig. 13- júní 1968 - ALÞÝÐUBLADH) ^

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.